Fleiri fréttir

Vantaði alla kvenráðherra

"Það er algjör tilviljun að hér vantaði nokkra ráðherra í dag," sagði Halldór Ásgrímsson, utanríkisráðherra og starfandi forsætisráðherra, eftir ríkisstjórnarfund í gær. Aðeins sjö ráðherrar ríkisstjórnarinnar voru þar saman komnir og í hópinn vantaði alla kvenráðherra þjóðarinnar.

Samningar um vatnsvernd

Samningaviðræður milli fulltrúa ríkisins og eigenda hluta hverasvæðisins í Haukadal snúast fyrst og fremst um að tryggja vatnsvernd fyrir Geysi og raunar á svæðinu öllu.

Farþegamet hjá Flugleiðum

Flugleiðir hafa aldrei flutt jafn marga farþega í einum mánuði og í nýliðnum júlí. Farþegar Flugleiða voru 183 þúsund í mánuðinum.

Kögun með kjölfestu í Opnum kerfum

Hugbúnaðarfyrirtækið Kögun hefur keypt ríflega þriðjungs hlut í Opnum kerfum Group. Seljendur eru Straumur fjárfestingarbanki, sem átti 27 prósent í Opnum kerfum, og Lífeyrissjóður sjómanna. Straumur er stærsti eigandi Kögunar. Gengið í viðskiptunum var 26,5.

Atorka og Afl sameinast

Fjárfestingarfélagið Atorka tryggði sér í gær yfir helming atkvæða í Afli fjárfestingarfélagi. Sterk eignatengsl hafa verið milli félaganna og segir Styrmir Þór Bragason, framkvæmdastjóri Atorku, að sameiningin hafi verið rökrétt miðað við þróun mála.

Nefndin hefur frjálsar hendur

Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, segir að nefnd sem skoðar umhverfi íslensks viðskiptalífs hafi frjálsar hendur í starfi sínu og henni séu ekki lagðar neinar línur.

Latibær fær lýðheilsuverðlaun

Magnús Scheving hlaut í gær Norrænu lýðheilsuverðlaunin árið 2004 og afhenti Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra honum verðlaunin við hátíðlega athöfn á Egilsstöðum.

Konan heil á húfi

Kona sem lögreglan á Akureyri lýsti eftir um tíuleytið í gærkvöldi er komin fram. Hún reyndist vera heil á húfi. Að sögn lögreglunnar á Akureyri gaf konan sig fram stuttu eftir að lýst var eftir henni.

Björn ræddi fjölmiðla á Hólahátíð

Björn Bjarnason dómsmálaráðherra, gerði fjölmiðla að umtalsefni sínu á Hólahátíð í gær, þar sem hann hélt ræðu í fjarveru Davíðs Oddssonar forsætisráðherra. Björn sagði fjölmiðla draga stjórnmálamenn í dilka eftir því hvað þjónaði hagsmunum þeirra.

Náttúrufræðibrautin vinsælli

"Náttúrufræðibrautin er vinsælli í haust en hún hefur verið undanfarið," segir Stefán Andrésson, áfangastjóri í Fjölbrautarskólanum í Breiðholti. Rúmlega tvö hundruð nýnemar hefja í haust nám við skólann.

Geðrækt hlýtur viðurkenningu

Verkefnið Geðrækt hlaut 11. ágúst síðastliðinn sérstaka útnefningu Alþjóðaheilbrigðis-málastofnunarinnar (WHO) í Genf og Alþjóðageðheilbrigðissamtakanna (WFMH) sem fyrirmyndar-verkefni á sviði geðræktar.

Eftirlit með fæðingarorlofi

Skattayfirvöld hafa eftirlit með því frá næstu áramótum að foreldrar vinni ekki í fæðingarorlofi sínu. Frá og með næstu áramótum mun skatturinn fylgjast vel með þeim sem eru í fæðingarorlofi.

Ávinningur að skrá ekki sambúð

Ávinningur fyrir par með þrjú börn af því að skrá sig ekki í sambúð gæti numið tæplega einni milljón króna á ári. Ásta Kristjánsdóttir, hjá Ríkisskattstjóra, skrifar um skattlagningu sambúðarfólks í Tíund, sem er fréttablað Skattstjórans.

