María Birta rekin úr Kringlunni - "Eins skitin framkoma og mögulegt er“ 12. desember 2012 21:19 María Birta Bjarnadóttir, eigandi fata- og skóverslunarinnar Maníu. „Þetta er náttúrulega eins skitin framkoma og mögulegt er," segir María Birta Bjarnadóttir, eigandi fata- og skóverslunarinnar Maníu. Forsvarsmenn rekstrarfélags Kringlunnar tilkynntu Maríu Birtu í dag að hún þyrfti að loka Jólamarkaði sínum sem hún kom á fót í verslunarmiðstöðinni eftir að bruni kom upp í húsnæði Maníu að Laugavegi 51 á dögunum. Einstaklingur bauðst til að skjóta skjóli yfir Jólamarkaðinn í Kringlunni, Maríu Birtu að kostnaðarlausu. Hún þáði boðið og opnaði markaðinn í gær. Stuttu seinna fékk Kringlan á sig skaðabótakröfu frá nokkrum verslunarmönnum. Því var haldið fram að Jólamarkaðurinn væri í raun útsala og sem slík væru hún ólögleg á þessum tíma. „Þetta er skilgreining sem Neytendastofa setur," segir Sigurjón Örn Þórsson, framkvæmdastjóri Rekstrarfélags Kringlunnar. „Þegar meirihluti eða allar vörur eru á niðursettu verði." María Birta gefur lítið fyrir þessar fullyrðingar. „Rekstrarfélagið vill ekki hafa mig í Kringlunni. Þetta er Jólamarkaður, ekki útsala," segir María Birta. „Þannig að ég þarf að flytja á morgun."MYND/KRISTJÁNAllt tiltækt slökkvilið var kallað að Laugavegi 51 þegar eldur kom þar upp á annarri hæð um síðustu helgi. Mikil hætta myndaðist enda voru tvær manneskjur á þriðju og fjórðu hæð hússins sem lögreglan þurfti að bjarga. Þá stóð María Birta, starfsmenn hennar og annað verslunarfólk á Laugaveginum í ströngu við að tæma verslun hennar sem er á jarðhæð hússins. „Þessi vika er búin að vera hræðileg. Ég grét fyrir framan þennan mann frá Kringlunni. Það eina sem ég gat sagt var „Gleðileg jól" og „bless"." Sigurjón segir ákveðnar reglur gilda um rekstur Kringlunnar og nauðsynlegt sé að fylgja þeim. „Því miður kom þessi staða upp," segir hann. Þá bendir Sigurjón á að Reitir, eigandi Kringlunnar, hafi boðið Maríu Birtu húsnæði Iðu-hússins við Lækjargötu, án endurgjalds. „Ég hef ekkert heyrt frá þeim varðandi það," segir María Birta. „Það væri fallegt af þeim en ég hef ekki heyrt af slíku boði." Mest lesið Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira
„Þetta er náttúrulega eins skitin framkoma og mögulegt er," segir María Birta Bjarnadóttir, eigandi fata- og skóverslunarinnar Maníu. Forsvarsmenn rekstrarfélags Kringlunnar tilkynntu Maríu Birtu í dag að hún þyrfti að loka Jólamarkaði sínum sem hún kom á fót í verslunarmiðstöðinni eftir að bruni kom upp í húsnæði Maníu að Laugavegi 51 á dögunum. Einstaklingur bauðst til að skjóta skjóli yfir Jólamarkaðinn í Kringlunni, Maríu Birtu að kostnaðarlausu. Hún þáði boðið og opnaði markaðinn í gær. Stuttu seinna fékk Kringlan á sig skaðabótakröfu frá nokkrum verslunarmönnum. Því var haldið fram að Jólamarkaðurinn væri í raun útsala og sem slík væru hún ólögleg á þessum tíma. „Þetta er skilgreining sem Neytendastofa setur," segir Sigurjón Örn Þórsson, framkvæmdastjóri Rekstrarfélags Kringlunnar. „Þegar meirihluti eða allar vörur eru á niðursettu verði." María Birta gefur lítið fyrir þessar fullyrðingar. „Rekstrarfélagið vill ekki hafa mig í Kringlunni. Þetta er Jólamarkaður, ekki útsala," segir María Birta. „Þannig að ég þarf að flytja á morgun."MYND/KRISTJÁNAllt tiltækt slökkvilið var kallað að Laugavegi 51 þegar eldur kom þar upp á annarri hæð um síðustu helgi. Mikil hætta myndaðist enda voru tvær manneskjur á þriðju og fjórðu hæð hússins sem lögreglan þurfti að bjarga. Þá stóð María Birta, starfsmenn hennar og annað verslunarfólk á Laugaveginum í ströngu við að tæma verslun hennar sem er á jarðhæð hússins. „Þessi vika er búin að vera hræðileg. Ég grét fyrir framan þennan mann frá Kringlunni. Það eina sem ég gat sagt var „Gleðileg jól" og „bless"." Sigurjón segir ákveðnar reglur gilda um rekstur Kringlunnar og nauðsynlegt sé að fylgja þeim. „Því miður kom þessi staða upp," segir hann. Þá bendir Sigurjón á að Reitir, eigandi Kringlunnar, hafi boðið Maríu Birtu húsnæði Iðu-hússins við Lækjargötu, án endurgjalds. „Ég hef ekkert heyrt frá þeim varðandi það," segir María Birta. „Það væri fallegt af þeim en ég hef ekki heyrt af slíku boði."
Mest lesið Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira