Allt gekk upp 18. ágúst 2004 00:01 Það gekk allt upp í dag og það má segja að villtustu draumar okkar hafi ræst. Ég er fyrst og fremst þakklátur öllu því fólki sem tók áskorun okkar um að koma á völlinn og sýna með því og sanna að þetta er hægt," sagði Eggert Magnússon, formaður Knattspyrnusambands Íslands, kampakátur eftir glæsilegan sigur íslenska landsliðsins á því ítalska, 2:0. Ríflega 20 þúsund áhorfendur fylgust með leiknum og féll þar með 36 ára gamalt áhorfendamet á Laugardalsvelli. "Við fórum af stað með það að markmiði að slá aðsóknarmetið. Margir sögðu að það myndi ekki takast en það tókst svo. Það er fyrsti draumurinn sem rættist í dag. Ég sagði fyrir leikinn að til fullkomna þetta þyrfti landsliðið okkar að sýna góðan leik og það gekk svo sannarlega eftir, og gott betur en það," sagði Eggert. "Að sigra þetta stórlið Ítala er meira en maður gat látið sig dreyma um." Íslendingar komust yfir eftir sautján mínútna leik með marki frá Eiði Smára Guðjohnsen og aðeins þremur mínútum síðar skoraði Gylfi Einarsson annað mark fyrir Ísland. Íslenska liðið var miklu betra í fyrri hálfleik en í síðari hálfleik jafnaðist leikurinn nokkuð, þótt Ítalar næðu ekki að ógna íslenska markinu að ráði. Sigur Íslands vakti mikla athygli í heimspressunni og bað Marcelo Lippi, landsþjálfari Ítala, ítölsku þjóðina afsökunar á frammistöðu Ítala í leiknum. Alls greiddu 20.204 aðgangseyri að vellinum en eldra áhorfendametið á Laugardalsvelli var sett í september árið 1968 þegar 18.139 greiddu aðgangseyri að leik Vals og Benfica í Evrópukeppni félagsliða. Gríðarleg stemmning var á vellinum í gær og veðrið með allra besta móti. Aðspurður um hvort þetta nýja aðsóknarmet myndi flýta fyrir stækkun Laugardalsvallar sagði Eggert Magnússon, formaður KSÍ: "Við munum hefja framkvæmdir hér í október og hef fulla trú á því að bæði ríki og borg muni leggja sitt af mörkum." Fréttir Innlent Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Fleiri fréttir Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Sjá meira
Það gekk allt upp í dag og það má segja að villtustu draumar okkar hafi ræst. Ég er fyrst og fremst þakklátur öllu því fólki sem tók áskorun okkar um að koma á völlinn og sýna með því og sanna að þetta er hægt," sagði Eggert Magnússon, formaður Knattspyrnusambands Íslands, kampakátur eftir glæsilegan sigur íslenska landsliðsins á því ítalska, 2:0. Ríflega 20 þúsund áhorfendur fylgust með leiknum og féll þar með 36 ára gamalt áhorfendamet á Laugardalsvelli. "Við fórum af stað með það að markmiði að slá aðsóknarmetið. Margir sögðu að það myndi ekki takast en það tókst svo. Það er fyrsti draumurinn sem rættist í dag. Ég sagði fyrir leikinn að til fullkomna þetta þyrfti landsliðið okkar að sýna góðan leik og það gekk svo sannarlega eftir, og gott betur en það," sagði Eggert. "Að sigra þetta stórlið Ítala er meira en maður gat látið sig dreyma um." Íslendingar komust yfir eftir sautján mínútna leik með marki frá Eiði Smára Guðjohnsen og aðeins þremur mínútum síðar skoraði Gylfi Einarsson annað mark fyrir Ísland. Íslenska liðið var miklu betra í fyrri hálfleik en í síðari hálfleik jafnaðist leikurinn nokkuð, þótt Ítalar næðu ekki að ógna íslenska markinu að ráði. Sigur Íslands vakti mikla athygli í heimspressunni og bað Marcelo Lippi, landsþjálfari Ítala, ítölsku þjóðina afsökunar á frammistöðu Ítala í leiknum. Alls greiddu 20.204 aðgangseyri að vellinum en eldra áhorfendametið á Laugardalsvelli var sett í september árið 1968 þegar 18.139 greiddu aðgangseyri að leik Vals og Benfica í Evrópukeppni félagsliða. Gríðarleg stemmning var á vellinum í gær og veðrið með allra besta móti. Aðspurður um hvort þetta nýja aðsóknarmet myndi flýta fyrir stækkun Laugardalsvallar sagði Eggert Magnússon, formaður KSÍ: "Við munum hefja framkvæmdir hér í október og hef fulla trú á því að bæði ríki og borg muni leggja sitt af mörkum."
Fréttir Innlent Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Fleiri fréttir Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Sjá meira