Ætlaði sér alltaf að gera þessa mynd 6. janúar 2013 20:27 Kvikmyndin Falskur fugl, sem byggir á skáldsögu Mikaels Torfasonar, verður frumsýnd 25. janúar. Þetta er fyrsta mynd leikstjórans, Þórs Ómars Jónssonar, í fullri lengd og aðdragandinn hefur verið langur og strangur. Hver er bakgrunnur þinn sem leikstjóra, Þór Ómar? „Ég fór í kvikmyndanám til Bandaríkjanna rúmlega tvítugur. Var fyrst í rúmt ár í San Francisco en fór svo til Los Angeles þar sem ég gekk í skóla sem er mikið sóttur af Íslendingum. Ég var svo heppinn að fá vinnu um það leyti sem ég kláraði skólann en þá fékk maður sjálfkrafa árs atvinnuleyfi í BNA eftir að námi þar lauk. Heppni minni lauk ekki þar því skömmu seinna vann ég græna kortið og þá byrjaði ballið. Þá var og hét fyrirtæki sem hét Palomar og ég komst í tengsl þar í gegnum Guðna Gunnars jógameistara. Hann kynnti mig fyrir ungri konu sem var að vinna þar í lausamennsku sem framleiðandi. Í gegnum hana datt ég inn í auglýsinga- og tónlistarmyndbandabransann og vann fyrir fullt af stórum flottum nöfnum. Í gegnum Palomar fékk ég vinnu sem hlaupastrákur við mína fyrstu bíómynd og þá byrjaði boltinn að rúlla. Ég fékk smám saman meiri ábyrgð og fór að vinna sem aðstoðarleikstjóri auk þess að vera alltaf að reyna að potast eitthvað sjálfur. Byrjaði fljótlega að gera auglýsingar og tónlistarmyndbönd sjálfur og var í þessum bransa í fjögur ár, þangað til ég flutti heim árið 1997."Löng og erfið fæðing Hvað hefurðu svo verið að gera síðan þú komst heim? „Ég byrjaði að frílansa í bransanum hér heima og komst fljótlega í lausamennsku hjá Sagafilm við að leikstýra auglýsingum. Fljótlega eftir það fór ég að vinna með Ingvari og Balta við gerð myndarinnar Popp í Reykjavík þar sem ég var ráðinn aðstoðarleikstjóri. Það leiddi til þess að ég varð aðstoðarleikstjóri í 101 Reykjavík en eftir það tók ég þá ákvörðun að ég þyrfti að móta mér einhverja stefnu og fór að einbeita mér að því að leikstýra sjónvarpsauglýsingum og tónlistarmyndböndum. Seinna komst ég í samband við umboðsskrifstofu úti í Þýskalandi og fór að fá eina og eina litla mynd til að gera úti." Hvað varð svo til þess að þú ákvaðst að ráðast í gerð heillar bíómyndar? „Draumurinn var auðvitað alltaf að gera alvöru mynd og þessi tiltekna mynd á rætur sínar að rekja til þess að ég kynntist Jóni Atla Jónassyni við gerð Popps í Reykjavík. Við ákveðum það í sameiningu að gera mynd, helst í einum grænum. Mikael Torfason gaf okkur leyfi til að gera mynd upp úr bókinni Fölskum fugli og Jón Atli hjólaði í það að skrifa handrit sem við skiluðum til Kvikmyndasjóðs með beiðni um styrk. Viðbrögðin þaðan voru hins vegar ekki jákvæð, svo vægt sé til orða tekið. Við fengum þau skilaboð að þetta handrit gæti aldrei orðið að bíómynd, til þess væri það alltof ofbeldisfullt og skelfilegt. Við vorum samt ekkert á því að gefast upp heldur skröltum áfram með þetta, sendum inn endurskrifað handrit á hverju ári og ætluðum okkur alltaf að gera þessa mynd með einhverju móti."Enn eitt handrit og annað til Og það tókst sem sagt að lokum? „Já, á einhverjum tímapunkti, sennilega 2002, kemur Snorri Þórisson hjá Pegasus að þessu með okkur og þá fáum við Mikka sjálfan til að setjast niður og semja handrit upp úr eigin bók. Hann skrifaði einar þrjár, fjórar útgáfur sem við sóttum um styrk til að filma en niðurstaðan var alltaf sú sama: þetta væri ekki alveg boðlegt fyrir fólk að horfa á. Þannig að hugmyndin var sett í dvala í nokkur ár en við gleymdum henni samt ekkert og 2009 fórum við Jón Atli enn af stað. Þá tókum við allt annan pól í hæðina, hann endurskrifaði handritið einu sinni enn en við ákváðum að nota bara bókina sem grunn og reyna að gera handritið að sjálfstæðri sögu sem byggði á grunnhugmynd bókarinnar og karakterum. Þessi útgáfa hugnaðist Kvikmyndasjóði betur þannig að loks fengum við smá byr undir báða vængi. Einhvern tímann síðastliðinn vetur tókst mér svo að nurla saman smá aurum og við ákveðum að skella okkur í tökurnar, klára þær og sækja svo bara um eftirvinnslustyrk."Ungir og efnilegir leikarar Þú ert með óþekkta leikara í aðalhlutverkunum, auk þekktra