Innlent

Skútur sænska hersins í höfninni

Tvær skútur sænska hersins liggja um þessar mundir í Reykjavíkurhöfn. Skúturnar eru æfingaskip sænska herflotans og eru það nýnemar flotans sem sigla skipunum og eru slíkar heimsóknir liður í hefðbundnum æfingum í siglingatækni. Skúturnar koma héðan frá Stafangri, í Noregi, þar sem þær kepptu Toolship Race siglingakeppni, þar sem stórar siglingaskútur keppa sín á milli. Skúturnar verða hér fram yfir helgi og mun almenningi gefast kostur á að stíga um borð í skúturnar á menningarnótt.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×