Hyundai/Kia spá minnsta vexti í 7 ár 7. janúar 2013 10:54 Vöxtur S-kóresku fyrirtækjanna beggja hefur verið ævintýralegur á síðustu árumForsvarsmenn Hyundai og Kia bílaframleiðendanna S-kóresku eru ekkert ýkja bjartsýnir fyrir þetta ár. Vöxtur Hyundai og systurfyrirtækisins Kia hefur verið ævintýralegur á síðustu árum, en nú spá þeir minnsta vexti í sölu fyrirtækjanna í 7 ár. Áætlanir þeirra hljóða uppá 4,1% vöxt og að þau muni selja 7,41 milljónir bíla á þessu ári. Það yrði minnst vöxtur þeirra frá árinu 2006, er salan minnkaði um 1,2%. Ein af meginástæðum lágrar vaxtaspár er of sterkur S-kóreskur gjaldmiðill sem hamlar útflutningi bíla beggja framleiðendanna. Dræm sala í Evrópu og efnahagsástand þar mun heldur ekki hjálpa til. Hlutabréf í Hyundai féllu um 1,6% á miðvikudaginn og þar fór stór hluti þess 2,6% vaxtar sem á þeim voru í fyrra. Hlutabréf í Kia féllu um 15% í fyrra og enn frekar um 0,9% í síðustu viku. Hyundai og Kia spáðu 8% aukinni sölu fyrir árið í fyrra og fóru rétt framúr sínum áætlunum og seldu 7,12 milljón bíla á árinu, en spáin hljóðaði uppá 7 milljón bíla. Því er spáin nú fyrir þetta ár helmingur af vextinum í fyrra, en fyrirtækin verða ekki skömmuð fyrir óraunhæfa spá fyrir síðast ár. Þeir markaðir sem halda muni uppi vexti fyrirtækjanna eru Kína og Bandaríkin en búist er við talsvert aukinni sölu þar á árinu. Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent
Vöxtur S-kóresku fyrirtækjanna beggja hefur verið ævintýralegur á síðustu árumForsvarsmenn Hyundai og Kia bílaframleiðendanna S-kóresku eru ekkert ýkja bjartsýnir fyrir þetta ár. Vöxtur Hyundai og systurfyrirtækisins Kia hefur verið ævintýralegur á síðustu árum, en nú spá þeir minnsta vexti í sölu fyrirtækjanna í 7 ár. Áætlanir þeirra hljóða uppá 4,1% vöxt og að þau muni selja 7,41 milljónir bíla á þessu ári. Það yrði minnst vöxtur þeirra frá árinu 2006, er salan minnkaði um 1,2%. Ein af meginástæðum lágrar vaxtaspár er of sterkur S-kóreskur gjaldmiðill sem hamlar útflutningi bíla beggja framleiðendanna. Dræm sala í Evrópu og efnahagsástand þar mun heldur ekki hjálpa til. Hlutabréf í Hyundai féllu um 1,6% á miðvikudaginn og þar fór stór hluti þess 2,6% vaxtar sem á þeim voru í fyrra. Hlutabréf í Kia féllu um 15% í fyrra og enn frekar um 0,9% í síðustu viku. Hyundai og Kia spáðu 8% aukinni sölu fyrir árið í fyrra og fóru rétt framúr sínum áætlunum og seldu 7,12 milljón bíla á árinu, en spáin hljóðaði uppá 7 milljón bíla. Því er spáin nú fyrir þetta ár helmingur af vextinum í fyrra, en fyrirtækin verða ekki skömmuð fyrir óraunhæfa spá fyrir síðast ár. Þeir markaðir sem halda muni uppi vexti fyrirtækjanna eru Kína og Bandaríkin en búist er við talsvert aukinni sölu þar á árinu.
Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent