Innlent

Sala dagvöru eykst

Sala á dagvöru var 6,9 prósentustigum hærri á föstu verðlagi í júlí í ár en í sama mánuði árið 2003 samkvæmt nýrri smásöluvísitölu Samtaka Verslunar og þjónustu og IMG-Gallups. Smásala áfengis jókst um heil 17% og sala lyfjaverslana um 6,2% í júlímánuði á milli ára. Verð dagvara hækkaði um 2% í mánuðnum skv. Hagstofu Íslands, áfengisverð var nánast óbreytt og lyfjaverð hækkaði um 1,7% á milli ára. Að sögn verslunarfólks hefur góða veðrið jákvæð áhrif á innkaup neytenda og endurspeglast það í smásöluvísitölunni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×