Innlent

Hagsmunir Íslendinga miklir

Sjávarútvegsráðherra segir hagsmuni Íslendinga vegna síldveiða á Svalbarðasvæðinu skipta milljörðum. Ríkisstjórnin samþykkti í dag að hefja undirbúning að því að vísa deilunni við Norðmenn til Alþjóðadómstólsins í Haag. Íslensk stjórnvöld ætla ekki að sætta sig við að þau norsku banni veiðar á síld á svonefndu fiskverndarsvæði við Svalbarða og í Ríkisstjórninni eru menn einhuga. Að bera sigur úr býtum snýst ekki um þjóðarstolt, heldur afkomu þjóðarbúsins. Árni M. Mathiesen sjávarútvegsráðherra segir það breytilegt milli milli ára eftir því hvernig síldin gengur og hvert verðlagið er. Þegar hún gengur í miklu magni inn á Svalbarðasvæðið sé verðmæti afla vinnsluskipa Íslendinga á bilinu 1 til 2 milljarðar króna. Það sé rúmlega helmingur af heildarmagni þess sem Íslendingar veiða úr stofninum. Samningurinn um Svalbarðasvæðið er frá árinu 1920, en stjórnvöld hafa þó ekki séð ástæðu til að leita réttar síns gagnvart Norðmönnum fyrr en nú. Árni segir þá stöðu sem nú sé uppi hafi ekki komið upp áður, þó Norðmenn hafi beytt svipuðum vinnubrögðum áður. Hann segir viðbrögðin nú ekki hafa verið fyrirsjáanleg. Hins vegar hafi verið uppi ýmis merki um að Norðmenn hafi viljað beita Svalbarðasvæðinu fyrir sig, sérstaklega eftir að þeir rufu samkomulagið um síldarkvótann. Áður en deilunni verður vísað til Alþjóðadómstólsins verður reynt að ná samningum við norsk stjórnvöld, sem standa þó á því fastar en fótunum að réttur þeirra sé til fiskveiðistjórnunar á svæðinu sé alþjóðlega viðurkenndur. Sjávarútvegsráðherra virðist þó ekki sjá ljósið í þeim rökstuðningi. Hann segir þá ekki hafa meira að segju um kóta á síld og að ákvarðanir Íslendinga séu jafn gildar og þeirra.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×