Erlent

Náðu 250 kílóum af hassi eftir skotbardagann í Ålbæk

Lögreglan á Jótlandi náði 250 kílóum af hassi í aðgerðinni í höfninni í Ålbæk í gærkvöldi.

Eins og áður hefur komið fram kom til skotbardaga milli lögreglunnar og þriggja fíkniefnasmyglara þegar þeir reyndu að flýja frá lögreglunni á bát sem þeir voru á. Einn smyglaranna var skotinn til bana, annar særður og einn af lögreglumönnunum liggur á sjúkrahúsi með þrjú skotsár á líkamanum. Hann mun ekki í lífshættu.

Nú stendur yfir blaðamannafundur um atburði næturinnar í Ålbæk. Þar kom fram að smyglarnar eru Norðmenn á aldrinum 27 ára til fimmtugs.

Danska lögreglan fékk vísbendingu um þessa smyglara frá norsku lögreglunni síðasta haust.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×