Frestur til andmæla rennur út

Frestur landeigenda á Héraði til andmæla vegna fyrirhugaðs eignarnáms Landsvirkjunar á fimm jörðum rennur út í dag. Ágúst Sindri Óskarsson, lögfræðingur Sigurðar Arnarssonar, eins landeigendanna fimm segir að iðnaðarráðuneytinu verði send greinargerð í dag, þar sem það verður meðal annars gagnrýnt að ráðuneytið ákveði hvort eignarnámið standist, þrátt fyrir að iðnaðarráðherra sitji í stjórn Landsvirkjunar, sem fer fram á eignarnámið.

Hótanir Norðmanna hafa áhrif

Íslensku skipin fimm sem voru að síldveiðum við Svalbarða héldu út af norska svæðinu í gærkvöldi. Páll Guðmundsson, útgerðarstjóri Hugins í Vestmannaeyjum, segir að hótanir Normannanna um að setja skipin á svartan lista hafi haft sitt að segja.

Of stuttur fyrirvari á landsþingi

Ungir jafnaðarmenn í Hafnarfirði ætla ekki að mæta á landsþing Ungra jafnaðarmanna um næstu helgi, vegna stutts fyrirvara. Þingið verður haldið í Hveragerði um næstu helgi. Þar mun fara fram málefnustarf, lagabreytingar og kosið í stjórnir. Andrés Jónsson, núverandi formaður, er einn í framboði til formanns, og því sjálfkjörinn.

Bati í rekstri Flugleiða

Flugleiðasamstæðan hagnaðist um 12 milljónir króna eftir skatta á fyrri helmingi ársins. Á sama tíma í fyrra var rúmlega 900 milljóna tap. Þetta er í þriðja skipti frá stofnun félagsins sem hagnaður er af rekstrinum á fyrri hluta ársins, en miklar árstíðasveiflur eru jafnan í rekstrinum. Þrátt fyrir tap á fyrstu 6 mánuðum ársins í fyrra var hagnaðurinn 1,4 milljarðar.

Aðeins einn umsækjandi

Séra Bolli Pétur Bollason er eini umsækjandinn um embætti prests í Seljakirkju í Reykjavíkurprófastsdæmi eystra sem auglýst var laust frá 1. september næstkomandi. Umsóknarfrestur rann út 11. ágúst síðastliðinn.

Amazing Race á Svartsengi

Nú er verið að taka upp sjöttu seríu hins heimsfræga raunveruleikaþáttar The Amazing Race á Íslandi. Serían verður frumsýnd í Bandaríkjunum þann 25. september næstkomandi. Það var ljósmyndari Víkurfrétta sem komst á snoðir um tökurnar við Svartsengi í gær, en í morgun þustu keppnisliðin í átt til Reykjavíkur, nema eitt lið sem villtist til Reykjanesbæjar.

Tvöföldun Hallsvegar skipulagsslys

Grafarvogsbúar eru margir ósáttir við tvöföldun Hallsvegar og tengingu nýs hverfis við Sundabraut um hann. Þetta þýðir 60 þúsund bíla umferð á sólarhring í gegnum skipulagt hverfi, og er skipulagsslys, segir einn íbúanna.

Málverkastuldur og hundsbit

Síðdegis á sunnudag var lögrelunni í Reykjavík tilkynnt um innbrot í hús á Kjalarnesi þar sem stolið var fjórum málverkum að verðmæti um 3 milljóna króna. Tvö hundsbit voru tilkynnt um helgina. Á föstudaginn var bréfberi bitinn af hundi í austurborginni og um miðjan laugardag var tilkynnt að hundur hefði bitið barn til blóðs í sama borgarhluta.

Sjö sóttu um stöðu ráðneytisstjóra

Sjö sóttu um stöðu ráðuneytisstjóra í Félagsmálaráðuneytinu, en umsóknarfrestur rann út þann 10. ágúst síðastliðinn. Hermann Sæmundsson var settur ráðuneytisstjóri í Félagsmálaráðuneytinu þegar Berglind Ásgeirsdóttir fór í leyfi og hefur starfað sem slíkur í um tvö ár.

