Fleiri fréttir

NRA beinir sjónum sínum að börnum Obama

Skotvopnasamtök Bandaríkjanna (e. National Rifle Association - NRA) kalla Barack Obama Bandaríkjaforseta hræsnara í nýrri auglýsingu sem birt hefur verið á vefsíðu á vegum samtakanna.

Haukamálið rætt á bæjarstjórnarfundi í dag - segir ákvörðunina löglega

"Samkomulagið er til eins árs í senn og er háð fjárhagsáætlun hvers árs,“ segir Gunnar Axel Axelsson, formaður bæjarráðs Hafnarfjarðar, spurður hvort skuldbinding bæjarráðs sem var samþykkt fyrir skömmu, um að Hafnarfjarðarbær keypti fimmtungshlut í íþróttamiðstöðinni á Ásvöllum, stangaðist á við sveitarstjórnarlög eins og haldið var fram í Fjarðarpóstinum fyrir um viku síðan.

Allt gert til að halda í hjúkrunarfræðingana

"Við erum að gera allt sem hægt er að gera til þess að sem flestir af þessum einstaklingum snúi til baka," segir Sigríður Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar á Landspítala, um þá hjúkrunarfræðinga sem hafa sagt upp störfum.

Bílaframleiðendur flýja Íran

Hver bílaframleiðandinn á fætur öðrum flýr nú Íran og ástæðan sú að þeir vilja ekki tengja nafn sitt við ríki sem ógnar heiminum með kjarnorkutilraunum sínum sem enginn veit í hvaða tilgangi er. Síðustu bílaframleiðendurnir til að draga sölu sín frá Íran eru lúxusbílaframleiðendurnir Lamborghini og Maserati. Áður hafa Daimler-Benz, Toyota, Porsche, Hyundai, Fiat og PSA Peugeot-Citroen dregið sig út úr landinu og selja ekki bíla sína þar. Það þrengir því að bílakostum þeim er íbúar Íran geta valið um og aldrei að vita hvort allir aðrir framleiðendur fygli í kjölfarið.

Vafi á lögmæti vegna björgunar Hauka

Vafi er á því hvort Hafnarfjarðarbæ sé heimilt að kaupa fimmtungshlut Hauka í íþróttamiðstöðinni á Ásvöllum fyrir 271 milljón króna. Þetta kemur fram í úttekt í hafnfirska blaðinu Fjarðarpóstinum í dag.

Rýna þarf í reglur um þyrluflug

David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, segir að skoða þurfti reglur um þyrluflug í London. Tveir létust og þrettán slösuðust í þyrsluslysi í borginni í morgun.

Koma á Ofbeldisvarnaráði á fót

Tæplega 70 prósent stúlkna sem orðið hafa fyrir kynferðislegu ofbeldi eru oft eða nær alltaf einmana. Þetta er meðal þess sem fram kemur í fimmtán tillögum sem UNICEF á Íslandi hefur unnið að undanfarna mánuði um leiðir til að minnka ofbeldi gegn börnum.

Týndir þú hring?

Hringur er í óskilum hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.

ESA rannsakar meinta ríkisaðstoð við gagnaver

Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) ákvað í dag að hefja formlega rannsókn á ríkisaðstoð í tengslum við breytingar á lögum um virðisaukaskatt sem varða viðskiptavini gagnavera á Íslandi. Lagabreytingarnar voru tilkynntar til ESA þann 2. september 2011. Þær höfðu þá þegar öðlast gildi. Eftirfarandi breytingar voru gerðar á lögunum:

HR fær 230 milljóna styrk frá ESB

Rannsóknarmiðstöð Háskólans Í Reykjavík í nýsköpun og frumkvöðlafræðum hefur hlotið 230 milljóna króna styrk frá Evrópusambandinu. Þetta kemur fram á heimasíðu HR.

Réttargæslumaður gagnrýnir kynferðisbrotadeildina harkalega

"Ég á ekki til orð yfir þetta," segir Helga Leifsdóttir, réttargæslumaður konu á þrítugsaldri, en tvær helstu meginástæður þess að karlmaður var sýknaður af kynferðisbroti gagnvart skjólstæðingi hennar í Héraðsdómi Reykjaness á dögunum, var annarsvegar vegna þess að meint fórnarlambið fór úr að ofan eftir að maðurinn hafði þuklað á henni, og svo að ummæli þess sem var ákærður fyrir brotið, um að hann vissi að hann hefði gert eitthvað rangt, voru ekki tekin gild vegna lélegra yfirheyrslu lögreglunnar.

Tilgangslaust að banna munntóbak ef reykingar eru leyfðar

Yfirlæknir og lækningaforstjóri heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins telja að lítill sem enginn ávinningur sé af því að banna munntóbak á meðan enn sé hægt að kaupa sígarettur og annað reyktóbak á markaðnum. Þetta kemur fram í umsögn þeirra um frumvarp velferðarráðherra um bann við sölu skrotóbaks.

