Erlent

Fíkniefnasmyglari féll í skotbardaga við dönsku lögregluna

Til mikils skotbardaga kom milli lögreglunnar á Jótlandi og fíkniefnasmyglara seint í gærkvöld. Lögreglan skaut einn af smyglurunum til bana og særði annan en einn lögreglumaður er illa særður af skotsárum og liggur á gjörgæsludeild.

Skotbardaginn átti sér stað við höfnina í Ålbæk þegar lögreglan ætlaði að handtaka þar þrjá fíkniefnasmyglara en þeir reyndu að komast undan á bát í höfninni. Tveir af smyglurunum voru handteknir og verður gæsluvarðhalds krafist yfir þeim í dag.

Fíkniefnasmyglararnir voru að kom á bát sínum frá Noregi og beið lögreglan eftir þeim á hafnarbakkanum. Þegar þeir reyndu að stinga af elti lögeglan þá á eigin bát og til skotbardagans kom.

Lögreglumaðurinn sem særðist er með þrjú skotsár á líkamanum en hann er ekki talinn í lífshættu.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×