Fleiri fréttir

Hundruð yfirgefa heimili sín

Hundruð manna hafa þurft að yfirgefa heimili sín vegna skógarelda sem nú geysa á eynni Tasmaníu í Ástralíu.

Mikil eftirspurn eftir skotheldum skólatöskum

Kólumbískt fyrirtæki sem framleitt hefur og þróað skotheld vesti um árabil hefur nú hafið framleiðslu á slíkum öryggisbúnaði í barnastærðum. Stjórnendur segjast vera að svara ákalli foreldra í kjölfar fjöldamorðsins í Sandy Hook í Bandaríkjunum í desember síðastliðnum.

Mars sem græn og lífvænleg pláneta

Um árabil hafa vísindamenn getið sér til um líf á Mars. Vitað er að vatn, sem er forsenda lífs eins og við þekkjum það, var eitt sinn til staðar á plánetunni. Það er hins vegar ekki fyrr en nú sem við fáum að kynnast rauðu plánetunni eins og hún var þegar auðnir hennar voru grænar og gróskumiklar.

Fiat eykur enn hlut sinn í Chrysler

Enn frekari hlutafjáraukning Fiat í Chrysler hefur verið samþykkt. Eign Fiat eykst um 3,3% og á Fiat eftir hana 65% hlut í Chrysler. Fyrir þennan 3,3% hlut greiðir Fiat 25,5 milljarð króna. Aðeins eru liðin tvö og hálft ár síðan Fiat eignaðist 20% í Chrysler en þá var bandaríski bílasmiðurinn kominn á hnén og gjaldþrot blasti við. Fiat eignaðist þennan hlut með því skilyrði að fyrirtækið útvegaði sparneytnar vélar í Chrysler bíla, efldi sölu Chrysler bíla utan heimalandsins og kæmi að smíði nýs Chrysler bíls sem ekki eyddi meira eldsneyti en 6 lítrum á hundraðið. Allt þetta uppfyllti Fiat og hefur í kjölfarið aukið stórlega við hlut sinn. Óvíst er þó hvort Fiat muni auka af sama krafti við hlut sinn í Chrysler á næstunni . Ástæða þess er ástandið í Erópu og dræm sala á Fiat bílum í álfunni, sem eðlilega hefur mikil áhrif á fjárhagsstöðu Fiat. Líklegt er að hægjast muni á “samrunaferlinu”, eins og Sergio Marchionne forstjóri Fiat orðar yfirtöku fyrirtækisins á Chrysler. Engu að síður er búist við því að Fiat eignist Chrysler að fullu innan nokkurra ára.

Ætla að grafa upp 36 Spitfire orrustuflugvélar í Burma

Hópur sérfræðinga er nú á leið til Burma en ferð þeirra þangað er lokahnykkurinn í 17 ára langri leit að 36 Spitfire Mark XIV orrustuflugvélum sem grafnar voru í jörðu þar í landi skömmu eftir að seinni heimstyrjöldinni lauk.

Stefnir í óefni með stjórnskipun landsins

Það stefnir í óefni með sjálfa stjórnskipun landsins vegna meðferðar ríkistjórnarinnar á stjórnarskrármálinu og því var það rétt af forsetanum að taka á málinu á ríkissráðsfundi. Þetta segir Þorsteinn Pálsson fyrrverandi ráðherra.

Flugdólgurinn í New York: Farþegar neituðu að bera vitni

Fréttir af íslenskum flugdólg sem var yfirbugaður og bundinn niður um borð í flugvél Icelandair í fyrradag eru meðal þeirra mest lesnu í mörgum erlendum fjölmiðlum. Talið er að maðurinn hafi ekki verið kærður þar sem farþegar neituðu að gefa skýrslu um ógnandi tilburði hans.

