Innlent

Þrír á spítala eftir árekstur

Harður árekstur varð á Akureyri fyrr í dag, þegar flutningabíll á leið vestur eftir Strandgötu lenti á fólksbíl, sem var á leið norður eftir Glerárgötu. Þrír voru fluttir á slysadeild, en meiðsl þeirra reyndust ekki alvarleg. Að sögn lögreglunnar á Akureyri varð slysið á umferðarljósum og er líklegt talið að annar bíllinn hafi farið yfir á rauðu ljósi. Fólksbílinn skemmdist mikið og varð að flytja hann burt af vettvangi með krana.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×