Mikill viðbúnaður á Menningarnótt

;Dagskráin sem haldin er undir heitinu Menningarnótt spannar allt að sólarhring, að minnsta kosti hjá lögreglunni," segir Karl Steinar Valsson hjá lögreglunni í Reykjavík. Gert er ráð fyrir miklum mannfjölda á Menningarnótt og verður umtalsverður viðbúnaður hjá lögreglunni.

Ákærður fyrir manndráp af gáleysi

Fjörtíu og fjögurra ára Þjóðverji hefur verið ákærður af sýslumanninum í Hafnarfirði fyrir manndráp af gáleysi og ölvun við akstur þegar hann velti bíl sem hann ók laugardaginn 24. júlí. Einn farþeganna í bílnum lést af völdum áverka sem hann hlaut í bílveltunni.

Sjö vitni að barsmíðunum

Sjö vitni eru að líkamsárás sem var í Öxnadal aðfaranótt fimmta ágúst. Sá sem grunaður er um árásina er talinn hafa barið annan mann með hafnarboltakylfu í höfuðið þannig að hann slasaðist alvarlega.

Hafnaði uppboðskröfu

"Sýslumaðurinn í Reykjavík stöðvaði uppboð jarðarinnar Brautarholts á Kjalarnesi þar sem jörðin lúti lögum um óðalsjarðir.

Kapphlaupið mikla á Íslandi

Keppendur raunveruleikasjónvarpsþáttarins Amazing Race komu til Íslands um helgina. Keppendurnir gistu á Svartsengi við Bláa lónið. Einn hópur var dæmdur úr leik í fyrrakvöld en hinir ellefu yfirgáfu landið með sömu flugvél laust eftir hádegi í gær.

Þeir teygja sig yfir til okkar

Bæjarstjórinn í Kópavogi segist aldrei hafa verið í vafa um að Vatnsendakrikar væru í landi Kópavogs og telur Gvendarbrunna á gráu svæði. Borgarlögmaður segir Kópavog nema vatn á landi sem Reykjavíkurborg hafi tekið eignarnámi fyrir 55 árum og greitt bætur fyrir.

Ekki aftur til fortíðar

Frekari fundahöld framsóknarkvenna um fyrirhuguð ráðherraskipti innan flokksins eru meðal þess sem rætt verður á fundi framkvæmdastjórnar Landssambands framsóknarkvenna (LFK) í dag.

Má ekki gefa blóð í mánuð

Til að forðast sýkingu vesturnílarveiru hefur Blóðbankinn ákveðið að fólk sem ferðast hefur til Norður-Ameríku á tímabilinu frá 1. júní til 30. nóvember ár hvert gefi ekki blóð fyrr en mánuði eftir heimkomu.

Óttast stökkbreytingu á veirunni

Hjá landlæknisembættinu liggur fyrir viðbúnaðaráætlun vegna fuglaflensu sem geisað hefur í Asíu. Þrír hafa látist í Víetnam á árinu eftir smit úr hænsnafuglum. Haraldur Briem sóttvarnalæknir segir viðbúnaðarstig sem í gildi er hér miða við að ný tegund veiru sé farin að smita menn en smitist ekki enn manna á milli.

Óttast ekki öryggi áhorfenda

Formaður KSÍ segist engar áhyggjur hafa af öryggi gesta á Laugardalsvellinum á miðvikudaginn, en þá á að slá aðsóknarmet. Íslendingar leika þá vináttulandsleik við Ítali og er búist við að allt að því 20 þúsund manns komi á völllinn.

Kröfur kennara eðlilegar

Laun grunnskólakennara hafa hækkað svipað og jafnvel meira en laun annarra starfshópa á síðustu árum. Þeir fara engu að síður fram á meiri hækkun en um samdist hjá félögum ASÍ í vor og er verkfall grunnskólakennara yfirvofandi í næsta mánuði takist ekki að semja.

