Innlent

Braut gegn stúlkum sem hann kenndi

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Tuttugu og sex ára gamall karlmaður hefur verið dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gagnvart tveimur unglingsstúlkum sem hann kenndi við grunnskóla á Vesturlandi og í ungmennastarfi Rauða krossins á svæðinu. Brotin voru framin á árinu 2011. Maðurinn kyssti aðra stelpuna á munninn og leitaði eftir kynferðislegu samneyti við hana. Brotin gagnvart hinni stúlkunni voru alvarlegri. Maðurinn neitaði brotunum gagnvart báðum stelpunum en dómara þótti framburður hans ekki trúverðugur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×