Fleiri fréttir Átta manns handteknir þegar lögreglan réðst inn í spilavíti Átta manns, hluti af þeim Íslendingar, voru handteknir í spilavíti í Skeifunni í gærkvöld. Fólkið er enn í haldi, en ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort krafist verður gæsluvarðhalds. 12.12.2012 13:43 Járnbrautastöðin í Kaupmannahöfn rýmd eftir hugsanlega sprengju Aðaljárnbrautastöðin í Kaupmannahöfn, Hovedbanegård, hefur verið rýmd eftir að dularfullur pakki fannst þar nú fyrir stundu. Allar lestarsamgöngur í borginni liggja nú niðri. 12.12.2012 12:21 Brekkurnar í Bláfjöllum mýktar með grasi úr Reykjavík Skíðasvæðið í Bláfjöllum var opnað í síðustu viku og eru aðstæður þar einstaklega góðar. Hey sem til fellur við slátt í höfuðborginni hefur verið nýtt í brekkurnar. Þannig verður undirlagið mýkra og minna um grjót. 12.12.2012 12:15 Norðlendingar keyptu lottómiða í Reykjavík - Unnu 19 milljónir Eigendur vinningsmiðans í Lottóinu frá síðustu helgi hafa gefið sig fram til Íslenskrar getspár. Það voru lukkulegir Norðlendingar sem að hlutu vinninginn en þau áttu leið til Reykjavíkur og keyptu sér miðann góða, sem var tíu raða sjálfvalsmiði í N1 við Ártúnshöfða. Það má því sannarlega segja að þetta hafi verið ferð til fjár þar sem miðinn hafði að geyma 19 milljóna króna vinning. 12.12.2012 11:56 Erlend tímarit ljúka lofsorði á Hamrahlíðarkórinn Gramophone, BBC Music Magazine og Early Music Review, sem eru í hópi virtustu tónlistarita heims, hafa á undanförnum vikum lokið lofsorði á hljómdisk Hamrahlíðarkórsins, Jólasögu. 12.12.2012 11:45 Tóku Of Monsters and Men í vinsælum söngvaþætti Það er löngu orðið ljóst að hljómsveitin Of Monsters and Men hefur slegið í gegn í Bandaríkjunum. Í undanúrslitaþætti söngvaþáttarins The Voice syngja keppendurnir sem eru eftir lagið Little Talks með íslensku hljómsveitinni. 12.12.2012 11:42 Fengu eiturefnabúnað vegna lekans í Vesturbæjarlaug Mikill viðbúnaður var við Vesturbæjarlaug í morgun eftir að Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins barst tilkynning um kolsýruleka. 12.12.2012 11:30 Ljósmæður og iðjuþjálfar vilja bætt kjör Bæði ljósmæður og iðjuþjálfar vekja athygli á lágum launum sínum í ályktunum sem stéttarfélög þeirra sendu fjölmiðlum í morgun. 12.12.2012 11:16 Tæplega helmingur ánægður með niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðslunnar 43% aðspurðra eru frekar ánægðir eða mjög ánægðir með niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðslunnar, sem fram fór 20. október síðastliðinn, um tillögur stjórnlagaráðs að frumvarpi til stjórnskipunarlaga. Tæplega 30% voru frekar eða mjög óánægð og 27% voru hvorki ánægð né óánægð. Þetta sýna niðurstöður MMR könnunar. Viðhorf fólks til niðurstaða þjóðaratkvæðargreiðslunnar reyndist nokkuð breytilegt eftir hinum ýmsu þjóðfélagshópum. 12.12.2012 10:59 Fólk er að leita að því sérstaka - 12.12.12 í dag "Ég er að fara gifta klukkan sjö í kvöld, það er skemmtilegt því maður giftir ekki oft á miðvikudögum,“ segir séra Hjálmar Jónsson, dómkirkjuprestur. Í dag er síðasti dagurinn á þessari öld þar sem tölurnar í dagsetningunni eru þær sömu, 12.12.12. 