Innlent

Eldur í mannlausum bíl í grennd við bensínstöð

Eldur kviknaði í mannlausum fólksbíl á bílastæði í grennd við N-1 bensínstöðina á Ísafirði í gærkvöldi. Slökkvilið var kallað á staðinn og slökkti eldinn, en bíllinn er ónýtur.

Talið er að kveikt hafi verið í honum, eða jafnvel að flugeldur hafi valdið íkveikjunni. Engin hætta skapaðist af eldinum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×