Erlent

Bauð þjófóttum vændiskonum í jólagleðskap

Sendiherra Hondúras í Kólumbíu var sagt upp störfum í gær eftir að upp komst um ansi vafasamt jólaboð í desember.

Í gær fékk utanríkisráðherra Hondúras í hendurnar skýrslu sem unnin var um jólaboðið. Þar kom fram að sendiherrann og lífvörður hans buðu vændiskonum í gleðskapinn en ekki vildi betur til en svo að þær stálu fartölvum, farsímum og öðru lauslegu úr sendiráðinu.

Þær eru ófundnar og vinnur lögreglan að því að hafa uppi á þeim.

Málið er litið alvarlegum augum af yfirvöldum í Hondúras sem útilokar ekki að sendiherrann verði kærður fyrir hegðun sína.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×