12.12.2012 10:34 Mikill viðbúnaður við Vesturbæjarlaug Mikill viðbúnaður var við sundlaug Vesturbæjar í morgun þegar slökkviliðinu barst tilkynning um kolsýruleka. Sundlaugin var rýmd og þrír slökkviliðsbílar voru sendir á staðinn, auk lögreglumanna. Stefán Eiríksson lögreglustjóri var á meðal þeirra sem mætti á staðinn. Ekki liggur alveg ljóst fyrir hvaða efni það var sem lak, en iðnaðarmenn sem voru að vinna í húsinu fundu lykt sem þeir töldu varhugaverða. 12.12.2012 10:24 Sextíu og fimm ár frá björgunarafrekinu við Látrabjarg Sextíu og fimm ár eru í dag liðin frá einu frækilegasta björgunarafreki Íslandssögunnar þegar breska skipið Dhoon strandaði við Látrabjarg. Heimamenn á Látrum og nágrenni björguðu þar breskum skipverjum með því að síga niður bjargið og strengja línu að bátnum til þess að bjarga skipverjunum. 12.12.2012 10:17 Uppljóstrararnir fleiri á Íslandi Facebook-notkun gerir stærstan hluta Íslendinga að mögulegum uppljóstrurum fyrir stjórnvöld, og er það margfalt þéttara net uppljóstrara en jafnvel Stasi, leyniþjónusta Austur-Þýskalands, státaði af fyrir hrun Berlínarmúrsins. Þetta segir Julian Assange, stofnandi Wikileaks, í nýlegu viðtali við breska dagblaðið Guardian. 12.12.2012 10:00 Segir óttann vera tóma dellu Owen Paterson, umhverfisráðherra Bretlands, segir enga ástæðu til að hafa áhyggjur af áhrifum erfðabreyttra matvæla á heilsufar fólks. 12.12.2012 10:00 Íbúar reyna að kaupa Kristjaníu Íbúar fríríkisins Kristjaníu leggja nú sitt af mörkum til að kaupa hverfið af danska ríkinu. Kaupin eru fjármögnuð með hlutabréfaútboði og hafa þegar selst bréf fyrir tíu milljónir króna að því er segir í Berlingske. 12.12.2012 10:00 Taka harðar á brotum bænda Einar Sigurðsson, forstjóri MS, segir að málefni mjólkurbúanna tveggja varpi rýrð á störf fjölmargra íslenskra bænda. „Það er þungt að taka þessari umræðu vegna þess að hlutirnir á Íslandi eru í prýðilegu lagi. Bændurnir eru að skila frá sér hráefni í hæsta gæðaflokki, eins og gæðaprófanir okkar sýna. Þeir standast allan samanburð og vilja halda því þannig.“ 12.12.2012 09:00 Telur rammaáætlun hafa mistekist Kristján L. Möller, formaður atvinnuveganefndar og þingmaður Samfylkingarinnar, telur að ferli rammaáætlunar um vernd og nýtingu náttúrusvæða, hafi mistekist. Iðnaðarráðherra og umhverfisráðherra, sem unnu þingsályktunartillögu, hafi ekki haft það að leiðarljósi að ná sátt um málið. Það sé orðið pólitískt en ekki faglegt. 12.12.2012 09:00 Spjaldtölvuvæðing hefst í Álftanesskóla Álftanesskóli hefur fest kaup á spjaldtölvum til kennslu í 4. og 6. bekk. Um er að ræða tilraunaverkefni sem er í samstarfi við Námsgagnastofnun og Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Hægt að stýra efni eftir þörfum hvers nemanda. 12.12.2012 08:00 Forsætisráðherra Cayman eyja handtekinn vegna spillingar Forsætisráðherra Cayman eyja hefur verið handtekinn, sakaður um spillingu og þjófnað í störfum sínum. 12.12.2012 07:48 Segir skýringu Bjarna bónda vera tómt rugl Forgangsverk að bæta aðstöðu kúnna á Brúarreykjum, segir framkvæmdastjóri Búnaðarsambands Vesturlands. Ráðunautur hafi viljað svipta búið leyfi í fyrra. 