Innlent

Klifraði upp á þak og neitaði að koma niður

Karlmaður klifraði upp á þak á íbúðarhúsi á Ísafirði á miðnætti og neitaði hann að koma niður. Fréttavefurinn Vestur.is greinir frá þessu en þar segir að eftir að reynt hafi verið að sannfæra hann um að koma niður en án árangurs hafi verið ákveðið að kalla til lögreglu og slökkviliðs. Eftir stutt spjall féllst maðurinn loksins á að koma niður með aðstoð körfubíls. Ekki er vitað hvað manninum gekk til.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×