Erlent

Rýna þarf í reglur um þyrluflug

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Eldur logaði í Vauxhall-hverfinu í London eftir að þyrlan hrapaði til jarðar í morgun.
Eldur logaði í Vauxhall-hverfinu í London eftir að þyrlan hrapaði til jarðar í morgun. Nordicphotos/AFP
David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, segir að skoða þurfti reglur um þyrluflug í London. Tveir létust og þrettán slösuðust í þyrsluslysi í borginni í morgun.

Þingmaðurinn Kate Hoey spurði Cameron, á vikulegum fundi í fulltrúadeild breska þingsins með forsætisráðheranum í dag, hvort ekki þyrfti að rýna í reglur um þyrluflug í borginni í framtíðinni. Vísaði hún til stöðugrar fjölgunar skýjakljúfa í London.

Kraninn sem þyrlan rakst á.Nordicphotos/AFP
Cameron tók undir með þingkonunni að þótt ekki yrði rýnt í reglurnar samstundis þyrfti að gera það í framtíðinni.

„Hún hefur rétt fyrir sér að þetta er ekki mál sem verður skoðað strax í dag en óhjákvæmilega þarf að skoða það gaumgæfilega,"

Cameron hrósaði þeim sem komu að aðstoð á vettvangi í dag.Nordicphotos/AFP
Cameron hrósaði ennfremur slökkviliðs-, lögreglu- og sjúkraflutningsmönnum sem komu að slysinu í dag.

„Ég reikna með að allir þingmenn taki undir þakkarkveðjur mínar til björgunarteymisins fyrir þeirra skjótu og faglegu viðbrögð við ástandinu," sagði Cameron um slysið skelfilega.

Einn þeirra bíla sem urðu fyrir brunaskemmdum eftir að þyrlan skall á jörðinni.Nordicphotos/AFP



Fleiri fréttir

Sjá meira


×