12.12.2012 07:00 Sáttur við frumvarpið en vill gera breytingar erfiðari Þjóðréttarfræðingur segir endurbætur felast í frumvarpi um stjórnarskrá og líst vel á það. Vill þó að erfiðara verði að breyta stjórnarskránni. Dómstólar verði að skera úr um hvort eignarréttur hafi myndast um kvóta. 12.12.2012 07:00 Fyrsta konan bæjarstjóri Akranes í 70 ár Regína Ástvaldsdóttir hefur verið ráðin bæjarstjóri Akraness og verður fyrsta konan til að gegna starfi bæjarstjóra í 70 ára kaupstaðartíð bæjarins. Hún er félagsráðgjafi að mennt með framhaldsnám í opinberri stjórnsýslu og var um tíma staðgengill núverandi borgarstjóra í Reykjavík. 12.12.2012 06:59 Bíll valt innst í Ísafjarðardjúpi Bíll valt út af þjóðveginum innst í Ísafjarðardjúpi seint í gærkvöldi. Sjúkrabíll frá Hólmavík var sendur eftir ökumanninum, sem var einn í bílnum. 12.12.2012 06:54 Enn eitt innbrot í íbúðahús Tilkynnt var um innbrot í íbúðarhús í Hafnarfirði í gærkvöldi þaðan sem verðmætum var stolið. Þjófurinn, eða þjófarnir, brutu upp glugga og komust þannig inn og svo óséðir á brott. 12.12.2012 06:44 Læknaráð Landspítalans óttast uppsagnir Læknaráð Landspítalans óttast að uppsagnir 250 hjúkrunarfræðinga við spítalann sé aðeins upphaf þess að spíatlinn missi fjölda af fagfólki ef ekkert verði að gert. 12.12.2012 06:42 Velheppnað geimskot hjá Norður Kóreumönnum Norður-Kóreumönnum tókst að koma gervihnetti á braut um jörð með langdrægri eldflaug sem skotið var á loft í nótt. Bandaríkjamenn hafa staðfest að eldflaugaskotið hafi heppnast. 12.12.2012 06:40 Tveir teknir þegar bruggverksmiðja var stöðvuð á Selfossi Lögreglan á Selfossi stöðvaði landafarmleiðslu í bílskúr í bænum í gærkvöldi og voru tveir menn handteknir. 12.12.2012 06:37 Útdauð eðla skírð í höfuðið á Barack Obama Löngu útdauð eðla hefur verið skírð í höfuðið á Barack Obama Bandaríkjaforseta. Eðlan hefur hlotið nafnið Obamadon gracilis en hún lifði á sama tíma og risaeðlurnar og dó út ásamt þeim fyrir um 65 milljónum ára síðan. 12.12.2012 06:33 Chavez gekkst undir velheppnaða aðgerð á Kúbu Hugo Chavez gekkst undir velheppnað skurðaðgerð vegna krabbameins á Kúnu í gærkvöldi. Þetta er í fjórða sinn síðan í júní í fyrra að Chavez þarf að fara í aðgerð vegna krabbameins. 12.12.2012 06:30 Dularfullu geimfari skotið á braut um jörðu í þriðja sinn Bandaríski flugherinn og NASA geimferðastofnun Bandaríkjanna hafa sent hið dularfulla geimfar X-37B á braut um jörðu í þriðja sinn. Geimfarinu var skotið á loft frá Flórída í gærkvöldi. 12.12.2012 06:28 Skotárás kostaði þrjá lífið í Oregon Skotárás í verslunarmiðstöð í Portland í Oregon kostaði þrjá menn lífið, þar á meðal árásaramanninn í gærkvöldi. 12.12.2012 06:27 Ruby hjartaþjófur heldur til í Mexíkó Stúlkan sem er miðpunkturinn í málaferlum gegn Silvio Berlusconi fyrrum forsætisráðherra Ítalíu er komin fram. Hún segist vera í Mexíkó ásamt kærasta sínum og barni. 12.12.2012 06:23 Sýklalyf á meðgöngu valda astma hjá börnum Ný rannsókn sýnir að hættan á að börn fái astma eykst töluvert ef mæður þeirra nota sýklalyf eins og penisilín á meðgöngunni. 