Fleiri fréttir

Hyundai/Kia spá minnsta vexti í 7 ár

Forsvarsmenn Hyundai og Kia bílaframleiðendanna S-kóresku eru ekkert ýkja bjartsýnir fyrir þetta ár. Vöxtur Hyundai og systurfyrirtækisins Kia hefur verið ævintýralegur á síðustu árum, en nú spá þeir minnsta vexti í sölu fyrirtækjanna í 7 ár. Áætlanir þeirra hljóða uppá 4,1% vöxt og að þau muni selja 7,41 milljónir bíla á þessu ári. Það yrði minnst vöxtur þeirra frá árinu 2006, er salan minnkaði um 1,2%. Ein af meginástæðum lágrar vaxtaspár er of sterkur S-kóreskur gjaldmiðill sem hamlar útflutningi bíla beggja framleiðendanna. Dræm sala í Evrópu og efnahagsástand þar mun heldur ekki hjálpa til. Hlutabréf í Hyundai féllu um 1,6% á miðvikudaginn og þar fór stór hluti þess 2,6% vaxtar sem á þeim voru í fyrra. Hlutabréf í Kia féllu um 15% í fyrra og enn frekar um 0,9% í síðustu viku. Hyundai og Kia spáðu 8% aukinni sölu fyrir árið í fyrra og fóru rétt framúr sínum áætlunum og seldu 7,12 milljón bíla á árinu, en spáin hljóðaði uppá 7 milljón bíla. Því er spáin nú fyrir þetta ár helmingur af vextinum í fyrra, en fyrirtækin verða ekki skömmuð fyrir óraunhæfa spá fyrir síðast ár. Þeir markaðir sem halda muni uppi vexti fyrirtækjanna eru Kína og Bandaríkin en búist er við talsvert aukinni sölu þar á árinu.

Telur að Djúpið eigi möguleika á tilnefningu til Óskarsverðlauna

Djúpið, mynd Baltasars Kormáks, á góða möguleika á því að hljóta tilnefningu til Óskarsverðlaunanna, segir Brooks Barnes pistlahöfundur á New York Times. Afar ólíklegt sé þó að myndin muni hljóta verðlaun á hátíðinni. Tilnefningar fyrir bestu erlendu myndina verða kynntar á fimmtudaginn en fyrir áramót var valinn níu mynda listi með þeim myndum sem eiga mögleika tilnefningu. Ljóst er að keppnin verður hörð því að á meðal þeirra mynda sem koma til greina er franska myndin The Intouchables sem þykir mjög líkleg til sigurs.

Segir leigusala hafa sett upp myndavél til þess að vakta uppvaskið

"Ég myndi ekki búa svona og ég get ekki ætlast til þess að dóttir mín geri það,“ segir Halldóra Eyfjörð Skjaldardóttir, sem ætlar að kæra leigusala dóttur sinnar fyrir brot á persónuverndarlögum en sá hefur sett upp tvær eftirlitsmyndavélar á sameign leiguhúsnæðis.

Karlmaður féll í sjóinn

Karlmaður féll milli skips og bryggju við Grandagarð rétt eftir klukkan níu í morgun. Hann var einungis örfáar mínútur í sjónum, samkvæmt upplýsingum frá varðstjóra slökkviliðsins en slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn komu honum til aðstoðar og fluttu til skoðunar á sjúkrahús. Ekki er vitað á þessari stundu hvað olli því að maðurinn féll í sjóinn. 365

Glíma við baneitraðann saltsýruleka á Sauðárkróki

Þrjú til fimm þúsund lítrar af baneitraðri saltsýru láku úr stórum gámageymi á hafnarsvæðinu á Sauðárkróki í nótt og tók það slökkviliðsmenn á aðra klukkustund að stöðva lekann, við erfiðar og hættulegar aðstæður, en engan sakaði.

Lögreglan lýsir eftir Stefaníu

Lögreglan á Suðurnesjum lýsir eftir Stefaníu Casöndru Guðmundsdóttur. Stefanía er 16 ára gömul, brúnhærð og um 170 sm há.

Loðnuveiðin komin á fullt skrið

Loðnuveiðin er hrokkin í fullan gang og kom Heimaey til Þórshafnar undir morgun með fyrsta farm þessarar vetrarvertíðar, sem skipið fékk djúpt norður af Langanesi í gær.

