Innlent

Braust inn í Borgó en stal engu

Rúmlega tvítugur karlmaður var handtekinn á hlaupum í nágrenni við Borgarholtsskóla í Grafarvogi um þrjúleytið í nótt en sá er grunaður um að hafa brotist inn í skólann. Maðurinn er ekki talinn hafa stolið neinu en hann var í annarlegu ástandi og fundust á honum fíkniefni við leit. Hann gistir nú fangageymslur lögreglu og verður látinn svara fyrir gjörðir sínar þegar víman rennur af honum.

Sjö umferðaróhöpp hafa verið tilkynnt til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu frá miðnætti en mikil ísing hefur verið á götum borgarinnar. Enginn slasaðist í óhöppunum en ökumaður sem endaði ökuferð sína í trjágróðri við Gullinbrú reyndist ölvaður.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×