leikara, hvernig voru þeir valdir? „Styr Júlíusson sem leikur Arnald er í MH og hefur leikið eitthvað þar og víðar. Jón Atli hafði séð til hans og mælti með að við reyndum hann í hlutverkið. Við hittum hann og mér fannst hann klárlega vera málið. Ég sé svo sannarlega ekkert eftir því. Hann stóð sig alveg hreint ótrúlega vel. X-ið auglýsti síðan fyrir okkur áheyrnarpróf og við fundum nánast alla krakkana í gegnum það, fyrir utan þau Ísak Hinriksson, Rakel Björk Björnsdóttur og Hjalta Rúnar Jónsson sem okkur var bent á eftir öðrum leiðum. Varla nokkurt þeirra hafði staðið fyrir framan myndavél áður og þetta var auðvitað ögrun bæði fyrir mig sem leikstjóra í fyrsta skipti og fyrir þau. Það fór mikill tími í æfingar og yfirlestur sem á endanum skilaði sér, held ég. Þau tóku ótrúlegum framförum á þessum tíma og ég varð eiginlega bara hálf undrandi þegar upp var staðið hvað þau gerðu þetta vel. Reynsla atvinnuleikaranna skilaði sér líka til þeirra og ég er mjög ánægður með útkomuna." Þetta er orðinn langur meðgöngutími, heil fimmtán ár. Hvernig tilfinning er það að horfa fram á frumsýningu eftir nokkrar vikur? „Ég er bara spenntur og algjörlega sáttur. Þessi prósess hefur staðist allar mínar væntingar. Ég hef oft upplifað það að þegar verkefnum er lokið þá stendur maður uppi með að það er ekki nákvæmlega eins og maður sá það fyrir sér í byrjun, en það er svo skrítið að Falskur fugl er alveg nákvæmlega eins og ég sá hana fyrir mér. Það finnst mér vera merki um það að maður hafi fylgt eigin sannfæringu og ekki bognað á leiðinni. Sagan er dálítið óvenjuleg að því leyti að Arnaldur er andhetja og ekki allra þannig að það skipti gríðarlega miklu máli að við skiluðum honum þannig til áhorfenda að þeir bæru einhverjar taugar og tilfinningar til hans. Mér finnst það hafa tekist og er sannfærður um að áhorfendur verða tilbúnir að sitja með honum í tvo tíma og fylgjast með sögu hans þróast." Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Virknin minnkað þó áfram gjósi Innlent Fleiri fréttir Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Sjá meira
Kvikmyndin Falskur fugl, sem byggir á skáldsögu Mikaels Torfasonar, verður frumsýnd 25. janúar. Þetta er fyrsta mynd leikstjórans, Þórs Ómars Jónssonar, í fullri lengd og aðdragandinn hefur verið langur og strangur. Hver er bakgrunnur þinn sem leikstjóra, Þór Ómar? „Ég fór í kvikmyndanám til Bandaríkjanna rúmlega tvítugur. Var fyrst í rúmt ár í San Francisco en fór svo til Los Angeles þar sem ég gekk í skóla sem er mikið sóttur af Íslendingum. Ég var svo heppinn að fá vinnu um það leyti sem ég kláraði skólann en þá fékk maður sjálfkrafa árs atvinnuleyfi í BNA eftir að námi þar lauk. Heppni minni lauk ekki þar því skömmu seinna vann ég græna kortið og þá byrjaði ballið. Þá var og hét fyrirtæki sem hét Palomar og ég komst í tengsl þar í gegnum Guðna Gunnars jógameistara. Hann kynnti mig fyrir ungri konu sem var að vinna þar í lausamennsku sem framleiðandi. Í gegnum hana datt ég inn í auglýsinga- og tónlistarmyndbandabransann og vann fyrir fullt af stórum flottum nöfnum. Í gegnum Palomar fékk ég vinnu sem hlaupastrákur við mína fyrstu bíómynd og þá byrjaði boltinn að rúlla. Ég fékk smám saman meiri ábyrgð og fór að vinna sem aðstoðarleikstjóri auk þess að vera alltaf að reyna að potast eitthvað sjálfur. Byrjaði fljótlega að gera auglýsingar og tónlistarmyndbönd sjálfur og var í þessum bransa í fjögur ár, þangað til ég flutti heim árið 1997."Löng og erfið fæðing Hvað hefurðu svo verið að gera síðan þú komst heim? „Ég byrjaði að frílansa í bransanum hér heima og komst fljótlega í lausamennsku hjá Sagafilm við að leikstýra auglýsingum. Fljótlega eftir það fór ég að vinna með Ingvari og Balta við gerð myndarinnar Popp í Reykjavík þar sem ég var ráðinn aðstoðarleikstjóri. Það leiddi til þess að ég varð aðstoðarleikstjóri í 101 Reykjavík en eftir það tók ég þá ákvörðun að ég þyrfti að móta mér einhverja stefnu og fór að einbeita mér að því að leikstýra sjónvarpsauglýsingum og tónlistarmyndböndum. Seinna komst ég í samband við umboðsskrifstofu úti í Þýskalandi og fór að fá eina og eina