12.12.2012 06:19 Ný tækni auðveldar Blóðbankanum jólin Ný tækni við geymslu á blóðflögum auðveldar Blóðbankanum skipulagningu birgðahalds yfir jól og áramót. Yfirlæknir blóðbankans bendir þó á að þótt fólk gleðjist yfir mörgum frídögum yfir hátíðarnar séu jólin í ár „ekki blóðbankajól“. 12.12.2012 05:00 Svíar berjast fyrir munntóbaki Viðskiptaráðherra Svíþjóðar segir að farið verði í allsherjarstríð við ESB ætli sambandið sér að úthýsa munntóbaki með nýrri heilbrigðistilskipun. 12.12.2012 05:00 Mátti ekki neita sölu á kynferðislegu víni EFTA-dómstóllinn telur ÁTVR óheimilt að neita að selja áfenga drykki á þeim forsendum að umbúðir þeirra brjóti í bága við almennt velsæmi. 12.12.2012 05:00 Victor Ponta vann stórsigur Ríkisstjórnarflokkarnir í Rúmeníu unnu öruggan sigur í þingkosningum um helgina. Vart er þó að búast við því að erjum tveggja helstu stjórnmálaleiðtoga landsins linni. 12.12.2012 04:00 Spennan vex með hverjum degi Jafnt andstæðingar sem stuðningsmenn Mohammeds Morsi Egyptalandsforseta flykktust út á götur og torg Kaíró í gær og var óttast að til átaka kæmi. 12.12.2012 03:00 Bretar trúa á Stjörnustríð Jedi-riddarar eru fjölmennasti trúflokkurinn í Englandi og Wales í flokki „annarra trúarbragða“. Yfir 240 þúsund manns eru skráðir í slíka óskilgreinda trúflokka og eru Jedi-riddarar þar af um 175 þúsund, eða um 72 prósent af heildarfjöldanum. 11.12.2012 23:45 Eyðni kom krabbameinssjúkri stúlku til bjargar Krabbamein og eyðni eru á meðal verstu áfalla sem mannslíkaminn getur orðið fyrir. Ný, byltingarkennd krabbameinsmeðferð stefnir nú þessum hræðilegu sjúkdómum gegn hvor öðrum og hin sjö ára gamla Emma Whitehead er lifandi sönnun þess að gott getur sannarlega sprottið frá illu. 11.12.2012 23:08 Beðið eftir Hobbitanum Löng biðröð myndaðist fyrir utan verslunina Nexus á Herfisgötu í kvöld. Hátt í hundrað manns biðu þar óþreyjufullir eftir að tryggja sér miða á forsýningu kvikmyndarinnar The Hobbit sem frumsýnd verður 26. desember næstkomandi. 11.12.2012 22:31 Regína Ásvaldsdóttir ráðin bæjarstjóri á Akranesi Regína Ásvaldsdóttir verður næsti bæjarstjóri á Akranesi. Samþykkt var á fundi bæjarstjórnar Akraness í kvöld að ganga til samninga við hana. 11.12.2012 22:16 Innbrotafaraldur - þjófar fara inn um svefnherbergisglugga Undanfarna daga hefur verið brotist inn í nokkur einbýlishús á höfuðborgarsvæðinu. Í öllum tilvikum er aðferð þjófanna sú saman. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu brjóta þjófarnir upp stormjárn og fara inn um svefnherbergisglugga. 11.12.2012 22:11 Jón Gnarr vekur hrifningu netverja - svarar spurningum um allt milli himins og jarðar Jón Gnarr, borgarstjóri í Reykjavík, sat fyrir svörum á vefsíðunni Reddit í kvöld. Netverjar voru augljóslega áhugasamir um starf borgarstjórans en hundruð spurninga bárust. 11.12.2012 21:35 Reykjavík tekur slaginn í baráttunni við atvinnuleysi Guðbjartur Hannesson, velferðarráðherra og Jón Gnarr, borgarstjóri í Reykjavík, undirrita á morgun samning um þátttöku sveitarfélagsins í þjóðarátakinu Vinna og virkni - átak gegn atvinnuleysi árið 2013. 11.12.2012 21:00 Sjá næstu 50 fréttir