Sex ára börn borða of lítið af grænmeti, ávöxtum og fisk

Mikilvægt er að leita leiða til að bæta mataræði íslenskra barna samkvæmt landskönnun en sex ára börn hér á landi borða of lítið af grænmeti, ávöxtum, fisk og lýsi miðað við ráðlagðan dagskammt. Þá er dagleg fæða barnanna of næringarlítil.

Reiðhjól sem týndist fyrir 50 árum fannst í miðju tré

Nær hundrað ára gömul kona í Washington ríki hefur fundið reiðhjól sonar síns yfir 50 árum eftir að það týndist. Hjólið fannst inn í miðju stóru tré og hefur tréið greinilega gróið í kringum það í gegnum árin enda er hjólið nú í nokkurra metra hæð frá jörðu.

Hekla seldi fjórða hvern bíl

Við áramót er forvitnilegt að skoða hvaða nýju bílar höfðuðu mest til Íslendinga og hvaða breytingar hafa helst orðið milli ára. Söluhæsta einstaka bílamerkið var sem fyrr Toyota með 1.329 bíla. Í öðru sæti er hástökkvari ársins, Volkswagen með 1.065 bíla selda og í því þriðja er Kia með 752 bíla. Ef skoðuð er sala eftir umboðum er Hekla langsöluhæst með 2.007 bíla, Toyota og Lexus með 1.356 og BL með 1.299. Árið 2011 var Hekla með 1.170 bíla selda, Toyota og Lexus með 778 og BL með 890 bíla. Hekla heldur því fyrsta sætinu annað árið í röð en Toyota nær öðru sætinu af BL. Mestur hlutfallslegur vöxtur í sölu milli ára var hjá Öskju, sem selur Kia- og Mercedes bíla og nam hann 102%. Salan jókst um 94% hjá Brimborg, 74% hjá Toyota, 72% hjá Heklu og 65% hjá Bernhard. Mestur vöxtur hinsvegar í bílum talið milli áranna 2012 og 2011 var hjá Heklu sem seldi 837 bílum meira. Næst mesta aukningin í bílum talið var 578 hjá Toyota, þá 448 hjá Öskju, 418 hjá Brimborg og 409 bílar hjá BL. Hæstu markaðshlutdeild á Íslandi árið 2012 hafði Hekla með 25,5% hlut, sem óx frá árinu 2011 um 2%. Því seldi Hekla ríflega fjórða hvern nýjan bíl sem keyptur var á liðnu ári. Næstmesta hlutdeild hefur Toyota, eða 17,2% og óx hún um 1,6% milli ára. Í þriðja sæti er BL með 16,5% hlutdeild sem fellur um 1,4% milli ára. Í fjórða sæti er Askja með 11,3% og óx hún um 2,5% frá 2011. Mikill umsnúningur hefur orðið á hlut Heklu á markaði fyrir nýja bíla, en árið 2009 hafði Hekla aðeins 7,3% markaðarins. Það stórjókst strax árið 2010 í 19,8%, í 23,4% árið 2011 og 25,5% í fyrra. En hvað er það sem helst skýrir sterka stöðu Heklu nú og fjórðungshlutdeild? Að sögn Friðberts Friðbertssonar forstjóra Heklu eru skýringarnar nokkrar. Hekla búi að mjög sterkum bílamerkjum, svo sem Volkswagen, Skoda og Audi sem eigi mikilli velgengni að fagna nú. Hekla hafi átt bíla til þegar eftirspurn fór að aukast, en það hafi reyndar ekki átt við fyrst á árinu. “Við seldum mikið af bílum til bílaleiga og tilboð með sérútbúnum bílum hafi fallið viðskiptavinum vel, ekki síst á Skoda bílum”, nefndi Friðbert að auki. “Verð á bílum okkar er hagstætt , markaðsstarf gengur vel, starfsfólk okkar öflugt og þegar allt þetta kemur saman má líklega skýra sterka stöðu fyrirtækisins á markaði”, sagði Friðbert.

