Erlent

Flugvél tískukóngs gufaði upp

Vittorio Missoni
Vittorio Missoni
Árangurslaus leit hefur staðið yfir að lítilli flugvél sem hvarf af ratsjám við strönd Venesúela á föstudag. Um borð voru tveir flugmenn, og fjórir Ítalir, þar á meðal Vittorio Missoni, einn eiganda Missoni tískuhússins og eiginkona hans.

Vélin var á leið frá eyju útaf strönd Venesúela til höfuðborgarinnar Caracas en skilaði sér aldrei á áfangastað. Á sama degi árið 2008 hvarf önnur flugvél með átta Ítölum innanborðs á sama stað og hefur einungis eitt lík fundist.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×