Fleiri fréttir

Björgunarsveitarmaður til hjálpar vegna Bopha

Lárus Björnsson úr Björgunarsveit Hafnarfjarðar og Íslensku alþjóðabjörgunarsveitinni (ÍA) er nú á leið til Filippseyja þar sem fellibylurinn Bopha gerði mikinn usla í síðustu viku.

Sveitastjórinn með tárin í augunum

Sveitastjórinn á Kirkjubæjarklaustri er með tárin í augunum eftir að sundlauginni á Kirkjubæjarklaustri var lokað í morgun. Grunnskólabörn munu því ekki komast ekki í skólasund á næstunni.

Yrði stjórnað með faxi frá Brussel

„Ég vil ekki að Bretland fari úr Evrópusambandinu,“ segir David Cameron, forsætisráðherra Bretlands. Og ástæðan: „Ég tel að sá hagur sem við höfum af innri markaðnum ráði úrslitum.“

Lofa að þýða ekki með Google

Lögreglan í Kaupmannahöfn hefur viðurkennt að það voru mistök að nota þýðingarforrit Google, Google Translate, við hryðjuverkarannsókn. Þá hefur því verið lofað að forritið verði ekki notað framar.

Telja að dregið sé úr valdi forsetans

Fulltrúar í sérfræðinganefnd hallast að því að ný stjórnarskrá dragi úr valdi forseta Íslands. Ekki hafi tekist að skýra hlutverk hans skilmerkilega í endurskoðuninni. Þversögn sé í að forseti með sterkt lýðræðislegt umboð hafi fá verkefni.

Útblástur á mann er mestur hér

Næstum helmingi fleiri nota nagladekk undir bíla sína í Jönköping í Svíþjóð en í Reykjavík, eða 60 prósent á móti 34 prósentum í Reykjavík. Þetta er meðal þess sem fram kemur í skýrslunni „Samanburður á umhverfisstjórnun vega- og gatnagerðar á Norðurlöndunum 2012“ sem út kom fyrr á árinu hjá Vegagerðinni.

Andrea og Þórður í framboð fyrir Dögun

Tveir fyrrum formenn Hagsmunasamtaka heimilanna, Andrea Jóhanna Ólafsdóttir og Þórður Björn Sigurðsson hafa ákveðið að gefa kost á sér í framboð fyrir Dögun fyrir alþingiskosningarnar 2013.

Neysluskattar háir og óskilvirkir hér á landi

Tollar eru tæplega þrefalt hærri á Íslandi en í helstu nágrannalöndunum, þá eru neyslustýringaráhrif meiri og skilvirkni minni. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri úttekt Viðskiptaráðs. Framkvæmdastjórinn segir endurskoðunar þörf.

Ný útlendingalög lögð fram á nýju ári

Ný lög um málefni útlendinga verða ekki lögð fram í þinginu á þessu ári, eins og vonast hafði verið til. Vinna við frumvarpsgerð hefur tekið lengri tíma en gert var ráð fyrir en stefnt er að því að frumvarp að nýjum útlendingalögum verði lagt fram í ríkisstjórninni strax eftir áramót.

Tvö innbrot í íbúðarhús

Lögreglu var tilkynnt um tvö innbrot í íbúðarhús á höfuðborgarsvæðinu í gær, bæði framin um daginn.

Mandelatorg fær byr í borginni

Embætti skipulagsstjóra í Reykjavík leggur til að borgin taki jákvætt í ósk Arkitektur- og designhögskolen í Ósló og úthluti skólanum svæði til að útfæra torg tileinkað Nelson Mandela.

Loftsteinaregn á austurhimni

Eina tilkomumestu loftsteinadrífu ársins má sjá á austurhimni í kvöld og annað kvöld hér á landi, ef veður leyfir.

Líkamsárás á gistiheimili í nótt

Karlmaður réðist á unga konu í gistiheimili í Reykjavík og barst lögreglu tilkynning um það um þrjú leitið. Árásarmaðurinn var handtekinn og vistaður í fangageymslu, en konan var flutt á slysadeild Landsspítalans.

