Erlent

Hillary Clinton kemur aftur til starfa í dag

Hillary Clinton utanríkisráðherra Bandaríkjanna mætir til vinnu að nýju í dag. Hún hefur verið frá vinnu í um mánuð vegna þess að hún fékk blóðtappa í heila.

Að sögn AFP fréttastofunnar mun starfsdagur Clinton í dag hefjast með lokuðum fundi hennar og helstu embættismanna ráðuneytisins. Clinton mun síðan funda með ýmsum ráðamönnum í Bandaríkjunum á næstu dögum. Á fimmtudag heldur hún svo móttöku fyrir Hamid Karzai forseta Afganistan.

Clinton mun láta af störfum sem ráðherra síðar í mánuðinum og tekur John Kerry þá við stöðunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×