Innlent

Gaman að vera skútuskipstjóri

Skemmtilegasta starf í heimi er að vera skipstjóri á skólaskútu sænska sjóhersins segir Mikael Hjarthammar sem þekkir það af eigin raun. Hann segist hafa gripið tækifæri til að fara til Íslands því hingað sé svo óskaplega gaman að koma. Gladen og Falken heita fleyin, tveggja mastra bræðraskip sem smíðuð voru fyrir nærri 60 árum. Þau eru stolt sænska sjóhersins og þar eru undirstöðuatriði siglinga í liðsforingjanámi kennd. Nemar eru um borð frá maí og fram í október og er farið víða. Skipstjórinn segir þetta frábæran tíma, og að flestir fari heim með bestu reynslu lífsins í farteskinu. Nemendurnir eru ekki eingöngu frá Svíþjóð, heldur Eystrasaltslöndunum og Finnlandi einnig - og þá eru ekki bara piltar um borð heldur sjö stúlkur í hvoru skipi. Kokkarnir eru lærðir í sínu fagi og maturinn er frábær segir hinn glaði skipstjóri Mikael Hjarthammar sem býður Íslendingum að skoða skipin á laugardag á milli 2 og 4.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×