Innlent

Glíma við baneitraðann saltsýruleka á Sauðárkróki

Þrjú til fimm þúsund lítrar af baneitraðri saltsýru  láku úr stórum gámageymi á hafnarsvæðinu á Sauðárkróki í nótt og tók það slökkviliðsmenn á aðra klukkustund að stöðva lekann, við erfiðar og hættulegar aðstæður, en engan sakaði.

Strax eftir að athugulir vegfarendur tilkynntu um torkennilega gufu frá geyminum, var slökkviliðið kallað út, sem sendi tvo flokka í sérstökum búningum til að kanna aðstæður og undirbúa aðgerðir.

Erfiðlega gekk að stöðva lekann, þar sem geymirinn virðist vera mjög tærður á stóru svæði. Nú  er svæðið umhverfis geyminn lokað  og beðið eftir sérstökum sýruheldum ílátum, vítisóta til að gera saltsýruna óvirka, og sýruheldum dælum til að hreinsa allt upp, en engin sýra barst ofan í niðurföll.

Að sögn Vernharðs Guðnasonar slökkviliðsstjóra er nú staðin vakt á svæðinu og á öll hætta að vera liðin hjá.  Samskip eiga gáminn og Olís innihaldið, sem átti að flytja til Siglufjarðar til efnaúrvinnslu úr rækjuskel.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×