Réttargæslumaður gagnrýnir kynferðisbrotadeildina harkalega VG skrifar 16. janúar 2013 12:25 Helga Leifsdóttir. „Ég á ekki til orð yfir þetta," segir Helga Leifsdóttir, réttargæslumaður konu á þrítugsaldri, en tvær helstu meginástæður þess að karlmaður var sýknaður af kynferðisbroti gagnvart skjólstæðingi hennar í Héraðsdómi Reykjaness á dögunum, voru annarsvegar vegna þess að hún fór úr að ofan eftir að maðurinn hafði þuklað á henni, og svo að ummæli hins ákærða, um að hann vissi að hann hefði gert eitthvað rangt, voru ekki tekin gild vegna lélegra vinnubragða við yfirheyrslu. Kona á þrítugsaldri kærði mann fyrir kynferðisbrot sem hún sagði hafa átt sér stað í mars árið 2011. Maðurinn var sýknaður af brotum sínum í Héraðsdómi Reykjaness í síðustu viku. Meðal ástæðna var sú að konan fór úr að ofan eftir að maðurinn hafði þuklað á henni þar sem hún lá sofandi. Hún lagðist svo aftur upp í rúmið þar sem hann lá. Maðurinn hafði því „réttmæta ástæðu til að ætla að brotaþoli væri samþykk kynmökum" eins og það er orðað í dóminum. Helga gagnrýnir kynferðisbrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu harðlega. Þannig hafi maðurinn verið yfirheyrður með hranalegum hætti og þar af leiðandi hafi ummæli hans, þar sem hann sagðist hafa gert eitthvað sem hann hefði ekki átt að gera, ekki verið tekin gild. Helga segir að það sé í fyrsta skipti sem hún man eftir, á þeim tveimur áratugum sem hún hefur sinnt réttargæslu fyrir brotaþola kynferðisbrota, þar sem dómur tekur ekki mark á framburði ákærða hjá lögreglu. Ástæðan fyrir því að ekki er tekið mark á orðum mannsins í yfirheyrslunni, kemur fram í niðurstöðu dómsins, þar segir orðrétt: „Að þessu virtu og þegar litið er til þess hvernig skýrslutakan fór fram, en hann sat beinlínis undir ámælum frá yfirheyranda, verður sakfelling ekki byggð á þessum ummælum ákærða." Helga segist ekki hafa séð slíkan áfellisdóm yfir framkvæmd skýrslutöku hjá lögreglu áður. „Það er alveg ljóst að kynferðisbrotadeildin verður að skoða sitt verklag, þetta er dæmi um algjöra vanhæfni," segir Helga ómyrk í máli. Helga er afar ósátt við niðurstöðuna, meðal annars vegna þess að konan neitar manninum mjög skýrt um kynmök fyrr um kvöldið. „Og sú neitun hefði átt að gilda," segir Helga en maðurinn byrjaði að þukla á konunni eftir að hún sofnaði við hlið hans, eftir að hafa hafnað honum fyrr um kvöldið með skýrum hætti. Þau höfðu kynnst skömmu áður í gegnum netið og hittust þarna í fyrsta skiptið. Í dóminum kemur fram að konan hafi verið afar þreytt eftir vaktavinnu. Hún sofnar í 10 mínútur eða svo. Þegar hún vaknar er maðurinn að þukla á henni. Konan fer þá inn á klósett þar sem hún sendir systur sinni skilaboð þar sem hún virðist óttaslegin. „Hún gefur mjög skýr skilaboð um að hún vilji ekkert kynferðislegt," segir Helga um athafnir konunnar. Spurð hvernig hún líti á niðurstöðu dómaranna varðandi það að konan fór úr að ofan og lagðist aftur upp í rúmið við hlið mannsins, svarar Helga: „Málið er að það eru engin rétt viðbrögð við kynferðislegu ofbeldi. Stundum bregðast fórnarlömb ekki við af skynsemi eftir slíkan glæp eða þegar það er verið að fremja slíkan glæp." Helga segir að annað hafi vakið athygli sína í þessu máli. Það var þung áhersla á geðræna sjúkdóma konunnar. Þannig fer drjúgur hluti réttarhaldanna í að spyrja geðlækni á Landspítalanum um ástand hennar. Þar er saga hennar innan geðheilbrigðiskerfisins eftir atvikið rakin. Fyrir atvikið barðist konan við þunglyndi, sem hún hafði þó sigrast á, en henni virðist hafa snarversnað eftir kvöldið örlagaríka. Yfirlæknir á geðdeild Landspítalans segir svo orðrétt í dóminum: „Ég tel mjög líklegt að nauðgunin sem A varð fyrir hafi verið stór áhrifavaldur í því að hún veiktist af sínum geðsjúkdómi." Svo kemur fram í málflutningi geðlæknisins að konan verði líklega greind með geðklofa að lokum. Annar sálfræðingur sagði konuna bera einkenni um að hún hafi orðið fyrir alvarlegu áfalli. Helga segir að henni hafi fundist furðu mikil áhersla á andlegt ástand konunnar. Það virðist þó engu skipta í niðurstöðu dómsins, enda ekki vikið einu orði að