Renault og Fiat segja upp starfsfólki

Renault áformar að segja upp 7.500 starfsmönnum í bílaverksmiðjum í heimalandinu fyrir árið 2016. Sú aðgerð á að duga til að koma fyrirtækinu á núllpunkt í rekstri, en mikið tap hefur verið á rekstri Renault undanfarið. Renault er nauðugur einn kostur en við blasir að árið í ár verði sjötta árið í röð þar sem bílasala í Evrópu minnkar. Gangi þessi niðurskurður eftir nemur hann 14% af starfsfólki Renault í Frakklandi í dag en 128.000 vinna fyrir Renault um allan heim. Ekki stendur til að loka neinni af verksmiðjum Renault. Fiat hefur einnig biðlað til itölsku ríkisstjórnarinnar um heimild til að skera umtalsvert niður í bílaverksmiðjunni í Melfi á næstu tveimurn árum svo undirbúa megi hana fyrir smíði margra nýrra bíla sem Fiat mun kynna til ársins 2016. Fiat samstæðan áætlar að kynna 19 nýja bíla til ársins 2016, þar af 9 Alfa Romeo og 6 Maserati bíla. Áætlanir Fiat ganga út það af framleiða 2 milljónir bíla í Evrópu árið 2016, en þeir voru aðeins 1,25 milljón í fyrra. Fiat hefur ekki selt eins fá bíla og það gerði í fyrra frá árinu 1979.

Lárus með réttarstöðu sakbornings í 12 málum til viðbótar

Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, er með réttarstöðu sakbornings í 12 málum hjá sérstökum saksóknara til viðbótar við þau sem eru til meðferðar fyrir dómstólum. Þá hleypur kostnaður hans af vörnum og í einka- og sakamálum vegna hrunsins á tugum milljóna króna. Þetta kom fram í máli verjanda hans í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun.

Lífeindafræðingar fá skráð skróp í kladdann

Lífeindafræðingar á Landspítalanum hafa undanfarna mánuði fundað vegan óánægju sinnar með kjaramál. Fundirnir hafa farið fram á vinnutíma og í óþökk framkvæmdastjóra rannsóknardeildar spítalans.

Vilborg vaknaði hress í morgun

Vilborg Arna Gissurardóttir vaknaði hress í morgun en hún hefur verið á göngu um margra vikna skeið og stefnir ótrauð á Suðurpólinn. Hún fann fyrir magakveisu í gær en lætur ekki deigann síga.

Heimsókn í sérstæða bílaverksmiðju

Ein sérstakasta bílaverksmiðja heims var heimsótt um daginn af visir.is. Þar eru dýrasti bíll Volkswagen handsmíðaður, þ.e. forstjórabíllinn Volkswagen Pheaton fyrir augunum á mýmörgum gestum sem þangað koma. Verksmiðjan er öll byggð úr stáli og gleri og er því gegnsæ. Þangað koma gjarnan líka kaupendur bílanna og taka þátt í smíði eigin bíls í einn dag og svo aftur þegar bíllinn er tilbúinn til afhendingar. Í meðfylgjandi myndskeiði er einnig fjallað um minnsta bíl Volkswagen, up! Sjón er sögu ríkari.

Braut gegn stúlkum sem hann kenndi

Tuttugu og sex ára gamall karlmaður hefur verið dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gagnvart tveimur unglingsstúlkum sem hann kenndi við grunnskóla á Vesturlandi og í ungmennastarfi Rauða krossins á svæðinu. Brotin voru framin á árinu 2011. Maðurinn kyssti aðra stelpuna á munninn og leitaði eftir kynferðislegu samneyti við hana. Brotin gagnvart hinni stúlkunni voru alvarlegri. Maðurinn neitaði brotunum gagnvart báðum stelpunum en dómara þótti framburður hans ekki trúverðugur.

Þingmenn töpuðu tímaskyninu

Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, þingmanni Sjálfstæðisflokksins, brá í brún þegar þingforseti hringdi bjöllunni á meðan á andsvari hennar stóð á Alþingi í gær.

Tveir fórust í þyrluslysinu í London

Lögreglan í London hefur staðfest að tveir einstaklingar hafi látið lífið þegar þyrla hrapaði til jarðar í Vauxhall hverfinu í morgun.

Fann fyrir ógleði eftir klórleka í fatahreinsun

Slökkviliðið var kallað að fatahreinslun í Hamraborg í Kópavogi nú rétt fyrir klukkan tíu. Þar hafði klór lekið úr fötu og var óttast um eituráhrif. Einn einstaklingur var fluttur á slysadeild en hann fann fyrir ógleði og öðrum eitureinkennum. Nú er nýbúið að eiturefnamæla og mælarnir sýndu enga mengun þannig að slökkviliðið telur að um minniháttar atvik hafi verið að ræða.

Vill hafa gætur á arðgreiðslum ISNIC

Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra, vill koma í veg fyrir að miklir fjármunir verði teknir út úr fyrirtækinu ISNIC í formi arðgreiðslna. Þetta kom fram í máli ráðherrans á Alþingi í gær þar sem hann mælti fyrir frumvarpi um landslénið .is.