Átta manns handteknir þegar lögreglan réðst inn í spilavíti Átta manns, hluti af þeim Íslendingar, voru handteknir í spilavíti í Skeifunni í gærkvöld. Fólkið er enn í haldi, en ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort krafist verður gæsluvarðhalds. 12.12.2012 13:43
Járnbrautastöðin í Kaupmannahöfn rýmd eftir hugsanlega sprengju Aðaljárnbrautastöðin í Kaupmannahöfn, Hovedbanegård, hefur verið rýmd eftir að dularfullur pakki fannst þar nú fyrir stundu. Allar lestarsamgöngur í borginni liggja nú niðri. 12.12.2012 12:21
Brekkurnar í Bláfjöllum mýktar með grasi úr Reykjavík Skíðasvæðið í Bláfjöllum var opnað í síðustu viku og eru aðstæður þar einstaklega góðar. Hey sem til fellur við slátt í höfuðborginni hefur verið nýtt í brekkurnar. Þannig verður undirlagið mýkra og minna um grjót. 12.12.2012 12:15
Norðlendingar keyptu lottómiða í Reykjavík - Unnu 19 milljónir Eigendur vinningsmiðans í Lottóinu frá síðustu helgi hafa gefið sig fram til Íslenskrar getspár. Það voru lukkulegir Norðlendingar sem að hlutu vinninginn en þau áttu leið til Reykjavíkur og keyptu sér miðann góða, sem var tíu raða sjálfvalsmiði í N1 við Ártúnshöfða. Það má því sannarlega segja að þetta hafi verið ferð til fjár þar sem miðinn hafði að geyma 19 milljóna króna vinning. 12.12.2012 11:56
Erlend tímarit ljúka lofsorði á Hamrahlíðarkórinn Gramophone, BBC Music Magazine og Early Music Review, sem eru í hópi virtustu tónlistarita heims, hafa á undanförnum vikum lokið lofsorði á hljómdisk Hamrahlíðarkórsins, Jólasögu. 12.12.2012 11:45
Tóku Of Monsters and Men í vinsælum söngvaþætti Það er löngu orðið ljóst að hljómsveitin Of Monsters and Men hefur slegið í gegn í Bandaríkjunum. Í undanúrslitaþætti söngvaþáttarins The Voice syngja keppendurnir sem eru eftir lagið Little Talks með íslensku hljómsveitinni. 12.12.2012 11:42
Fengu eiturefnabúnað vegna lekans í Vesturbæjarlaug Mikill viðbúnaður var við Vesturbæjarlaug í morgun eftir að Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins barst tilkynning um kolsýruleka. 12.12.2012 11:30
Ljósmæður og iðjuþjálfar vilja bætt kjör Bæði ljósmæður og iðjuþjálfar vekja athygli á lágum launum sínum í ályktunum sem stéttarfélög þeirra sendu fjölmiðlum í morgun. 12.12.2012 11:16
Tæplega helmingur ánægður með niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðslunnar 43% aðspurðra eru frekar ánægðir eða mjög ánægðir með niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðslunnar, sem fram fór 20. október síðastliðinn, um tillögur stjórnlagaráðs að frumvarpi til stjórnskipunarlaga. Tæplega 30% voru frekar eða mjög óánægð og 27% voru hvorki ánægð né óánægð. Þetta sýna niðurstöður MMR könnunar. Viðhorf fólks til niðurstaða þjóðaratkvæðargreiðslunnar reyndist nokkuð breytilegt eftir hinum ýmsu þjóðfélagshópum. 12.12.2012 10:59
Fólk er að leita að því sérstaka - 12.12.12 í dag "Ég er að fara gifta klukkan sjö í kvöld, það er skemmtilegt því maður giftir ekki oft á miðvikudögum,“ segir séra Hjálmar Jónsson, dómkirkjuprestur. Í dag er síðasti dagurinn á þessari öld þar sem tölurnar í dagsetningunni eru þær sömu, 12.12.12. 12.12.2012 10:34