litla mynd til að gera úti." Hvað varð svo til þess að þú ákvaðst að ráðast í gerð heillar bíómyndar? „Draumurinn var auðvitað alltaf að gera alvöru mynd og þessi tiltekna mynd á rætur sínar að rekja til þess að ég kynntist Jóni Atla Jónassyni við gerð Popps í Reykjavík. Við ákveðum það í sameiningu að gera mynd, helst í einum grænum. Mikael Torfason gaf okkur leyfi til að gera mynd upp úr bókinni Fölskum fugli og Jón Atli hjólaði í það að skrifa handrit sem við skiluðum til Kvikmyndasjóðs með beiðni um styrk. Viðbrögðin þaðan voru hins vegar ekki jákvæð, svo vægt sé til orða tekið. Við fengum þau skilaboð að þetta handrit gæti aldrei orðið að bíómynd, til þess væri það alltof ofbeldisfullt og skelfilegt. Við vorum samt ekkert á því að gefast upp heldur skröltum áfram með þetta, sendum inn endurskrifað handrit á hverju ári og ætluðum okkur alltaf að gera þessa mynd með einhverju móti."Enn eitt handrit og annað til Og það tókst sem sagt að lokum? „Já, á einhverjum tímapunkti, sennilega 2002, kemur Snorri Þórisson hjá Pegasus að þessu með okkur og þá fáum við Mikka sjálfan til að setjast niður og semja handrit upp úr eigin bók. Hann skrifaði einar þrjár, fjórar útgáfur sem við sóttum um styrk til að filma en niðurstaðan var alltaf sú sama: þetta væri ekki alveg boðlegt fyrir fólk að horfa á. Þannig að hugmyndin var sett í dvala í nokkur ár en við gleymdum henni samt ekkert og 2009 fórum við Jón Atli enn af stað. Þá tókum við allt annan pól í hæðina, hann endurskrifaði handritið einu sinni enn en við ákváðum að nota bara bókina sem grunn og reyna að gera handritið að sjálfstæðri sögu sem byggði á grunnhugmynd bókarinnar og karakterum. Þessi útgáfa hugnaðist Kvikmyndasjóði betur þannig að loks fengum við smá byr undir báða vængi. Einhvern tímann síðastliðinn vetur tókst mér svo að nurla saman smá aurum og við ákveðum að skella okkur í tökurnar, klára þær og sækja svo bara um eftirvinnslustyrk."Ungir og efnilegir leikarar Þú ert með óþekkta leikara í aðalhlutverkunum, auk þekktra leikara, hvernig voru þeir valdir? „Styr Júlíusson sem leikur Arnald er í MH og hefur leikið eitthvað þar og víðar. Jón Atli hafði séð til hans og mælti með að við reyndum hann í hlutverkið. Við hittum hann og mér fannst hann klárlega vera málið. Ég sé svo sannarlega ekkert eftir því. Hann stóð sig alveg hreint ótrúlega vel. X-ið auglýsti síðan fyrir okkur áheyrnarpróf og við fundum nánast alla krakkana í gegnum það, fyrir utan þau Ísak Hinriksson, Rakel Björk Björnsdóttur og Hjalta Rúnar Jónsson sem okkur var bent á eftir öðrum leiðum. Varla nokkurt þeirra hafði staðið fyrir framan myndavél áður og þetta var auðvitað ögrun bæði fyrir mig sem leikstjóra í fyrsta skipti og fyrir þau. Það fór mikill tími í æfingar og yfirlestur sem á endanum skilaði sér, held ég. Þau tóku ótrúlegum framförum á þessum tíma og ég varð eiginlega bara hálf undrandi þegar upp var staðið hvað þau gerðu þetta vel. Reynsla atvinnuleikaranna skilaði sér líka til þeirra og ég er mjög ánægður með útkomuna." Þetta er orðinn langur meðgöngutími, heil fimmtán ár. Hvernig tilfinning er það að horfa fram á frumsýningu eftir nokkrar vikur? „Ég er bara spenntur og algjörlega sáttur. Þessi prósess hefur staðist allar mínar væntingar. Ég hef oft upplifað það að þegar verkefnum er lokið þá stendur maður uppi með að það er ekki nákvæmlega eins og maður sá það fyrir sér í byrjun, en það er svo skrítið að Falskur fugl er alveg nákvæmlega eins og ég sá hana fyrir mér. Það finnst mér vera merki um það að maður hafi fylgt eigin sannfæringu og ekki bognað á leiðinni. Sagan er dálítið óvenjuleg að því leyti að Arnaldur er andhetja og ekki allra þannig að það skipti gríðarlega miklu máli að við skiluðum honum þannig til áhorfenda að þeir bæru einhverjar taugar og tilfinningar til hans. Mér finnst það hafa tekist og er sannfærður um að áhorfendur verða tilbúnir að sitja með honum í tvo tíma og fylgjast með sögu hans þróast."
Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Virknin minnkað þó áfram gjósi Innlent Fleiri fréttir Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Sjá meira