Go-kart braut í Guantanamo

Er það nema von að hernaðarbrölt Bandaríkjamanna kosti skildinginn þegar byggð er Go-kartbraut fyrir starfsmenn fangelsins í Guantanamo á Kúbu. Þannig er það nú samt. Brautin kostaði 52 milljónir króna enda miklu til fórnað að fangelsisstarfsmenn geta gert eitthvað skemmtilegt milli þess sem þeir gæta pólitískra fanga. Frá árinu 2001 hafa framkvæmdir við Guantanamo herstöðina og fangelsið kostað bandarísku þjóðina tvo milljarða bandaríkjadala, eða 260 milljarða króna. Í því ljósi er kostnaðurinn við Go-kart brautina dropi í hafi. Kostnaðurinn við Go-kart brautina er ekki eini kostnaðarliðurinn sem fengið hefur grínaktuga umfjöllun, en 32 milljónum króna var varið í að byggja blakvöll, 400 milljónum í byggingu leikvölls og 900 milljónum í endurnýjun á Starbucks kaffihúsi, svo eitthvað sé nefnt.

Þyrla hrapaði til jarðar í London

Þyrla hrapaði til jarðar í London nú á áttunda tímanum í morgun. Í frétt á vefsíðu BBC segir að þyrlan hafi rekist á byggingarkrana í Vauxhall hverfinu í miðhluta borgarinnar.

Bóndi í Sviss sleppur við 655 ára gamalt kirkjugjald

Dómstóll í Sviss hefur úrskurðað að bóndi þar í landi þurfi ekki lengur að greiða gjald til kirkju sinnar. Þetta gjald, sem nemur tæpum 10.000 kr. á ári, hefur fjölskylda bóndans greitt árlega frá árinu 1357.

Lögregla skuli fá að gabba níðinga

Fagaðilar sammælast um nauðsyn róttækari aðgerða til að sporna við kynferðisbrotum gegn börnum. Formaður allsherjarnefndar mun beita sér fyrir tálbeituheimildum lögreglu. Breyttir tímar kalli á breyttar áherslur.

Minnst þrír látnir eftir 100 bíla árekstur

Mikil þoka og glerhálka urðu til þess að um hundrað bíla árekstur varð á Tranarpsbrúnni fyrir utan Helsingjaborg í gær. Minnst þrír eru látnir og átján þurfti að flytja á spítala. Margir voru fastir í bílum sínum og óttast er að fleiri hafi látist.

Samstillt átak þarf gegn lúsavandamáli

Lúsar hefur orðið vart í skólum landsins. Hjúkrunarfræðingur hjá landlæknisembættinu segir alltaf erfitt að eiga við lúsina. Úrræði séu fá en þó sé komið nýtt lúsalyf sem lofi góðu. Lykillinn sé þó alltaf að foreldrar fylgist með börnum sínum.

Ferðamenn lokkaðir með fornum goðum

"Nú þegar er farið að nota æsina í kvikmyndir í Ameríku og því enn frekari ástæða til að skerpa á því hverjir varðveittu sögurnar um hinn forna sið,“ segir áhugahópur sem vill samkeppni um myndskreytingar gatna í svokölluðu Goðahverfi.

Sóttu helst í gögn frá stofnunum

Net tölvuþrjóta hefur síðustu fimm árin sótt sér mikið magn af trúnaðargögnum frá ríkisstjórnum, alþjóðlegum stofnunum og rannsóknarstofnunum með tölvuóværu sem kallast Rauði október. Tölvuöryggisfyrirtækið Kaspersky leiðir þetta í ljós í nýrri skýrslu.

Fjölmenn mótmæli í Pakistan

Órói var í Pakistan í gær í kjölfar þess að hæstiréttur fyrirskipaði handtöku Raja Pervaiz Ashraf forsætisráðherra vegna spillingarmála. Tugir þúsunda mótmæltu ríkisstjórninni á fundi í höfuðborginni Islamabad.

Kynferðisbrot afa til rannsóknar

Lögreglan á Akureyri hefur nú til rannsóknar meint kynferðisbrot 77 ára gamals manns gegn tveimur dóttursonum sínum, piltum sem þá voru á barnsaldri.

Aron varar við auknu eftirliti

Aron Pálmi Ágústsson, sem dæmdur var til refsingar í Bandaríkjunum fyrir kynferðisbrot gegn barni þegar hann var þrettán ára, sendi þingmönnum bréf í síðustu viku þar sem hann varar við breytingum á lögum um eftirlit með dæmdum barnaníðingum.

Hert löggjöf um skotvopn samþykkt í New York ríki

Hert löggjöf um skotvopn hefur verið samþykkt í New York ríki. Báðar deildir ríkisþingsins í New York samþykktu löggjöfin með miklum meirihluta og Andrew Cuomo ríkisstjóri staðfesti hana svo í gærkvöldi.

Bílnum stolið á meðan barnið sat í aftursætinu

Bílþjófar reyna vanalega að tryggja að það sé enginn í bílunum sem þeir stela. Það má því segja að ýmislegt hafi farið út um þúfur þegar maður stal bíl í Frederiksværksgade í Hillerød í Danmörku í dag.

Sjá næstu 50 fréttir