Eldur í mannlausum bíl í grennd við bensínstöð

Eldur kviknaði í mannlausum fólksbíl á bílastæði í grennd við N-1 bensínstöðina á Ísafirði í gærkvöldi. Slökkvilið var kallað á staðinn og slökkti eldinn, en bíllinn er ónýtur.

Hillary Clinton kemur aftur til starfa í dag

Hillary Clinton utanríkisráðherra Bandaríkjanna mætir til vinnu að nýju í dag. Hún hefur verið frá vinnu í um mánuð vegna þess að hún fékk blóðtappa í heila.

Depardieu boðið að búa í héraðinu Mordoviu

Rússneska héraðið Mordovia hefur boðið franska leikaranum Gerard Depardieu að setjast þar að í framhaldi af því að leikarinn fékk rússneskt vegabréf í hendurnar um helgina.

Flensufaraldur herjar í Bandaríkjunum

Mikill flensufaraldur herjar nú í Bandaríkjunum. Hafa 18 börn látist af þessari flensu frá því um jólin og yfir 2.200 manns hafa verið lagðir inn á sjúkrahús vegna flensunnar.

Óeirðirnar í Belfast halda áfram

Ekkert lát er á óeirðunum í Belfast á Norður Írlandi og þurfti lögreglan þar í borg að berjast við óeirðaseggi fjórða kvöldið í röð í gærkvöldi.

Fíkniefnasmyglari féll í skotbardaga við dönsku lögregluna

Til mikils skotbardaga kom milli lögreglunnar á Jótlandi og fíkniefnasmyglara seint í gærkvöld. Lögreglan skaut einn af smyglurunum til bana og særði annan en einn lögreglumaður er illa særður af skotsárum og liggur á gjörgæsludeild.

Fáa lækna langar aftur heim

lSextán prósent íslenskra lækna sem starfa og búa í útlöndum ætla ekki að snúa aftur heim til Íslands. Þetta kemur fram í nýrri könnun sem Davíð B. Þórisson, læknir í Lundi í Svíþjóð, hefur gert meðal kollega sinna í útlöndum.

Sextán prósent brottfluttra lækna snúa ekki aftur heim

Ný könnun sýnir að á næstu 10 árum ætla bara 47 íslenskir læknar að snúa aftur til Íslands frá útlöndum. 52 prósent hafa ekki gert upp hug sinn. Þeir vilja bætt kjör og starfsaðstæður. Fjölskyldan dregur læknana heim.

Ætlaði sér alltaf að gera þessa mynd

Kvikmyndin Falskur fugl, sem byggir á skáldsögu Mikaels Torfasonar, verður frumsýnd 25. janúar. Þetta er fyrsta mynd leikstjórans, Þórs Ómars Jónssonar, í fullri lengd og aðdragandinn hefur verið langur og strangur.

Aldrei hugsað um peninga þegar um er að ræða líf

Landspítalinn er nú að setja á fót sérstakt teymi vegna Fabry sjúkdómsins og tekur það til starfa á næstunni. Velferðarráðherra segir ekki hugsað um peninga þegar um er að ræða líf eins og í tilfelli bræðranna.

"Þetta er í raun og veru bara spurning um líf"

Sjaldgæfur erfðasjúkdómur greindist nýlega hjá sex fjölskyldumeðlimum. Hann hefur þegar dregið einn þeirra til dauða og bíða nokkrir hinna eftir að komast í lyfjameðferð. Kostnaður við hana hleypur á tugum milljóna á ári.

