Innlent

Scheving hlýtur lýðheilsuverðlaun

Magnús Scheving hlýtur Norrænu lýðheilsuverðlaunin í ár. Jón Kristjánsson, heilbrigðisráðherra afhenti verðlaunin nú síðdegis á Egilsstöðum á fundi heilbrigðis-og félagsmálaráðherra Norðurlanda. Verðlaunin fær Magnús fyrir Latabæ. Í rökstuðningi dómnefndar fyrir valinu kemur fram að offituvandi meðal norrænna barna aukist ár frá ári en í Latabæjarverkefninu séu börn hvött til að temja sér heilsusamlega lífshætti.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×