málflutningi sérfræðinganna varðandi geðsjúkdóma konunnar. „Þetta var mjög erfitt fyrir skjólstæðing minn að hlusta á," segir Helga sem lítur svo á að áhersla á afleiðingar skipti miklu, en svona nákvæm yfirferð á andlegri heilsu skjólstæðings síns hafi ekki þjónað tilgangi málsins, nema þá helst að skapa þau hughrif að hún væri, „bara eitthvað klikkuð," eins og Helga orðar það. „Það var hreinlega verið að rétta yfir stelpunni," bætir Helga við um þennan þátt réttarhaldanna en hún segir skjólstæðing sinn góðan námsmann sem hafi verið í fastri vinnu þegar atvikið átti sér stað. „Upplifun skjólstæðings míns á réttarkerfinu er mjög slæm," segir Helga. Málið velktist um í kerfinu í 21 mánuð. „Dómsmeðferðin tók alls um 4 mánuði, en meðferð máls hjá lögreglu og ákæruvaldi tók alls 17 mánuði," útskýrir Helga. „ Enginn getur ímyndað sér hve skelfilega neikvæð áhrif það hefur á brotaþola, að málsmeðferð taki nærri 2 ár - í máli sem ætti auðveldlega að taka um það bil 6 mánuði í réttarkerfinu," bætir Helga við. Hún segir þó sorglegast að eftir baráttu skjólstæðings síns, „þá situr hún uppi með þessa fádæma niðurstöðu," eins og Helga orðar það. Nú vonar Helga að ríkissaksóknari áfrýji málinu til Hæstaréttar. „Það verður ekki liðið að ekki sé hlustað á skjólstæðing minn, sem varð fyrir alvarlegri nauðgun," segir Helga að lokum. Ekki náðist í Björgvin Björgvinsson, yfirmann kynferðisbrotadeildar á höfuðborgarsvæðinu þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Þegar haft var samband við Stefán Eiríksson lögreglustjóra vísaði hann aftur á Björgvin vegna málsins. Tengdar fréttir Sýknaður af nauðgun því konan fór úr að ofan Karlmaður var sýknaður af nauðgun í Héraðsdómi Reykjaness síðasta fimmtudag, meðal annars vegna þess að konan sem hann var ákærður fyrir að brjóta á, klæddi sig úr að ofan. 14. janúar 2013 10:00 Mest lesið Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Skiluðu hagnaði á kosningaári Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
„Ég á ekki til orð yfir þetta," segir Helga Leifsdóttir, réttargæslumaður konu á þrítugsaldri, en tvær helstu meginástæður þess að karlmaður var sýknaður af kynferðisbroti gagnvart skjólstæðingi hennar í Héraðsdómi Reykjaness á dögunum, voru annarsvegar vegna þess að hún fór úr að ofan eftir að maðurinn hafði þuklað á henni, og svo að ummæli hins ákærða, um að hann vissi að hann hefði gert eitthvað rangt, voru ekki tekin gild vegna lélegra vinnubragða við yfirheyrslu. Kona á þrítugsaldri kærði mann fyrir kynferðisbrot sem hún sagði hafa átt sér stað í mars árið 2011. Maðurinn var sýknaður af brotum sínum í Héraðsdómi Reykjaness í síðustu viku. Meðal ástæðna var sú að konan fór úr að ofan eftir að maðurinn hafði þuklað á henni þar sem hún lá sofandi. Hún lagðist svo aftur upp í rúmið þar sem hann lá. Maðurinn hafði því „réttmæta ástæðu til að ætla að brotaþoli væri samþykk kynmökum" eins og það er orðað í dóminum. Helga gagnrýnir kynferðisbrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu harðlega. Þannig hafi maðurinn verið yfirheyrður með hranalegum hætti og þar af leiðandi hafi ummæli hans, þar sem hann sagðist hafa gert eitthvað sem hann hefði ekki átt að gera, ekki verið tekin gild. Helga segir að það sé í fyrsta skipti sem hún man eftir, á þeim tveimur áratugum sem hún hefur sinnt réttargæslu fyrir brotaþola kynferðisbrota, þar sem dómur tekur ekki mark á framburði ákærða hjá lögreglu. Ástæðan fyrir því að ekki er tekið mark á orðum mannsins í yfirheyrslunni, kemur fram í niðurstöðu dómsins, þar segir orðrétt: „Að þessu virtu og þegar litið er til þess hvernig skýrslutakan fór fram, en hann sat beinlínis undir ámælum frá yfirheyranda, verður sakfelling ekki byggð á þessum ummælum ákærða." Helga segist ekki hafa séð slíkan áfellisdóm yfir framkvæmd skýrslutöku hjá lögreglu áður. „Það er alveg ljóst að kynferðisbrotadeildin verður að skoða sitt verklag, þetta er dæmi um algjöra vanhæfni," segir Helga ómyrk í máli. Helga er afar ósátt við niðurstöðuna, meðal annars vegna þess að konan neitar manninum mjög skýrt um kynmök fyrr um kvöldið. „Og sú neitun hefði átt