Sextán prósent brottfluttra lækna snúa ekki aftur heim Óli Kristján Ármannsson skrifar 7. janúar 2013 06:00 Læknar í útlöndum nefna gjarnan að bæta þurfi vinnuaðstöðu á LSH og hækka laun þeirra áður en þeir snúa aftur heim. Sumir eiga þó góðar minningar um störf á spítalanum. Fréttablaðið/Vilhelm Könnun á meðal íslenskra lækna sem starfa í útlöndum leiðir í ljós að rúmur helmingur þeirra hefur ekki tekið ákvörðun um hvort eða hvenær hann snýr aftur heim til Íslands. Sextán prósent aðspurðra segjast hafa tekið ákvörðun um að snúa ekki aftur heim. „Könnunin var gerð í gegnum Facebook-hóp íslenskra lækna sem í dag telur 729 manns,“ segir Davíð B. Þórisson, læknir í Lundi í Svíþjóð. „Fjöldi íslenskra lækna í dag er um 1.500 en erfitt er að segja nákvæmlega þar sem sumir hafa klárað læknanámið erlendis. Það má gera ráð fyrir að í Facebook-hópnum séu yngri læknar og því stór hluti þeirra sem eru nú erlendis í sérnámi eða hafa nýlega klárað.“ Könnunina segist Davíð hafa sett af stað til að fá einhverja tilfinningu fyrir því hversu margir hygðust flytja til baka til Íslands og þá af hverju eða af hverju ekki. „Á átta dögum svöruðu 147 manns sem verður að teljast góð svörun,“ segir hann og telur að gera megi ráð fyrir að meirihluti lækna í Facebook-hópnum sem búsettir eru erlendis hafi tekið þátt.Davíð B. Þórissonæknarnir sem þátt tóku eru langflestir starfandi í Svíþjóð, 96 eða 65 prósent heildarinnar. Tuttugu starfa í Bandaríkjunum, þrettán í Noregi, níu í Danmörku, fjórir í Bretlandi og fimm á öðrum stöðum víðs vegar um heiminn. Langflestir, eða 87 prósent, luku læknanámi sínu á Íslandi, hinir 19 erlendis. Þá eru næstum níu af hverjum tíu í hópnum fjölskyldufólk. „Niðurstöðurnar endurspegla það sem við höfum lengi haft á tilfinningunni, það er að óhugnanlega fáir eru á leið til baka á næstu árum miðað við þörfina,“ segir hann. Þannig muni þeir 16 læknar sem ætla að snúa aftur heim á næstu tveimur árum og 47 á næstu 10 árum engan veginn duga til að standa undir endurnýjun vegna þeirra sem hætta á sama tíma. „Þetta eru færri en ég hefði giskað á sjálfur og vísar á enn meiri læknaskort á næstu árum en er í dag. Á sama tíma lifir þjóðin lengur og lifir af sjúkdóma með flóknum aðgerðum eða lyfjum.“ Hann segir því stefna í minna framboð lækna og aukna eftirspurn sjúklinga. Þá segir Davíð að komið hafi sér á óvart hversu margir, eða 52 prósent, séu óákveðnir. Það bendi til þess að allflesta langi aftur til Íslands á endanum, þar sem það sé jú heimalandið. Í svörum lækna í könnun Davíðs kemur enda fram að fjölskylda og vinir heima á Íslandi séu helsta ástæða þess að læknar vilji flytja aftur heim. Um leið letji aðbúnaður á Landspítala háskólasjúkrahúsi, laun sem ekki eru samkeppnishæf við það sem gerist í útlöndum, mikið vinnuálag á Landspítalanum og almennt efnahagsástand á Íslandi. Þá nefna sumir að lánakjör þurfi að lagast á Íslandi og verðtrygging að hverfa til að hægt sé með góðu móti að koma þaki yfir höfuðið við flutning aftur heim, og eignast það á endanum. Mannsæmandi laun fyrir dagvinnu eru einnig krafa sem margir læknar gera áður en þeir vilja flytja aftur heim, hafandi kynnst slíku í störfum sínum erlendis. Sérfræðingur í Svíþjóð, sem ætlar að flytja heim innan tveggja ára, gefur sem ástæðu að elsta barnið nálgist táningsaldurinn, eða „point of no return“. Annar sérfræðingur í Svíþjóð sem ætlar að flytja heim innan árs segist ætla að gera það þar sem maki hans fái ekki vinnu úti, annars hefðu þau verið áfram. Sá myndi vilja sjá mánaðarlaun lækna hækka þannig að þeir þyrftu ekki að vinna vaktavinnu til að fá „mannsæmandi laun“. Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
