Innlent

Betra að taka skipin frá Svalbarða

Friðrik Arngrímsson, formaður LÍÚ, segir að ástæðulaust hafi verið að halda skipum á Svalbarðasvæðinu í gær og láta nema þau á brott, úr því að íslensk stjórnvöld ákváðu að fara með málið fyrir dómstóla ef samningar næðust ekki. Í gær ákváðu íslensk stjórnvöld að hefja undirbúning að málssókn gegn Norðmönnum fyrir alþjóðadómstólnum vegna síldardeilunnar við Svalbarða. Boðað hefur verið til fundar utanríkisráðherra landanna þann 25. eða 26. ágúst, þar sem reynt verður að leggja drög að samningum. Friðrik Arngrímsson, formaður LÍÚ segist vongóður um að samningar náist, enda sé það óeðlilegt að samskipti Íslands og Noregs séu með þeim hætti sem nú er. Þó sé staðan nú á þann veg að allt stefni í málaferli. Það sé einnig ljóst að sú leið verði farin, náist ekki samningar. Hann telur ekki til bóta að íslensk skip verði tekin af norsku varðskipunum á Svalbarða þar sem slík mál færu fyrir norska dómstóla þar sem þau verði dæmd eftir norskum refsilögum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×