Erlent

Flugeldum og bensínsprengjum rigndi yfir lögreglumenn

Belfast
Belfast
Hópur öfgafullra mótmælenda lét steina, flugelda og bensínsprengjur rigna yfir lögreglumenn í Belfast á Norður Írlandi í nótt en óeirðir hafa geisað í borginni síðastliðnar þrjár nætur.

Að minnsta kosti einn lögreglumaður er særður eftir átök næturinnar í Befast en það voru um hundrað herskáir sambandssinnar sem grýttu fjölmennan hóp lögreglumanna í austurhluta borgarinnar sem voru vel vopnum búnir með varðhunda sér við hlið.

Karlmaður á fertugsaldri hefur verið handtekinn fyrir morðtilraun en hann hóf að skjóta á lögreglumenn úr byssu sinni í nótt þegar átök brutust út en sá var færður í járn eftir að ljósmynd náðist af gjörðum hans.

Lögreglumennirnir sem stóðu vaktina í nótt hafa nú gefið skýrslu og segja þeir að fleiri hafi skotið á þá. Fjöldi hefur verið handteknir í óeirðunum í Belfast sem hafa staðið yfir síðastliðna þrjá daga.

Nokkrir lögreglumenn hafa særst en enginn þeirra þó lífshættulega.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×