Mikill viðbúnaður við Vesturbæjarlaug Mikill viðbúnaður var við sundlaug Vesturbæjar í morgun þegar slökkviliðinu barst tilkynning um kolsýruleka. Sundlaugin var rýmd og þrír slökkviliðsbílar voru sendir á staðinn, auk lögreglumanna. Stefán Eiríksson lögreglustjóri var á meðal þeirra sem mætti á staðinn. Ekki liggur alveg ljóst fyrir hvaða efni það var sem lak, en iðnaðarmenn sem voru að vinna í húsinu fundu lykt sem þeir töldu varhugaverða. 12.12.2012 10:24
Sextíu og fimm ár frá björgunarafrekinu við Látrabjarg Sextíu og fimm ár eru í dag liðin frá einu frækilegasta björgunarafreki Íslandssögunnar þegar breska skipið Dhoon strandaði við Látrabjarg. Heimamenn á Látrum og nágrenni björguðu þar breskum skipverjum með því að síga niður bjargið og strengja línu að bátnum til þess að bjarga skipverjunum. 12.12.2012 10:17
Uppljóstrararnir fleiri á Íslandi Facebook-notkun gerir stærstan hluta Íslendinga að mögulegum uppljóstrurum fyrir stjórnvöld, og er það margfalt þéttara net uppljóstrara en jafnvel Stasi, leyniþjónusta Austur-Þýskalands, státaði af fyrir hrun Berlínarmúrsins. Þetta segir Julian Assange, stofnandi Wikileaks, í nýlegu viðtali við breska dagblaðið Guardian. 12.12.2012 10:00
Segir óttann vera tóma dellu Owen Paterson, umhverfisráðherra Bretlands, segir enga ástæðu til að hafa áhyggjur af áhrifum erfðabreyttra matvæla á heilsufar fólks. 12.12.2012 10:00
Íbúar reyna að kaupa Kristjaníu Íbúar fríríkisins Kristjaníu leggja nú sitt af mörkum til að kaupa hverfið af danska ríkinu. Kaupin eru fjármögnuð með hlutabréfaútboði og hafa þegar selst bréf fyrir tíu milljónir króna að því er segir í Berlingske. 12.12.2012 10:00
Taka harðar á brotum bænda Einar Sigurðsson, forstjóri MS, segir að málefni mjólkurbúanna tveggja varpi rýrð á störf fjölmargra íslenskra bænda. „Það er þungt að taka þessari umræðu vegna þess að hlutirnir á Íslandi eru í prýðilegu lagi. Bændurnir eru að skila frá sér hráefni í hæsta gæðaflokki, eins og gæðaprófanir okkar sýna. Þeir standast allan samanburð og vilja halda því þannig.“ 12.12.2012 09:00
Telur rammaáætlun hafa mistekist Kristján L. Möller, formaður atvinnuveganefndar og þingmaður Samfylkingarinnar, telur að ferli rammaáætlunar um vernd og nýtingu náttúrusvæða, hafi mistekist. Iðnaðarráðherra og umhverfisráðherra, sem unnu þingsályktunartillögu, hafi ekki haft það að leiðarljósi að ná sátt um málið. Það sé orðið pólitískt en ekki faglegt. 12.12.2012 09:00
Spjaldtölvuvæðing hefst í Álftanesskóla Álftanesskóli hefur fest kaup á spjaldtölvum til kennslu í 4. og 6. bekk. Um er að ræða tilraunaverkefni sem er í samstarfi við Námsgagnastofnun og Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Hægt að stýra efni eftir þörfum hvers nemanda. 12.12.2012 08:00
Forsætisráðherra Cayman eyja handtekinn vegna spillingar Forsætisráðherra Cayman eyja hefur verið handtekinn, sakaður um spillingu og þjófnað í störfum sínum. 12.12.2012 07:48
Segir skýringu Bjarna bónda vera tómt rugl Forgangsverk að bæta aðstöðu kúnna á Brúarreykjum, segir framkvæmdastjóri Búnaðarsambands Vesturlands. Ráðunautur hafi viljað svipta búið leyfi í fyrra. 12.12.2012 07:00
