Erlent

Kínverskir blaðamenn í verkfalli vegna opinberra afskipta

Blaðamenn á einu af helstu blöðum Kína, Sourhern Weekly, eru farnir í verkfall vegna afskipta hins opinbera áróðursstjóra í borginni Guangzhou af efni blaðsins.

Áróðursstjórinn tók út gagnrýninn leiðara í blaðinu um skort á pólitískum umbótum og setti í staðinn inn lofgjörð um kínverska kommúnistaflokkinn. Blaðið, sem staðsett er í Guangzhou er þekkt í Kína fyrir að ganga eins langt og hægt er í gagnrýni á stjórnvöld.

Í frétt um málið á BBC segir að fjöldi fólks sé samankomin fyrir utan ritstjórn blaðsins til að sýna stuðning sinn við blaðamennina.

Það kemur afarsjaldan fyrir í Kína að blaða- eða fréttamenn bjóði stjórnvöldum birginn með þessum hætti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×