Grátbað hrottana um að hætta

Vinur indversku konunnar sem lést eftir hrottalega hópnauðgun um síðustu helgi hefur nú í fyrsta sinn talað opinberlega um árásina.

Skíðasvæðin opin í dag

Skíðasvæðið í Hlíðarfjalli á Akureyri verður opið í dag frá tíu til fjögur en þar var logn og tveggja stiga hiti í morgun. Í Oddskarði er einnig opið en þar er búist við úrkomu fyrri hluta dags en flestar leiðir troðnar. Þá er skíðasvæðið í Stafdal á Seyðisfirði opið í dag og þar er gott færi, logn og fjögurra gráðu hiti.

Aftur heitt vatn í Þorlákshöfn og Ölfusi

Búið er að koma dælubúnaði í hitaveitunni í Þorlákshöfn og Ölfusi af stað að nýju og vatn ætti að vera komið á innan stundar, samkvæmt upplýsingum frá OR. Starfsfólk Orkuveitunnar biður íbúa velvirðingar á óþægindum vegna þessa.

Eldur laus í fatahreinsun í nótt

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út að fatahreinsun við Smiðjuveg í nótt. Þar hafði veruð tilkynnt um að mikinn reyk legði frá húsnæðinu.

Dacia er mjólkurkú Renault

Engum hjá Renault datt í hug að Dacia yrði að gróðavænlegasta hluta Renault þegar franski bílaframleiðandinn keypti hið rúmenska Dacia árið 1999. Þá var aðeins einn bíll í framleiðslu hjá Dacia, Logan fólksbíllinn. Nú eru hinsvegar 5 bílar í framleiðslu hjá Dacia, meðal annars Dacia Duster jepplingurinn sem til sölu er hjá BL hérlendis. Þessar 5 bílgerðir eru til sölu í 36 löndum og seljast vel, enda ódýrir bílar sem hitta markaðinn vel fyrir nú á erfiðleikatímum í Evrópu. Velta Dacia nemur nú um 17% af heildarveltu Renault í vesturhluta Evrópu. Forstjóri Renault lét hafa eftir sér að Dacia væri nú helsta mjólkurkú fyrirtækisins, enda er hagnaðurinn af hverjum seldum Dacia bíl 9% á meðan hann er 0,4% af Renault bílum. Til stendur að fjölga bílgerðum Dacia, en Dacia bílar eru að stórum hluta byggðir með sömu íhlutum og eru í Renault bílum.

Hugo Chavez berst við lungnasýkingu

Sýking í lunga eftir skurðaðgerð á Kúbu ógnar bata Hugo Chavez, forseta Venesúela. Sýkingin kom upp eftir fjórðu skurðaðgerðina sem gerð var á Chavez á Kúbu vegna krabbameins sem hann berst við. Sverja á hann í embætti á ný eftir viku.

Drekaleyfin tvö talin marka skýr kaflaskil

Orkustofnun gaf í gær út tvö leyfi til rannsókna og vinnslu á olíu og gasi á Drekasvæðinu við Jan Mayen. Þetta eru fyrstu leyfin af þessari gerð og marka tímamót að mati atvinnuvegaráðherra. Norsk stjórnvöld taka þátt í verkefnunum.

Taka lyf í vanlíðan og enda á spítala

Rúmlega 80% barna sem enda á sjúkrahúsi vegna eitrana hafa gleypt lyf í mikilli vanlíðan. LSH tók á móti 400 börnum á aldrinum 0 til 18 ára á sex ára tímabili vegna eitrunar. Drengir eru stærri hluti af yngri hópnum en stúlkur í þeim eldri.

Ræddu endurskoðaðan kjarasamning

Aðilar vinnumarkaðarins funduðu í gær um endurskoðun kjarasamninga. Gildandi samningar kveða á um 3,25% hækkun í febrúar en forsendur hafa brostið.

