Innlent

Eldur í heyrúllum

Slökkviliðið á Egilstöðum réð rétt fyrir klukkan sjö, niðurlögum elds sem upp kom í heyrúllum fyrir utan bæinn Hjaltastaði við Hjaltastaðaþinghá nú í morgunsárið. Eldurinn kom upp skammt fyrir utan fjósið á bænum á sjötta tímanum, en náði ekki að húsum við bæinn. 30 heyrúllur brunnu, en eldurinn olli ekki öðru tjóni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×