Innlent

Eldur í Ormi og Víglundi

Eldur var tilkynntur í vélsmiðju Orms og Víglundar í Hafnarfirði, rétt fyrir sex í kvöld. Eldur hafði komið upp í þaki hússins en ekki er enn vitað um eldsupptök. Tvö lið slökkviliðsins fóru á staðinn og réðu fljótt og vel niðurlögum eldsins. Ekki er vitað til hvort mikið tjón hefur hlotist af.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×