Vindmylla sem stingur í augu 13. október 2005 14:32 Skiptar skoðanir eru um ágæti tæplega 20 ára gamallar vindmyllu sem stendur í Grímsey og grotnar niður. Raunvísindastofnun Háskólans gerði um 1985 tilraun með notkun vindorku til vatnshitunar í Grímsey. Stofnunin hefur hins vegar ekki komið að málum myllunnar frá árinu 1986, að sögn Arnar Helgasonar, prófessors í eðlisfræði, sem umsjón hafði með tilrauninni. "Eins og málum er háttað þá myndi ég ekki syrgja það þótt hún hyrfi," segir Óttar Jóhannsson, oddviti í Grímsey. Hann telur ekki liggja fyrir hver beri ábyrgð á vindmyllunni. "Við höfum altént ekki neitt formlegt í höndunum um að Grímseyjarhreppur eigi þetta." Óttar sagði annars skiptar skoðanir um vindmylluna úti í Grímsey. "Sumir vilja eiga hana sem minnisvarða en hún er hins vegar ekki til prýði eins og hún er." Örn Helgason segir að myllan hafi verið hönnuð og reist í kringum 1985, hugmyndin var að beisla vindorkuna í vatnshitaveitu. Vindtúrbína knúði "vatnsbremsu" þar sem vatn var hitað upp með núningskrafti. "Þetta var gert þegar olíuverð var mjög hátt. Svo fór olíuverð hraðlækkandi og þá minnkaði áhuginn á þessu," sagði hann, en taldi þó ekki loku fyrir það skotið að hugmyndir í þessa veru gætu gengið í endurnýjun lífdaga nú þegar olíuverð er í hámarki. Hagkvæmnismörkin sagði hann liggja við 23 til 27 dollara á tunnuna. "En það var ákveðið að halda þessu ekki áfram. Við skiluðum af okkur vindmyllunni til sveitarfélagsins sem hefði þá átt að getað hitað áfram þessi tvö hús sem voru tengd henni," sagði Örn, en bætti við að myllan hafi hins vegar bilað innan nokkurra mánaða. Örn segist þeirrar skoðunar að áður en hagnýting vindorku í Grímsey sé íhuguð frekar beri að leita af sér allan grun um hvort jarðhita sé ekki að finna í eynni. "Vindorka er nefnilega frekar dýr. Að baki henni liggur öflug tækni sem kallar á mikið viðhald," sagði hann, en taldi þó að það hafi sýnt sig að vindorka væri samkeppnisfær við aðrar orkuleiðir. "Ef olíuverð helst í 40 dollurum áfram býst ég við að megi fara að líta á þetta í fullri alvöru aftur." Fréttir Innlent Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Sjá meira
Skiptar skoðanir eru um ágæti tæplega 20 ára gamallar vindmyllu sem stendur í Grímsey og grotnar niður. Raunvísindastofnun Háskólans gerði um 1985 tilraun með notkun vindorku til vatnshitunar í Grímsey. Stofnunin hefur hins vegar ekki komið að málum myllunnar frá árinu 1986, að sögn Arnar Helgasonar, prófessors í eðlisfræði, sem umsjón hafði með tilrauninni. "Eins og málum er háttað þá myndi ég ekki syrgja það þótt hún hyrfi," segir Óttar Jóhannsson, oddviti í Grímsey. Hann telur ekki liggja fyrir hver beri ábyrgð á vindmyllunni. "Við höfum altént ekki neitt formlegt í höndunum um að Grímseyjarhreppur eigi þetta." Óttar sagði annars skiptar skoðanir um vindmylluna úti í Grímsey. "Sumir vilja eiga hana sem minnisvarða en hún er hins vegar ekki til prýði eins og hún er." Örn Helgason segir að myllan hafi verið hönnuð og reist í kringum 1985, hugmyndin var að beisla vindorkuna í vatnshitaveitu. Vindtúrbína knúði "vatnsbremsu" þar sem vatn var hitað upp með núningskrafti. "Þetta var gert þegar olíuverð var mjög hátt. Svo fór olíuverð hraðlækkandi og þá minnkaði áhuginn á þessu," sagði hann, en taldi þó ekki loku fyrir það skotið að hugmyndir í þessa veru gætu gengið í endurnýjun lífdaga nú þegar olíuverð er í hámarki. Hagkvæmnismörkin sagði hann liggja við 23 til 27 dollara á tunnuna. "En það var ákveðið að halda þessu ekki áfram. Við skiluðum af okkur vindmyllunni til sveitarfélagsins sem hefði þá átt að getað hitað áfram þessi tvö hús sem voru tengd henni," sagði Örn, en bætti við að myllan hafi hins vegar bilað innan nokkurra mánaða. Örn segist þeirrar skoðunar að áður en hagnýting vindorku í Grímsey sé íhuguð frekar beri að leita af sér allan grun um hvort jarðhita sé ekki að finna í eynni. "Vindorka er nefnilega frekar dýr. Að baki henni liggur öflug tækni sem kallar á mikið viðhald," sagði hann, en taldi þó að það hafi sýnt sig að vindorka væri samkeppnisfær við aðrar orkuleiðir. "Ef olíuverð helst í 40 dollurum áfram býst ég við að megi fara að líta á þetta í fullri alvöru aftur."
Fréttir Innlent Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Sjá meira