Innlent

Útför fyrrverandi lögreglustjóra

Útför Sigurjóns Sigurðssonar, fyrrverandi lögreglustjóra, var gerð frá Hallgrímskirkju í dag. Lögreglumenn stóðu heiðursvörð og fóru fyrir líkfylgd. Sigurjón var lögreglustjóri í Reykjavík í 38 ár, frá 1947 til ársloka 1985. Hann lést þann 6. ágúst síðastliðinn og hefði orðið 89 ára í gær. Hann var lögfræðingur að mennt og gegndi fjölda trúnaðarstarfa um ævina á sviði löggæslumála. Eiginkona Sigurjóns, Sigríður Kjaran, lifir mann sinn en þau eignuðust sex börn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×