Meirihluti vill að Siv hætti 13. október 2005 14:32 Mikill meirihluti þingflokks Framsóknarflokksins er þess fylgjandi að Siv Friðleifsdóttir verði látin taka pokann sinn þegar Framsókn lætur ráðherrastól umhverfismála af hendi til Sjálfstæðisflokksins. Hópur framsóknarkvenna berst fyrir stöðu Sivjar og formaður landssamtaka Framsóknarkvenna segir mikla ólgu innan flokksins. Það er tæpur mánuður þar til Framsóknarmenn láta stól umhverfisráðherra af hendi til Sjálfstæðismanna. Halldór Ásgrímsson, hefur haldið spilunum þétt að sér, en allt bendir nú til þess að það verði Siv Friðleifsdóttir, umhverfisráðherra sem missi ráðherrastól. Fréttastofa hefur margar góðar heimildir fyrir því að mikill meirihluti 12 manna þingflokks Framsóknarflokksins sé þeirrar skoðunar að Siv þurfi að fara. Jón Kristjánsson, heilbrigðisráðherra, þykir hafa mjög sterka stöðu innan þingflokksins, og vaxið jafnt af störfum sínum sem hógværð, eins og einn þingmaður Framsóknar orðaði það. Athygli vakti í dag auglýsing 40 framsóknarkvenna sem skora á þingflokkinn að virða lög flokksins um jafnrétti. Framsóknarmenn sem fréttastofa hefur rætt við segja þessa herferð afar gagnsæja, hún sé augljóslega til að berjast fyrir stöðu Sivjar, en auk þess er þar að finna dyggar stuðningskonur Jónínu Bjartmarz, sem fannst framhjá henni gengið í fyrra. Flestum ber þó saman um að Jónína sé ekki á leiðinni í ráðherrastól. Una María Óskarsdóttir, formaður Landssambands Framsóknarkvenna segir fulla ástæðu til að óttast stöðu kvenna innan Framsóknarflokksins. Framsóknarflokkurinn hafi verið fyrstur til að semja jafnréttisáætlun á flokksþingi en nú líti út fyrir að framsóknarkonum muni fækka í ríkisstjórn og því hafi þær vissulega áhyggjur. Dagný Jónsdóttir, yngsta þingkona Framsóknarmanna er ekki hrifin af framtaki kynsystra sinna, eins og fram kemur á heimasíðu hennar í dag. Hún segir meðal annars í pistli sínum: "Ég tilheyri þessum hópi kvenna og karla sem vilja velja einstakling hverju sinni sem hentar best í það hlutverk sem velja á í. Það er minn skilningur á nútíma jafnréttisbaráttu,.." Í lögum Framsóknarflokksins og í jafnréttisáætlun hans er skýrt kveðið á um að það skuli stefnt að því, að að minnstka kosti 40 % af hvoru kyni gegni trúnaðarstörfum fyrir flokkinn. Það er því eðlilegt að spurt sé hvort skoðanir Dagnýjar séu á skjön við stefnu framsóknarflokksins. Dagný segist þó hafa verið að lýsa sinni skoðun og hún standi fast við hana. Hún vilji nútímajafnrétti þar sem ekki þurfi að mismuna fólki eftir kyni. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Fleiri fréttir Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Sjá meira
Mikill meirihluti þingflokks Framsóknarflokksins er þess fylgjandi að Siv Friðleifsdóttir verði látin taka pokann sinn þegar Framsókn lætur ráðherrastól umhverfismála af hendi til Sjálfstæðisflokksins. Hópur framsóknarkvenna berst fyrir stöðu Sivjar og formaður landssamtaka Framsóknarkvenna segir mikla ólgu innan flokksins. Það er tæpur mánuður þar til Framsóknarmenn láta stól umhverfisráðherra af hendi til Sjálfstæðismanna. Halldór Ásgrímsson, hefur haldið spilunum þétt að sér, en allt bendir nú til þess að það verði Siv Friðleifsdóttir, umhverfisráðherra sem missi ráðherrastól. Fréttastofa hefur margar góðar heimildir fyrir því að mikill meirihluti 12 manna þingflokks Framsóknarflokksins sé þeirrar skoðunar að Siv þurfi að fara. Jón Kristjánsson, heilbrigðisráðherra, þykir hafa mjög sterka stöðu innan þingflokksins, og vaxið jafnt af störfum sínum sem hógværð, eins og einn þingmaður Framsóknar orðaði það. Athygli vakti í dag auglýsing 40 framsóknarkvenna sem skora á þingflokkinn að virða lög flokksins um jafnrétti. Framsóknarmenn sem fréttastofa hefur rætt við segja þessa herferð afar gagnsæja, hún sé augljóslega til að berjast fyrir stöðu Sivjar, en auk þess er þar að finna dyggar stuðningskonur Jónínu Bjartmarz, sem fannst framhjá henni gengið í fyrra. Flestum ber þó saman um að Jónína sé ekki á leiðinni í ráðherrastól. Una María Óskarsdóttir, formaður Landssambands Framsóknarkvenna segir fulla ástæðu til að óttast stöðu kvenna innan Framsóknarflokksins. Framsóknarflokkurinn hafi verið fyrstur til að semja jafnréttisáætlun á flokksþingi en nú líti út fyrir að framsóknarkonum muni fækka í ríkisstjórn og því hafi þær vissulega áhyggjur. Dagný Jónsdóttir, yngsta þingkona Framsóknarmanna er ekki hrifin af framtaki kynsystra sinna, eins og fram kemur á heimasíðu hennar í dag. Hún segir meðal annars í pistli sínum: "Ég tilheyri þessum hópi kvenna og karla sem vilja velja einstakling hverju sinni sem hentar best í það hlutverk sem velja á í. Það er minn skilningur á nútíma jafnréttisbaráttu,.." Í lögum Framsóknarflokksins og í jafnréttisáætlun hans er skýrt kveðið á um að það skuli stefnt að því, að að minnstka kosti 40 % af hvoru kyni gegni trúnaðarstörfum fyrir flokkinn. Það er því eðlilegt að spurt sé hvort skoðanir Dagnýjar séu á skjön við stefnu framsóknarflokksins. Dagný segist þó hafa verið að lýsa sinni skoðun og hún standi fast við hana. Hún vilji nútímajafnrétti þar sem ekki þurfi að mismuna fólki eftir kyni.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Fleiri fréttir Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Sjá meira