Erlent

Mandela á batavegi

Nelson Mandela, fyrrverandi forseti Suður-Afríku, hefur verið útskrifaður af sjúkrahúsi eftir að hafa gengist undir aðgerð vegna gallsteina og lungnasýkingar.Hann hefur dvalið á sjúkrahúsi frá því í byrjun desember. Í yfirlýsingu frá Jacob Zuma, forseta SuðurAfríku, segir að Mandela sé nú á batavegi en forsetinn fyrrverandi er orðinn 94 ára gamall. Þetta er lengsta dvöl hans á spítala frá því hann losnaði úr fangelsi árið 1990.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×