Fyrirtæki kaupa 32% þýskra bíla

Þrátt fyrir slæmt efnahagsástand í Evrópu og dræma bílasölu mun sala BMW, Benz og Volkswagen á nýliðnu ári verða mjög góð, þökk sé miklum kaupum evrópskra fyrirtækja á bílum fyrir starfsmenn sína. Sem dæmi um það á þýska símafyrirtækið Deutsche Telecom 38.000 bíla, eða einn bíl á hverja tvo starfsmenn og fyrirtækið er eitt margra sem nýttu sér skattaafslátt við kaup á bílum fyrir áramótin. Í Bandaríkjunum eru 20% bíla keyptir af fyrirtækjum og opinberum stofnunum. Porsche seldi 71% bíla sinna til fyrirtækja árið 2011 sem eru svo til afnota fyrir starfmenn þeirra, væntanlega háttsettra starfsmanna. Það er til mikils að vinna fyrir starfsmenn að njóta þessara fríðinda, sem byggir á skattalegri meðferð bíla í eigu fyrirtækja. Ef starfsmaður hefur afnot af nýjum BMW 520i þarf starfsmaðurinn að greiða af honum 45% skatt af 1% af kaupvirði hans í hverjum mánuði. Það gerir 181 Evrur á mánuði. Ef hann hefði hinsvegar keypt bílinn sjálfur frá BMW hefði hann þurft að greiða 440 Evrur í rekstrarleigu af bílnum. Þarna munar miklu.

Hundrað saknað eftir mikla skógarelda

Áströlsk yfirvöld leita nú að eitt hundrað manns sem er saknað eftir mikla skógarelda á eynni Tasmaníu í Ástralíu síðustu daga. Leitað verður í nokkrum bæjum sem eru gjöreyðilagðir eftir eldana. Um þrjú þúsund hafa þurft að yfirgefa heimili sín vegna skógareldana sem hafa logað síðustu daga. Talið er að eldarnir hafi kviknað í kjölfar hitabylgju þar sem hitastig fór í 42 gráður. Forsætisráðherra Ástralíu, Julia Gillard, sagði í gær að yfirvöld í landinu myndu koma þeim sem misst hafa heimili sín til hjálpar.

Mandela á batavegi

Nelson Mandela, fyrrverandi forseti Suður-Afríku, hefur verið útskrifaður af sjúkrahúsi eftir að hafa gengist undir aðgerð vegna gallsteina og lungnasýkingar.Hann hefur dvalið á sjúkrahúsi frá því í byrjun desember. Í yfirlýsingu frá Jacob Zuma, forseta SuðurAfríku, segir að Mandela sé nú á batavegi en forsetinn fyrrverandi er orðinn 94 ára gamall. Þetta er lengsta dvöl hans á spítala frá því hann losnaði úr fangelsi árið 1990.

Flugeldum og bensínsprengjum rigndi yfir lögreglumenn

Hópur öfgafullra mótmælenda lét steina, flugelda og bensínsprengjur rigna yfir lögreglumenn í Belfast á Norður Írlandi í nótt en óeirðir hafa geisað í borginni síðastliðnar þrjár nætur.

Ávapaði þjóð sína í fyrsta skiptið í hálft ár

Bashar al-Assad, forseti Sýrlands, kennir utanaðkomandi öflum um uppreisnina í landinu og segir að stríð geisi ekki á milli uppreisnarmanna og stjórnarliða heldur þjóðarinnar og erlendra óvina hennar.

Steingímur og Jóhanna eru "grumpy old men“

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins, segir það ekki vera bjartsýni hjá forsætisráðherra að hafa talað 18 sinnum um Sjálfstæðisflokkinn og einu sinni um skuldavanda heimilanna, í nýársávarpi sínu.

Klifraði upp á þak og neitaði að koma niður

Karlmaður klifraði upp á þak á íbúðarhúsi á Ísafirði á miðnætti og neitaði hann að koma niður. Fréttavefurinn Vestur.is greinir frá þessu en þar segir að eftir að reynt hafi verið að sannfæra hann um að koma niður en án árangurs hafi verið ákveðið að kalla til lögreglu og slökkviliðs. Eftir stutt spjall féllst maðurinn loksins á að koma niður með aðstoð körfubíls. Ekki er vitað hvað manninum gekk til.

Flugvél tískukóngs gufaði upp

Árangurslaus leit hefur staðið yfir að lítilli flugvél sem hvarf af ratsjám við strönd Venesúela á föstudag. Um borð voru tveir flugmenn, og fjórir Ítalir, þar á meðal Vittorio Missoni, einn eiganda Missoni tískuhússins og eiginkona hans.

Pabbinn vill opinbera nafnið

Faðir indversku konunnar sem lést eftir hrottalega hópnauðgun vill að nafn konunnar verði gert opinbert. Hann telur að með því geti hún orðið öðrum fórnarlömbum kynferðisbrota hvatning.