Sáttur við frumvarpið en vill gera breytingar erfiðari Þjóðréttarfræðingur segir endurbætur felast í frumvarpi um stjórnarskrá og líst vel á það. Vill þó að erfiðara verði að breyta stjórnarskránni. Dómstólar verði að skera úr um hvort eignarréttur hafi myndast um kvóta. 12.12.2012 07:00
Fyrsta konan bæjarstjóri Akranes í 70 ár Regína Ástvaldsdóttir hefur verið ráðin bæjarstjóri Akraness og verður fyrsta konan til að gegna starfi bæjarstjóra í 70 ára kaupstaðartíð bæjarins. Hún er félagsráðgjafi að mennt með framhaldsnám í opinberri stjórnsýslu og var um tíma staðgengill núverandi borgarstjóra í Reykjavík. 12.12.2012 06:59
Bíll valt innst í Ísafjarðardjúpi Bíll valt út af þjóðveginum innst í Ísafjarðardjúpi seint í gærkvöldi. Sjúkrabíll frá Hólmavík var sendur eftir ökumanninum, sem var einn í bílnum. 12.12.2012 06:54
Enn eitt innbrot í íbúðahús Tilkynnt var um innbrot í íbúðarhús í Hafnarfirði í gærkvöldi þaðan sem verðmætum var stolið. Þjófurinn, eða þjófarnir, brutu upp glugga og komust þannig inn og svo óséðir á brott. 12.12.2012 06:44
Læknaráð Landspítalans óttast uppsagnir Læknaráð Landspítalans óttast að uppsagnir 250 hjúkrunarfræðinga við spítalann sé aðeins upphaf þess að spíatlinn missi fjölda af fagfólki ef ekkert verði að gert. 12.12.2012 06:42
Velheppnað geimskot hjá Norður Kóreumönnum Norður-Kóreumönnum tókst að koma gervihnetti á braut um jörð með langdrægri eldflaug sem skotið var á loft í nótt. Bandaríkjamenn hafa staðfest að eldflaugaskotið hafi heppnast. 12.12.2012 06:40
Tveir teknir þegar bruggverksmiðja var stöðvuð á Selfossi Lögreglan á Selfossi stöðvaði landafarmleiðslu í bílskúr í bænum í gærkvöldi og voru tveir menn handteknir. 12.12.2012 06:37
Útdauð eðla skírð í höfuðið á Barack Obama Löngu útdauð eðla hefur verið skírð í höfuðið á Barack Obama Bandaríkjaforseta. Eðlan hefur hlotið nafnið Obamadon gracilis en hún lifði á sama tíma og risaeðlurnar og dó út ásamt þeim fyrir um 65 milljónum ára síðan. 12.12.2012 06:33
Chavez gekkst undir velheppnaða aðgerð á Kúbu Hugo Chavez gekkst undir velheppnað skurðaðgerð vegna krabbameins á Kúnu í gærkvöldi. Þetta er í fjórða sinn síðan í júní í fyrra að Chavez þarf að fara í aðgerð vegna krabbameins. 12.12.2012 06:30
Dularfullu geimfari skotið á braut um jörðu í þriðja sinn Bandaríski flugherinn og NASA geimferðastofnun Bandaríkjanna hafa sent hið dularfulla geimfar X-37B á braut um jörðu í þriðja sinn. Geimfarinu var skotið á loft frá Flórída í gærkvöldi. 12.12.2012 06:28
Skotárás kostaði þrjá lífið í Oregon Skotárás í verslunarmiðstöð í Portland í Oregon kostaði þrjá menn lífið, þar á meðal árásaramanninn í gærkvöldi. 12.12.2012 06:27
Ruby hjartaþjófur heldur til í Mexíkó Stúlkan sem er miðpunkturinn í málaferlum gegn Silvio Berlusconi fyrrum forsætisráðherra Ítalíu er komin fram. Hún segist vera í Mexíkó ásamt kærasta sínum og barni. 12.12.2012 06:23
Sýklalyf á meðgöngu valda astma hjá börnum Ný rannsókn sýnir að hættan á að börn fái astma eykst töluvert ef mæður þeirra nota sýklalyf eins og penisilín á meðgöngunni. 12.12.2012 06:19
