Innlent

Mörg hundruð fá ekki skólavist

Mörg hundruð nemendur fá ekki vist í framhaldsskólum landsins í haust. Aðstoðarskólameistari Fjölbrautaskólans í Ármúla segir ástandið grafalvarlegt og vill að framhaldsskólar séu opnir jafnt nýnemum sem eldri nemum. Um tíma leit út fyrir að töluverður fjöldi nýnema fengi ekki skólavist í framhaldsskólum landsins í haust. Með byggingu sumarhúsa við tvo framhaldsskóla og viðbyggingu við einn til viðbótar tókst þó að leysa þann vanda. Enn á þó eftir að finna úrlausnir fyrir fjölda eldri nemenda sem sótt hafa um skólavist og bendir margt til þess að mörg hundruð slíkir nemendur fái ekki vist í framhalddskólum. Það er nýlunda að svo mörgum eldri nemendum sé synjað og segir aðstoðarskólameistari Fjölbrautaskólans við Ármúla að ástandið sé grafalvarlegt. Hann segir Ármúlaskóla hafa neyðst til þess að synja um 300 nemum um vist í skólanum, en vonast þó til þess að ástandið sé betra í öðrum skólum og að ástand sem þetta komi ekki upp aftur.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×