Erlent

Óeirðirnar í Belfast halda áfram

Ekkert lát er á óeirðunum í Belfast á Norður Írlandi og þurfti lögreglan þar í borg að berjast við óeirðaseggi fjórða kvöldið í röð í gærkvöldi.

Múrsteinum og flöskum var kastað í lögreglumennina. Yfir 50 lögreglumenn hafa slasast í þessum óeirðum yfir helgina.

Óeirðirnar blossuðu upp í kjölfar deilna um hve marga daga á ári breski fáninn yrði dreginn að húni við ráðhús borgarinnar.

Þeir sem standa að óeirðunum eru hlynntir ríkjasambandinu við Bretland og hafa ákaft mótmælt þeirri ákvörðun borgaryfirvalda að fækka verulega þeim dögum þar sem breski fáninn er dreginn að húni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×