Innlent

Telur að Djúpið eigi möguleika á tilnefningu til Óskarsverðlauna

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Ólafur Darri Ólafsson í hlutverki sínu í Djúpinu.
Ólafur Darri Ólafsson í hlutverki sínu í Djúpinu.
Djúpið, mynd Baltasars Kormáks, á góða möguleika á því að hljóta tilnefningu til Óskarsverðlaunanna, segir Brooks Barnes pistlahöfundur á New York Times. Afar ólíklegt sé þó að myndin muni hljóta verðlaun á hátíðinni.

Tilnefningar fyrir bestu erlendu myndina verða kynntar á fimmtudaginn en fyrir áramót var valinn níu mynda listi með þeim myndum sem eiga mögleika tilnefningu. Ljóst er að keppnin verður hörð því að á meðal þeirra mynda sem koma til greina er franska myndin The Intouchables sem þykir mjög líkleg til sigurs.

Hljóti Djúpið tilnefningu til Óskarsverðlauna í flokknum besta erlenda myndin, yrði það í annað skiptið í sögunni sem það gerist. Börn náttúrunnar, mynd Friðriks Þórs Friðrikssonar, hlaut tilnefningu fyrir rúmum 20 árum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×