Árni nýtur meira trausts en Guðbjartur

Meirihluti þeirra Samfylkingarmanna, sem tóku afstöðu í skoðanakönnun MMR fyrir Viðskiptablaðið, treystir Árna Páli Árnasyni betur til að gegna embætti formanns flokksins, en Guðbjarti Hannessyni, en þeir gefa báðir kost á sér til formanns.

Páfinn er kominn á twitter

Benedikt 16. páfi heldur áfram að taka nýjustu tækni í sína þjónustu. Páfinn er nú kominn á twitter og hefur sent fyrstu skilaboð sín þar.

Gunnari spáð bjartri framtíð í bardagaíþróttum

Bardagaíþróttakappinn Gunnar Nelsson er á 15 manna lista íþróttavefsins Bleacher Report, yfir þá bardagamenn sem vefurinn telur líkilegasta til afreka í blönduðum bardagalistum í framtíðinni.

Berlusconi dregur sig í hlé ef Monti fer fram

Silvio Berlusconi hefur boðist til þess að hverfa frá endurkomu sinni í ítalskt stjórnmálalíf ef Mario Monti fellst á að bjóða sig fram sem leiðtogaefni sambands hægriflokkanna á Ítalíu í komandi þingkosningum.

Lögreglan lýsir eftir 12 ára dreng

Lögreglan á Hvolsvelli lýsir eftir Jóhanni Berg Jóhannssyni, 12 ára gömlum, sem strauk af bæ í Meðallandi, í Vestur-Skaftafellssýslu í gær, og hefur líklega ætlað til Reykjavíkur.

Hrossahópar valda slysum og hættu fyrir norðan

Ökumaður slapp ómeiddur þegar bílll hans valt heila veltu út af Ólafsfjarðarvegi á fjórða tímanum í nótt, en ökumaðurinn hafði rétt náð að sveigja frá hrossahópi, sem var á miðjum veginum. Bíllinn skemmdist töluvert.

Hraðfara breytingar ógna tærleika Þingvallavatns

Unnið er að úttekt á ástandi rotþróa við sumarhús á Þingvöllum til að freista þess að koma í veg fyrir að mengun berist út í Þingvallavatn. Aukin mengun frá umferð við vatnið og á höfuðborgarsvæðinu hefur einnig áhrif.

Jón Ásgeir og Lárus ákærðir vegna Aurum

Sérstakur saksóknari gaf í gær út ákæru á hendur fjórum mönnum vegna svokallaðs Aurum Holdings-máls. Á meðal ákærðra eru athafnamaðurinn Jón Ásgeir Jóhannesson og Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins.

Hafið tekur lengi við

Við mat á lágmarkshreinsun skólps í þéttbýli er einkum horft til þriggja þátta; hversu mikið skólp er losað, hvort skólpið er leitt í ferskvatn eða strandsjó og hvort svæðið sem tekur við skólpinu, svokallaður viðtaki, er skilgreint venjulegt, viðkvæmt eða síður viðkvæmt. Viðtaki telst viðkvæmur ef hann gæti orðið fyrir neikvæðum áhrifum vegna mengunar sé ekki gripið til verndaraðgerða. Hann telst hins vegar síður viðkvæmur þar sem endurnýjun vatns er mikil og losun tiltekinnar mengunar er ekki talin hafa skaðleg áhrif á umhverfið. Þar er t.d. átt við ármynni og strandsjó þar sem straumar eru sterkir.

„Ætlaði að eiga á þessum degi“

„Ég var búin að segja öllum að ég ætlaði að eiga á þessum degi en það var meira sagt í gríni en alvöru,“ segir Ásta Axelsdóttir, sem eignaðist stúlkubarn á Landspítalanum í gærmorgun, þann 12. desember eða 12.12.2012.

Uppreisnarmenn fá víðtækan stuðning

Meira en hundrað ríki, þar á meðal Bandaríkin og öll Norðurlöndin, hafa viðurkennt nýtt bandalag sýrlenskra stjórnarandstæðinga. Jafnframt var á ráðstefnu „Vina Sýrlands“, sem haldin er í Marokkó, rætt um að útvega uppreisnarmönnum í Sýrlandi frekari mannúðaraðstoð, og hugsanlega jafnvel hernaðaraðstoð.