Ekki enn boðað til sumarfunda

Þingflokkar stjórnarflokkanna hafa enn ekki verið boðaðir til árlegs sumarfundar, þar sem meginlínur fjárlagagerðar hafa jafnan verið kynntar. Það hefur verið fastur liður síðla sumars að Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur kölluðu þingflokka sína til fundar til að undirbúa haustþing.

Árásarmaður laus úr haldi

Tuttugu og fimm ára maður sem er grunaður um að hafa gengið í skrokk á öðrum manni með hafnaboltakylfu, í Öxnadal nýlega, var látinn laus úr gæsluvarðhaldi á föstudaginn, - þremur dögum áður en gæsluvarðhaldsúrskurðurinn yfir honum rann út. Börn mannsins sem ráðist var á, voru viðstödd þegar til átakanna kom.

Milljónir horfa á Latabæ

Milljónir Bandaríkjamanna horfðu á fyrsta þáttinn af Latabæ sem sendur var út í Bandaríkjunum í dag. Framleiðandi þáttanna segir þegar hafa verið rætt um framhald á þáttagerðinni. Hann segir öruggt að þættirnir verði sýndir víða um Evrópu þegar á næsta ári.

80 hitamet slegin

Rúmlega áttatíu hitamet voru slegin í síðustu viku á veðurathugunastöðvum Veðurstofunnar. Hitabylgjan núna var sú mesta frá því mælingar hófust og fór hitinn hæst í rúmlega 29 stig. Veðustofan fór yfir hitametin í dag, nú þegar hitabylgjan er talin vera afstaðin.

Mótmæla með auglýsingu

Framsóknarkonur óttast að formaður flokksins ætli að setja Siv Friðleifsdóttur, umhverfisráðherra, út úr ríkisstjórninni. Þær hafa keypt heilsíðuauglýsingu í dagblöðum á morgun þar sem skorað verður á þingflokk Framsóknar að virða lög flokksins um jafnrétti.

Halldór fagnar ákvörðun Davíðs

Halldór Ásgrímsson, verðandi forsætisráðherra, fagnar þeirri ákvörðun Davíðs Oddssonar að taka við utanríkisráðuneytinu. Hann segir eðlilegt og nauðsynlegt að oddvitar stjórnarflokkanna gegni þessum embættum.

Undirbúa málsókn gegn Norðmönnum

Íslensk stjórnvöld ákváðu í dag að hefja undirbúning að málssókn gegn Norðmönnum fyrir Alþjóðadómstólnum vegna Svalbarðamálsins. Utanríkisráðherrar landanna munu ræða deiluna á fundi í næstu viku.

Samningur í kjaradeilu

Samið hefur verið í kjaradeilu Sólheima í Grímsnesi og um þrjátíu starfsmanna Sólheima sem eru í stéttarfélaginu Bárunni á Árborgarsvæðinu.

Íslensk geðrækt best

Geðrækt, verkefni Landlæknisembættisins, Geðhjálpar, Landspítala - háskólasjúkrahúss og Heilsugæslunnar í Reykjavík, hefur hlotið sérstaka útnefningu Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) í Genf og Alþjóðageðheilbrigðissamtakanna (WFMH) sem fyrirmyndarverkefni á sviði geðræktar.

Tryggja ekki heimalagnir fólks

Nokkuð algengt er að fólk verði fyrir verulegu tjóni af völdum vatns ef heimlögn að híbýlum þess bilar eða fer í sundur. Það sem kemur hins vegar á óvart er að tjónþolar geta ekki tryggt sig fyrir slíku hjá tryggingafélögum sínum, þótt þeir eigi og beri ábyrgð á þessum lögnum.

Lokanir á hreindýraveiðar

"Við verðum að meta stöðuna eftir veiðitímann og sjá hvaða endi málið fær," sagði Áki Ármann Jónsson forstöðumaður veiðistjórnunarsviðs Umhverfisstofnunar eftir heimsóknir til bænda á hreindýrajörðum á Austurlandi.

Sjá næstu 50 fréttir