Ný tækni auðveldar Blóðbankanum jólin Ný tækni við geymslu á blóðflögum auðveldar Blóðbankanum skipulagningu birgðahalds yfir jól og áramót. Yfirlæknir blóðbankans bendir þó á að þótt fólk gleðjist yfir mörgum frídögum yfir hátíðarnar séu jólin í ár „ekki blóðbankajól“. 12.12.2012 05:00
Svíar berjast fyrir munntóbaki Viðskiptaráðherra Svíþjóðar segir að farið verði í allsherjarstríð við ESB ætli sambandið sér að úthýsa munntóbaki með nýrri heilbrigðistilskipun. 12.12.2012 05:00
Mátti ekki neita sölu á kynferðislegu víni EFTA-dómstóllinn telur ÁTVR óheimilt að neita að selja áfenga drykki á þeim forsendum að umbúðir þeirra brjóti í bága við almennt velsæmi. 12.12.2012 05:00
Victor Ponta vann stórsigur Ríkisstjórnarflokkarnir í Rúmeníu unnu öruggan sigur í þingkosningum um helgina. Vart er þó að búast við því að erjum tveggja helstu stjórnmálaleiðtoga landsins linni. 12.12.2012 04:00
Spennan vex með hverjum degi Jafnt andstæðingar sem stuðningsmenn Mohammeds Morsi Egyptalandsforseta flykktust út á götur og torg Kaíró í gær og var óttast að til átaka kæmi. 12.12.2012 03:00
Bretar trúa á Stjörnustríð Jedi-riddarar eru fjölmennasti trúflokkurinn í Englandi og Wales í flokki „annarra trúarbragða“. Yfir 240 þúsund manns eru skráðir í slíka óskilgreinda trúflokka og eru Jedi-riddarar þar af um 175 þúsund, eða um 72 prósent af heildarfjöldanum. 11.12.2012 23:45
Eyðni kom krabbameinssjúkri stúlku til bjargar Krabbamein og eyðni eru á meðal verstu áfalla sem mannslíkaminn getur orðið fyrir. Ný, byltingarkennd krabbameinsmeðferð stefnir nú þessum hræðilegu sjúkdómum gegn hvor öðrum og hin sjö ára gamla Emma Whitehead er lifandi sönnun þess að gott getur sannarlega sprottið frá illu. 11.12.2012 23:08
Beðið eftir Hobbitanum Löng biðröð myndaðist fyrir utan verslunina Nexus á Herfisgötu í kvöld. Hátt í hundrað manns biðu þar óþreyjufullir eftir að tryggja sér miða á forsýningu kvikmyndarinnar The Hobbit sem frumsýnd verður 26. desember næstkomandi. 11.12.2012 22:31
Regína Ásvaldsdóttir ráðin bæjarstjóri á Akranesi Regína Ásvaldsdóttir verður næsti bæjarstjóri á Akranesi. Samþykkt var á fundi bæjarstjórnar Akraness í kvöld að ganga til samninga við hana. 11.12.2012 22:16
Innbrotafaraldur - þjófar fara inn um svefnherbergisglugga Undanfarna daga hefur verið brotist inn í nokkur einbýlishús á höfuðborgarsvæðinu. Í öllum tilvikum er aðferð þjófanna sú saman. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu brjóta þjófarnir upp stormjárn og fara inn um svefnherbergisglugga. 11.12.2012 22:11
Jón Gnarr vekur hrifningu netverja - svarar spurningum um allt milli himins og jarðar Jón Gnarr, borgarstjóri í Reykjavík, sat fyrir svörum á vefsíðunni Reddit í kvöld. Netverjar voru augljóslega áhugasamir um starf borgarstjórans en hundruð spurninga bárust. 11.12.2012 21:35
Reykjavík tekur slaginn í baráttunni við atvinnuleysi Guðbjartur Hannesson, velferðarráðherra og Jón Gnarr, borgarstjóri í Reykjavík, undirrita á morgun samning um þátttöku sveitarfélagsins í þjóðarátakinu Vinna og virkni - átak gegn atvinnuleysi árið 2013. 11.12.2012 21:00