Kætti veik börn á spítala

El Salvador Íslendingurinn Einar Sveinsson heldur áfram að gleðja börnin í El Salvador með því að klæðast jólasveinabúningi og gefa þeim gjafir í aðdraganda jólanna.

Hæsta hengibrú heims opin ferðalöngum í Ölpunum

Fyrir skemmstu opnaði ný göngubrú í svissnesku Ölpunum. Það heyrði ef til vill ekki til tíðinda nema að brúarsmiðirnir segja að um sé að ræða hæstu hengibrú í heimi. Brúin, sem liggur utan með klettaveggnum á Titlis-fjalli, í nágrenni vinsæls skíðasvæðis, er í yfir þriggja kílómetra hæð yfir sjávarmáli.

Gervitungl Norður-Kóreu stjórnlaust

Eftir nokkrar misheppnaðar tilraunir hefur Norður-Kóreumönnum loks tekist að koma gervitungli á sporbraut um jörðu. Geimskotið átti sér stað í dag.

Nirvana spilar í New York

Rokkhljómsveitin Nirvana mun stíga á svið í New York í kvöld. Tæp 20 ár eru liðin frá því að Kurt Cobain, söngvari og forsprakki Nirvana, svipti sig lífi. Bítillinn Paul McCartney mun fylla í skarðið.

Lögreglan hvetur fólk til að vera vakandi

Brotist hefur verið inn í fimm einbýlishús á höfuðborgarsvæðinu síðan um helgina. Lögreglan segir innbrotahrinuna svipa til óupplýstra innbrota fyrir rúmu ári síðan og biður hún fólk um að vera á varðbergi.

Fjölskylduhjálp fékk mikið magn af barnafötum

Fjölskylduhjálp Íslands fékk í gær tvö stór vörubretti af barnafatnaði frá 66°Norður. Um er að ræða kuldagalla, flísgalla, flíspeysur og buxur sem og húfur og vettlinga. Andvirði fatnaðarins er tæplega þrjár milljónir króna.

Sækja olíurisarnir um Austur-Grænland?

Á næstu dögum skýrist hvort stærstu olíurisar heimsins verða í hópi þeirra sem sækja um olíuleit við Austur-Grænland, - beint norður af Íslandi. Nærri þrjátíu íslensk fyrirtæki og stofnanir búa sig undir að ná þjónustuverkefnum. Margir spá því að ekki aðeins Drekasvæðið verði stórt fyrir Ísland, það verði einnig olíusvæðin við austurströnd Grænlands.

Minniháttar leki í Maníu

Allt tiltækt slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út vegna vatnsleka í húsnæði að Laugaveg 51 á fimma tímanum í dag. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu var lekinn ekki mikill.

Breyting á byggingareglugerð gæti aukið kostnað um 10%

Samtök verslunar og þjónustu taka undir alvarlegar athugasemdir sem hagsmunaaðilar í byggingariðnaði hafa sett fram vegna fyrirhugaðara breytinga á byggingarreglugerð. Andrés Magnússon framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu segir samtökin fyrst og fremst hafa áhyggjur af hækkun byggingarkostnaðar.

Traust til Vísis eykst um rúm 40%

Traust til fréttavefjarins Vísis hefur aukist um 43% frá árinu 2009. Þetta má lesa út úr niðurstöðum skoðanakönnunar MMR á trausti til fjölmiðla. Þar kemur fram að í maí 2009 sögðust 24,4% þeirra sem tóku afstöðu bera mikið traust til Visis borið saman við 34,8% nú. Prósentuaukningin er um 43%. Aftur á móti sögðust 22,5% bera lítið traust til Vísis.

Sprengjuhótun í Ohio barst í gegnum Ísland

Sprengjuhótun sem beindist að borginni Dublin í miðhluta Ohio er í bandarískum fjölmiðlum sögð hafa tengsl við Ísland. Samkvæmt lögregluskýrslum, sem fréttastofan 10 TV í Ohio, hefur undir höndum var hótunin send í gegnum netfang sem er ekki hægt að rekja. Tölvupósturinn fór meðal annars í gegnum íslenskan netþjón. Hún var líka send í gegnum síma.

Sjá næstu 50 fréttir