Innlent

Fjölskylduhjálp fékk mikið magn af barnafötum

Helgi Rúnar Óskarsson og Ásgerður Jóna Flosadóttir við afhendingu fatnaðarins í húsakynnum Fjölskylduhjálparinnar í dag.
Helgi Rúnar Óskarsson og Ásgerður Jóna Flosadóttir við afhendingu fatnaðarins í húsakynnum Fjölskylduhjálparinnar í dag.
Fjölskylduhjálp Íslands fékk í gær tvö stór vörubretti af barnafatnaði frá 66°Norður. Um er að ræða kuldagalla, flísgalla, flíspeysur og buxur sem og húfur og vettlinga. Andvirði fatnaðarins er tæplega þrjár milljónir króna.

,,Þetta er þriðja árið í röð sem 66°Norður kemur hingað til okkar færandi hendi og afhendir okkur ótrúlega veglegar gjafir. Þessi fatnaður gerir gæfumuninn þegar kemur að því að finna fallegar jólagjafir handa börnum okkar skjólstæðinga. Þetta er mjög vandaður og fallegur fatnaður sem að auki er glæný vara. Okkur hlýnar um hjartarætur þökkum fyrir okkur," sagði Ásgerður Jóna Flosadóttir, starfandi formaður Fjölskylduhjálparinnar, þegar hún tók á móti fatnaðinum í húsakynnum Fjölskylduhjálparinnar í dag.

,,Það er mjög gaman að geta rétt fram hjálparhönd fyrir jólin og ég vona að sem flestir njóti góðs af. 66°Norður er 86 ára gamalt fyrirtæki sem hefur fylgt þjóðinni í gegnum súrt og sætt á sjó og landi. Mér finnst þetta það minnsta sem við gátum gert. Ég vil hvetja fyrirtæki til að láta gott af sér leiða nú fyrir jólin," sagði Helgi Rúnar Óskarsson, forstjóri 66°NORÐUR.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×