Innlent

Menningarnæturkort

Menningarnótt verður haldin í Reykjavík á laugardaginn næstkomandi og hefur dagskráin sjaldan verið viðameiri en nú. Hátíðahöldin hefjast klukkan 11 um morguninn og líkur með flugeldasýningu á Hafnarbakkanum klukkan ellefu um kvöldið.Reykjavíkurmaraþon er haldið á sama degi. Hægt er að kynna sér dagskrá Menninganætur á vef borgarinnar www.reykjavik.is. Þar er einnig hægt að setja sína eigin dagskrá inn á kort og prent það út. Hefðbundin dagskrárbæklingur verður einnig sendur með Fréttablaðinu á fimmtudag.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×