Innlent

Mótmæla byggingu blokkar

Andstæðingar íbúðablokka, sem á að reisa á Seltjarnarnesi, saka bæjarstjórnina um sjónhverfingar við kynningu á legu blokkanna. Þeir segja að blokkirnar, sem reisa á á knattspyrnuvelli bæjarins, muni eyðileggja fallegt útsýni. Samtök hafa verið stofnuð og benda þau á að myndir sem bæjarstjórnin hafi sent frá sér til að kynna byggingu blokkanna, séu teknar með gleiðlinsu, að minnsta kosti 200 gróður. Við það hverfi allt dýptarskyn og blokkirnar virðist litlar og penar. Auk þess sé skýjabakki á bakvið þær, og því virðist sem það sé bara ekkert útsýni sem hverfi. Þót Whitehead, prófessor, er í forsvari fyrir andmælendurna. Það skal tekið fram að blokkirnar koma ekki til með að skyggja á útsýni frá hans húsi. Hann segir viðbrögð manna vera eins sterk og raun ber vitni vegna þess að með byggingu blokkanna sé verið að eyðileggja fallegasta útsýnisstað á Reykjavíkursvæðinu. Hann segir fólkið sem búi við Bakkavör hafi greitt sem nemur andvirði þriggja herberja íbúðar í Reykjavík fyrir lóðina. Þetta hafi fólk gert út á fyrirheit um að ekki yrði byggt á svæðinu. Þór gerir einnig athugasemdir við skrifaðar athugasemdir bæjarstjórnarinnar. Þar segi á einum stað að engin græn svæði verði tekin undir byggingar, en nokkrum síður aftar sé tíundað hvaða grænu svæði hverfi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×