Innlent

Skilur ekki aðferðafræðina

Hjálmar Árnason, þinflokksformaður Framsóknarflokksins skilur ekki hvers vegna hópur framsóknarkvenna kemur skilaboðum sínum á framfæri á síðum dagblaða, fremur en að óska eftir fundi með tiltölulega fámennum þingflokki. Hann segir þetta afar skrýtna aðferð til þess að koma skoðunum sínum á framfæri, enda ætti ekki að vera mikið mál fyrir umræddar konur að fá fund með þingflokki Framsóknarflokksins. Hann segir innihald mómælanna ekki koma á óvart þar sem þau séu vel þekkt úr umræðum innan og utan flokksins. Hins vegar botni hann ekki í þeirri aðferðafræði sem konurnar nota, að birta heilsíðuauglýsingu í Fréttablaðinu til  að koma einföldum skilaboðum á framfæri við fámennan þingflokk. Hann segist ekki vita til þess að þessi hópur hafi óskað eftir fundi með flokknum og hefði mátt spara pening og fyrirhöfn með því að koma skilaboðum á annan veg til þingflokksins.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×