Erlent

Ítalir fórust í snjóflóði

Tveir ítalskir skíðamenn fundust í morgun látnir eftir að snjóflóð féll í ítölsku Ölpunum á sama stað og sex Rússar fórust í gærmorgun þegar snjóbíll þeirra hrapaði í brattri fjallshlíð í Val di Fiemme niður 100 metra og ofan í gjá. Skíðamennirnir voru að vinna við lögregluþjálfun í Ölpunum.

Fjölmörg alvarleg slys hafa orðið á þessu svæði í Ölpunum undanfarin ár en árið 1998 fórust nítján manns þegar bandarísk herflugvél flaug á víra kláfferju.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×