Braust inn í Borgó en stal engu

Rúmlega tvítugur karlmaður var handtekinn á hlaupum í nágrenni við Borgarholtsskóla í Grafarvogi um þrjúleytið í nótt en sá er grunaður um að hafa brotist inn í skólann. Maðurinn er ekki talinn hafa stolið neinu en hann var í annarlegu ástandi og fundust á honum fíkniefni við leit. Hann gistir nú fangageymslur lögreglu og verður látinn svara fyrir gjörðir sínar þegar víman rennur af honum.

Ítalir fórust í snjóflóði

Tveir ítalskir skíðamenn fundust í morgun látnir eftir að snjóflóð féll í ítölsku Ölpunum á sama stað og sex Rússar fórust í gærmorgun þegar snjóbíll þeirra hrapaði í brattri fjallshlíð í Val di Fiemme niður 100 metra og ofan í gjá. Skíðamennirnir voru að vinna við lögregluþjálfun í Ölpunum.

Dagbókin kom upp um sprengjumann

Sautján ára drengur í Alabama fylki í Bandaríkjunum hefur verið handtekinn vegna gruns um að hann hafi ætlað að koma fyrir sprengju í skólanum sínum.

Besti staðurinn til að vera á

Hin nepalska Priyanka Thapa fékk tímabundið dvalarleyfi hér á landi á síðasta ári af mannúðarástæðum. Nú lærir hún lyfjafræði við HÍ og brillerar á prófum, auk þess að sinna fötluðum samnemanda sínum sem einnig gengur vel í náminu.

Segir olíuskatta ýta undir að frekar verði borað Noregsmegin

Olíuleitarstjóri Valiant telur íslenska olíuskatta fæla olíufélög frá Drekasvæðinu og geti valdið því að frekar verði borað Noregsmegin. Atvinnuvegaráðherra telur enga ástæðu til að lækka skattana. Sem leitarstjóri Valiant er Norðmaðurinn Terje Hagevang í lykilstöðu þegar ákveðið er hvar og hvenær er borað og hann segir freistandi að byrja frekar Noregsmegin á Jan Mayen-svæðinu.

Tjónabílar þekja heilan flugvöll

Tjón af völdum náttúruhamfara eru oft á tíðum lengi fyrir augum þolendanna. Flestir bílar sem urðu illa fyrir barðinu á fellibylnum Sandy eru þó farnir af götunum og bílasölunum. En hvar skildu þeir þá vera? Fjöldi þeirra var svo mikill að ekki dugar minna en heilu flugvellirnir, sem eru ekki í notkun fyrir vikið. Alls er talið að 230.000 bílar hafi skemmst í fellibylnum ógurlega og 15.000 þeirra eru til að mynda geymdir á þessum flugvelli í New York fylki. Þar bíða þeir eftir því að tryggingafyrirtæki ráði úr tjónamálum sínum og búast má við því að margir af þessum bílum birtist síðan á bílasölum sem selja notaða bíla. Þar verða þeir að vera sérmerktir sem flóðabílar og verð þeirra mun væntanlega endurspegla það. Margir vilja þó meina að slíkir bílar eigi allir að fara í endurvinnslu og að þeir séu í raun tifandi tímasprengjur með ónýtt rafkerfi.

Facebook og Twitter tromp Íslands

Áhugi útlendinga á Íslandi hefur aukist mikið í vetur að mati verkefnastjóra Íslandsstofu og greina má aukninguna vel á samfélagsmiðlum, sem eru að hans mati tromp Íslands í markaðssetningu erlendis.

Sjö ára piltur fótbrotnaði við Smáratorg

Sjö ára piltur fótbrotnaði í umferðarslysi sem varð við verslun við Smáratorg í Kópavogi rétt fyrir klukkan fjögur í dag. Pilturinn var kominn á slysadeild þegar lögreglu var tilkynnt um óhappið. Þá var lögreglan kölluð í laugardalinn klukkan þrjú í dag vegna íþróttaslyss. Tilkynnt var um innbrot í bifreið í Kópavogi og í verslun í Reykjavík í dag.

Sjá næstu 50 fréttir