Forsætisráðherra bregðist við íhlutun forsetans

Ríkisútvarpið sagði í gærkvöld að til fordæmalausra orðaskipta hefði komið á ríkisráðsfundi á gamlársdag eftir að Ólafur Ragnar Grímsson forseti lagði þar fram bókun um stjórnarskrármálið.

Vill ekki brú yfir Skálafjörð

Ekki kemur til greina að byggja brú yfir Skálafjörð að sögn Kára P. Højgaard, innanríkisráðherra Færeyja. Frá þessu segir á fréttavefnum Portalinum.

Hakið hentar nýrri Valhöll best

Staðarval fyrir „nýja Valhöll“ á Þingvöllum er enn til umræðu hjá Þingvallanefnd. Á fundi nefndarinnar í desember var kynnt verkfræðileg úttekt sem tók til samgöngukerfis, veitukerfis, jarðfræði, verndar vatnasviðs og fleira.

Malala komin af sjúkrahúsi

Unga stúlkan sem skotin var í höfuðið af Talibana fyrir það eitt að sækjast eftir menntun og berjast fyrir kvenfrelsi er komin af spítala.

Skaut Arnaldi og Yrsu ref fyrir rass

Ingibjörg Reynisdóttir starfar sem fótaaðgerðafræðingur á daginn, er menntuð leikkona og skrifaði metsölubók síðasta árs í hjáverkum.

Vilja ljósleiðara í Árborg

Skorað hefur verið á Gagnaveitu Reykjavíkur að bjóða upp á ljósleiðaratengingar í sveitarfélaginu Árborg árið 2013.

Fær ekki að bera nafn afa síns

Ófáar fjölskyldur hafa staðið í stappi við mannanafnanefnd vegna nafna sem nefndin telur ekki hæfa ungum börnum.

Vonast til að olíuframleiðslan hefjist eftir 7-8 ár

Olíuframleiðsla á landgrunni Íslands gæti hafist eftir sjö til átta ár og fyrsti borpallurinn komið eftir þrjú til fjögur ár. Þetta segir forstjóri skoska olíufélagsins Faroe Petroleum, sem nú er orðinn rétthafi fyrsta olíuvinnsluleyfis í lögsögu Íslands. Olíumálaráðherra Noregs segir leyfisútgáfuna í dag sögulegan viðburð. Norski olíumálaráðherrann Ola Borten Moe mætti í Ráðherrabústaðinn klukkan níu í morgun ásamt fylgdarliði til fundar við Steingrím J. Sigfússon atvinnuvegaráðherra og áttu fulltrúar ríkjanna klukkustundarlangan fund áður en kom að stóru stundinni.

Banna köfun undir 18 metrum

Þjóðgarðsvörður og Siglingastofnun hafa ákveðið að banna köfun niður fyrir 18 metra í gjána Silfru á Þingvöllum. Þessi ákvörðun er tekin til að tryggja öryggi þeirra fjölmörgu sem kafa í Silfru og vegna aðstæðna í gjánni sem eru til rannsóknar eftir banaslys sem varð þar 28. desember síðastliðinn.

Farþegum brugðið þegar flugdólgurinn var handtekinn

Fólki í vél Icelandair, sem flaug frá Íslandi til New York í gær, var mjög brugðið eftir að flugdólgur var handtekinn í vélinni. Maðurinn hafði verið með allmikil læti þegar hann var loks yfirbugaður af áhöfn vélarinnar og farþegum.

Flugdólgurinn sendur á spítala

Íslenski flugdólgurinn sem var reyrður niður í sætið sitt þegar hann flaug með vél Icelandair til New York í gærkvöldi, var sendur á spítala eftir skýrslutöku. Samkvæmt upplýsingafulltrúa á JFK flugvellinum, Ron Marsico, var tekin skýrsla af dólginum eftir að hann lenti á flugvellinum í nótt. Þá þegar varð ljóst að maðurinn var svo drukkinn að það þótti réttast að senda hann á spítala.

Sjá næstu 50 fréttir