Innlent

Loðnuveiðin komin á fullt skrið

Loðnuveiðin er hrokkin í fullan gang og kom Heimaey til Þórshafnar undir morgun með fyrsta farm þessarar vetrarvertíðar, sem skipið fékk djúpt norður af Langanesi í gær.

Lundey er líka rétt ókomin með afla til Vopnafjarðar. 15 önnur skip eru á miðunum og hafa þau öll verið að fá afla í gærkvöldi og í nótt þannig að þau munu eitt af öðru halda heim til löndunar í dag.

Að sögn Stefáns Geirs Jónssonar stýrimanns á Lundey, er loðnan mjög væn og vel haldin þannig að hún hentar vel til manneldis. Veiðin núna hófst degi síðar en í fyrra, þannig að segja má að loðnan sé býsna stundvís.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×