að gilda," segir Helga en maðurinn byrjaði að þukla á konunni eftir að hún sofnaði við hlið hans, eftir að hafa hafnað honum fyrr um kvöldið með skýrum hætti. Þau höfðu kynnst skömmu áður í gegnum netið og hittust þarna í fyrsta skiptið. Í dóminum kemur fram að konan hafi verið afar þreytt eftir vaktavinnu. Hún sofnar í 10 mínútur eða svo. Þegar hún vaknar er maðurinn að þukla á henni. Konan fer þá inn á klósett þar sem hún sendir systur sinni skilaboð þar sem hún virðist óttaslegin. „Hún gefur mjög skýr skilaboð um að hún vilji ekkert kynferðislegt," segir Helga um athafnir konunnar. Spurð hvernig hún líti á niðurstöðu dómaranna varðandi það að konan fór úr að ofan og lagðist aftur upp í rúmið við hlið mannsins, svarar Helga: „Málið er að það eru engin rétt viðbrögð við kynferðislegu ofbeldi. Stundum bregðast fórnarlömb ekki við af skynsemi eftir slíkan glæp eða þegar það er verið að fremja slíkan glæp." Helga segir að annað hafi vakið athygli sína í þessu máli. Það var þung áhersla á geðræna sjúkdóma konunnar. Þannig fer drjúgur hluti réttarhaldanna í að spyrja geðlækni á Landspítalanum um ástand hennar. Þar er saga hennar innan geðheilbrigðiskerfisins eftir atvikið rakin. Fyrir atvikið barðist konan við þunglyndi, sem hún hafði þó sigrast á, en henni virðist hafa snarversnað eftir kvöldið örlagaríka. Yfirlæknir á geðdeild Landspítalans segir svo orðrétt í dóminum: „Ég tel mjög líklegt að nauðgunin sem A varð fyrir hafi verið stór áhrifavaldur í því að hún veiktist af sínum geðsjúkdómi." Svo kemur fram í málflutningi geðlæknisins að konan verði líklega greind með geðklofa að lokum. Annar sálfræðingur sagði konuna bera einkenni um að hún hafi orðið fyrir alvarlegu áfalli. Helga segir að henni hafi fundist furðu mikil áhersla á andlegt ástand konunnar. Það virðist þó engu skipta í niðurstöðu dómsins, enda ekki vikið einu orði að málflutningi sérfræðinganna varðandi geðsjúkdóma konunnar. „Þetta var mjög erfitt fyrir skjólstæðing minn að hlusta á," segir Helga sem lítur svo á að áhersla á afleiðingar skipti miklu, en svona nákvæm yfirferð á andlegri heilsu skjólstæðings síns hafi ekki þjónað tilgangi málsins, nema þá helst að skapa þau hughrif að hún væri, „bara eitthvað klikkuð," eins og Helga orðar það. „Það var hreinlega verið að rétta yfir stelpunni," bætir Helga við um þennan þátt réttarhaldanna en hún segir skjólstæðing sinn góðan námsmann sem hafi verið í fastri vinnu þegar atvikið átti sér stað. „Upplifun skjólstæðings míns á réttarkerfinu er mjög slæm," segir Helga. Málið velktist um í kerfinu í 21 mánuð. „Dómsmeðferðin tók alls um 4 mánuði, en meðferð máls hjá lögreglu og ákæruvaldi tók alls 17 mánuði," útskýrir Helga. „ Enginn getur ímyndað sér hve skelfilega neikvæð áhrif það hefur á brotaþola, að málsmeðferð taki nærri 2 ár - í máli sem ætti auðveldlega að taka um það bil 6 mánuði í réttarkerfinu," bætir Helga við. Hún segir þó sorglegast að eftir baráttu skjólstæðings síns, „þá situr hún uppi með þessa fádæma niðurstöðu," eins og Helga orðar það. Nú vonar Helga að ríkissaksóknari áfrýji málinu til Hæstaréttar. „Það verður ekki liðið að ekki sé hlustað á skjólstæðing minn, sem varð fyrir alvarlegri nauðgun," segir Helga að lokum. Ekki náðist í Björgvin Björgvinsson, yfirmann kynferðisbrotadeildar á höfuðborgarsvæðinu þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Þegar haft var samband við Stefán Eiríksson lögreglustjóra vísaði hann aftur á Björgvin vegna málsins.
Tengdar fréttir Sýknaður af nauðgun því konan fór úr að ofan Karlmaður var sýknaður af nauðgun í Héraðsdómi Reykjaness síðasta fimmtudag, meðal annars vegna þess að konan sem hann var ákærður fyrir að brjóta á, klæddi sig úr að ofan. 14. janúar 2013 10:00 Mest lesið Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Skiluðu hagnaði á kosningaári Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Sýknaður af nauðgun því konan fór úr að ofan Karlmaður var sýknaður af nauðgun í Héraðsdómi Reykjaness síðasta fimmtudag, meðal annars vegna þess að konan sem hann var ákærður fyrir að brjóta á, klæddi sig úr að ofan. 14. janúar 2013 10:00