Segir olíuskatta ýta undir að frekar verði borað Noregsmegin Kristján Már Unnarsson skrifar 5. janúar 2013 19:16 Olíuleitarstjóri Valiant telur íslenska olíuskatta fæla olíufélög frá Drekasvæðinu og geti valdið því að frekar verði borað Noregsmegin. Atvinnuvegaráðherra telur enga ástæðu til að lækka skattana. Sem leitarstjóri Valiant er Norðmaðurinn Terje Hagevang í lykilstöðu þegar ákveðið er hvar og hvenær er borað og hann segir freistandi að byrja frekar Noregsmegin á Jan Mayen-svæðinu. Í viðtali í Klinkinu á Vísi segir hann ástæðuna vera hagstæðara skattakerfi í Noregi. Hann telur að þótt íslensk stjórnvöld hafi lagfært olíuskattakerfið fyrir síðasta útboð hafi ekki verið gengið nógu langt, og það eigi þátt í dræmri þátttöku olíufélaga í útboðinu. Vega þurfi upp erfiðar aðstæður á Jan Mayen-svæðinu með lægri sköttum. Þegar Steingrímur J. Sigfússon atvinnuvegaráðherra, sem ráðherra olíumála, var spurður hvort til greina komi að endurskoða skatta á olíuvinnslu tók hann treglega undir slíkt. Viðbrögð ráðherrans má sjá í meðfylgjandi frétt á Stöð 2. Á ráðstefnu um Drekasvæðið í Reykjavík í nóvember síðastliðnum lýsti Vala Valtýsdóttir, sviðsstjóri hjá Deloitte, sömu áhyggjum og Terje Hagevang. Hún sagði að norska ríkið endurgreiddi allt að 78 prósent af kostnaði vegna leitar og rannsókna og taldi að Íslendingar gætu því séð boranir hefjast Noregsmegin en ekki Íslandsmegin. „Ef fyrirtæki telja að það sé jafnmikill séns að finna olíu Íslandsmegin og Noregsmegin þá getur maður séð að fyrirtæki myndu frekar fara Noregsmegin út af þessum endurgreiðslureglum," sagði Vala í viðtali á Stöð 2. Tengdar fréttir Leitin skapar fjölda starfa þótt engin olía finnist Olíuleit við Ísland mun skila verulegum fjölda starfa, jafnvel þótt engin olía finnist. Endurgreiðslur norska ríkisins vegna olíuleitar gætu hins vegar freistað olíufélaga til að bora fremur Noregsmegin á Jan Mayen-svæðinu. Þetta kom fram á ráðstefnu í Reykjavík í dag. Ert þú klár í olíufund? 1. nóvember 2012 19:15 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Fleiri fréttir Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Sjá meira
Olíuleitarstjóri Valiant telur íslenska olíuskatta fæla olíufélög frá Drekasvæðinu og geti valdið því að frekar verði borað Noregsmegin. Atvinnuvegaráðherra telur enga ástæðu til að lækka skattana. Sem leitarstjóri Valiant er Norðmaðurinn Terje Hagevang í lykilstöðu þegar ákveðið er hvar og hvenær er borað og hann segir freistandi að byrja frekar Noregsmegin á Jan Mayen-svæðinu. Í viðtali í Klinkinu á Vísi segir hann ástæðuna vera hagstæðara skattakerfi í Noregi. Hann telur að þótt íslensk stjórnvöld hafi lagfært olíuskattakerfið fyrir síðasta útboð hafi ekki verið gengið nógu langt, og það eigi þátt í dræmri þátttöku olíufélaga í útboðinu. Vega þurfi upp erfiðar aðstæður á Jan Mayen-svæðinu með lægri sköttum. Þegar Steingrímur J. Sigfússon atvinnuvegaráðherra, sem ráðherra olíumála, var spurður hvort til greina komi að endurskoða skatta á olíuvinnslu tók hann treglega undir slíkt. Viðbrögð ráðherrans má sjá í meðfylgjandi frétt á Stöð 2. Á ráðstefnu um Drekasvæðið í Reykjavík í nóvember síðastliðnum lýsti Vala Valtýsdóttir, sviðsstjóri hjá Deloitte, sömu áhyggjum og Terje Hagevang. Hún sagði að norska ríkið endurgreiddi allt að 78 prósent af kostnaði vegna leitar og rannsókna og taldi að Íslendingar gætu því séð boranir hefjast Noregsmegin en ekki Íslandsmegin. „Ef fyrirtæki telja að það sé jafnmikill séns að finna olíu Íslandsmegin og Noregsmegin þá getur maður séð að fyrirtæki myndu frekar fara Noregsmegin út af þessum endurgreiðslureglum," sagði Vala í viðtali á Stöð 2.
Tengdar fréttir Leitin skapar fjölda starfa þótt engin olía finnist Olíuleit við Ísland mun skila verulegum fjölda starfa, jafnvel þótt engin olía finnist. Endurgreiðslur norska ríkisins vegna olíuleitar gætu hins vegar freistað olíufélaga til að bora fremur Noregsmegin á Jan Mayen-svæðinu. Þetta kom fram á ráðstefnu í Reykjavík í dag. Ert þú klár í olíufund? 1. nóvember 2012 19:15 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Fleiri fréttir Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Sjá meira
Leitin skapar fjölda starfa þótt engin olía finnist Olíuleit við Ísland mun skila verulegum fjölda starfa, jafnvel þótt engin olía finnist. Endurgreiðslur norska ríkisins vegna olíuleitar gætu hins vegar freistað olíufélaga til að bora fremur Noregsmegin á Jan Mayen-svæðinu. Þetta kom fram á ráðstefnu í Reykjavík í dag. Ert þú klár í olíufund? 1. nóvember 2012 19:15