Könnun á meðal íslenskra lækna sem starfa í útlöndum leiðir í ljós að rúmur helmingur þeirra hefur ekki tekið ákvörðun um hvort eða hvenær hann snýr aftur heim til Íslands. Sextán prósent aðspurðra segjast hafa tekið ákvörðun um að snúa ekki aftur heim. „Könnunin var gerð í gegnum Facebook-hóp íslenskra lækna sem í dag telur 729 manns,“ segir Davíð B. Þórisson, læknir í Lundi í Svíþjóð. „Fjöldi íslenskra lækna í dag er um 1.500 en erfitt er að segja nákvæmlega þar sem sumir hafa klárað læknanámið erlendis. Það má gera ráð fyrir að í Facebook-hópnum séu yngri læknar og því stór hluti þeirra sem eru nú erlendis í sérnámi eða hafa nýlega klárað.“ Könnunina segist Davíð hafa sett af stað til að fá einhverja tilfinningu fyrir því hversu margir hygðust flytja til baka til Íslands og þá af hverju eða af hverju ekki. „Á átta dögum svöruðu 147 manns sem verður að teljast góð svörun,“ segir hann og telur að gera megi ráð fyrir að meirihluti lækna í Facebook-hópnum sem búsettir eru erlendis hafi tekið þátt.Davíð B. Þórissonæknarnir sem þátt tóku eru langflestir starfandi í Svíþjóð, 96 eða 65 prósent heildarinnar. Tuttugu starfa í Bandaríkjunum, þrettán í Noregi, níu í Danmörku, fjórir í Bretlandi og fimm á öðrum stöðum víðs vegar um heiminn. Langflestir, eða 87 prósent, luku læknanámi sínu á Íslandi, hinir 19 erlendis. Þá eru næstum níu af hverjum tíu í hópnum fjölskyldufólk. „Niðurstöðurnar endurspegla það sem við höfum lengi haft á tilfinningunni, það er að óhugnanlega fáir eru á leið til baka á næstu árum miðað við þörfina,“ segir hann. Þannig muni þeir 16 læknar sem ætla að snúa aftur heim á næstu tveimur árum og 47 á næstu 10 árum engan veginn duga til að standa undir endurnýjun vegna þeirra sem hætta á sama tíma. „Þetta eru færri en ég hefði giskað á sjálfur og vísar á enn meiri læknaskort á næstu árum en er í dag. Á sama tíma lifir þjóðin lengur og lifir af sjúkdóma með flóknum aðgerðum eða lyfjum.“ Hann segir því stefna í minna framboð lækna og aukna eftirspurn sjúklinga. Þá segir Davíð að komið hafi sér á óvart hversu margir, eða 52 prósent, séu óákveðnir. Það bendi til þess að allflesta langi aftur til Íslands á endanum, þar sem það sé jú heimalandið. Í svörum lækna í könnun Davíðs kemur enda fram að fjölskylda og vinir heima á Íslandi séu helsta ástæða þess að læknar vilji flytja aftur heim. Um leið letji aðbúnaður á Landspítala háskólasjúkrahúsi, laun sem ekki eru samkeppnishæf við það sem gerist í útlöndum, mikið vinnuálag á Landspítalanum og almennt efnahagsástand á Íslandi. Þá nefna sumir að lánakjör þurfi að lagast á Íslandi og verðtrygging að hverfa til að hægt sé með góðu móti að koma þaki yfir höfuðið við flutning aftur heim, og eignast það á endanum. Mannsæmandi laun fyrir dagvinnu eru einnig krafa sem margir læknar gera áður en þeir vilja flytja aftur heim, hafandi kynnst slíku í störfum sínum erlendis. Sérfræðingur í Svíþjóð, sem ætlar að flytja heim innan tveggja ára, gefur sem ástæðu að elsta barnið nálgist táningsaldurinn, eða „point of no return“. Annar sérfræðingur í Svíþjóð sem ætlar að flytja heim innan árs segist ætla að gera það þar sem maki hans fái ekki vinnu úti, annars hefðu þau verið áfram. Sá myndi vilja sjá mánaðarlaun lækna hækka þannig að þeir þyrftu ekki að vinna vaktavinnu til að fá „mannsæmandi laun“.
Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira