Innlent

Eldsvoði olli skelfingu meðal barna og fullorðinna á Siglufirði

Myndin er af vefsíðunni siglo.is
Myndin er af vefsíðunni siglo.is
Skelfing greip um sig meðal barna og fullorðinna þegar eldur kviknaði í skemmtistaðnum Allanum á Siglufirði á miðri þrettándaskemmtun þar í gærkvöldi.

Mikill reykur barst inn á staðinn og eldvarnarkerfi glumdi, á meðan gestirnir, líklega um það bil eitt hundrað, þurstu út. Að sögn vefsíðurnnar Akureyrivikublað.is vildi svo vel til að fjórir slökkviliðsmenn voru á ballinu og skipulögðu þeir rýmingu hússins.

Slökkvilið Fjallabyggðar kom brátt á staðinn og slökkti eldinn, sem átti upptök í geymslu í húsinu. Þar voru meðal annars geymdir flugeldar og mun lítil stúlka hafa verið þar að fikta með eldspítur og kveikt í einum þeirra, með þeim afleiðingum að það kviknaði í fleirum.

Stúlkan mun þó hafa sloppið ómeidd, en hún var flutt á heilsugæslustöðina til skoðunar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×