Erlent

Dagbókin kom upp um sprengjumann

Sautján ára drengur í Alabama fylki í Bandaríkjunum hefur verið handtekinn vegna gruns um að hann hafi ætlað að koma fyrir sprengju í skólanum sínum.

Það var kennari í skólanum sem las í dagbók drengsins að hann ætlaði að sprengja skólann og voru sex nemendur nefndir sem skotmark.

Kennarinn lét lögreglu vita og leitaði hún þá heima hjá drengnum og fann þar fjölda tóbaksdósa fylltar með sprengjubrotum og með götum að því er virðist fyrir sprengiþráð.

Drengurinn segist hafa verið að skrifa skáldsögu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×